Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 5
IL’ainidlgiírvminidlir <n>g| í
i M©ir<6)\mipIhi©ffminnio
Eftir Halldór Hermannsson.
I. Gunnbjarnarsker.
Þegar er að ræða um fund hins nýja
heims eða Ameríku, kemur til greina
sögnin um Gunnbjarnarsker. Hvar
þau hafi Iegið verður ekki beinlínis
séð af sögunum, nema það að þau hafi
verið fyrir vestan eða útnorðan Island.
Menn hafa víst lengi ætlað, eins og sjá
má af riti Ivars Bárðarsonar, að þau
hafi verið í miðju Grænlandshafi,
miðja vega milli Islands og Græn-
lands. Við vitum nú, að þar eru eng-
ar eyjar, og það eru ekki heldur nein
líkindi til, að þar hafi verið neinar eyj-
ar svo sögur fari af, sem síðar kynnu
að hafa sokkið eða horfið. Skerjanna
mun því að leita einhversstaðar með-
fram austurströnd Grænlands, og sam-
kvæmt því ætti Gunnbjörn að háfa
verið sá fyrsti, sem fann land í hinum
nÝja heimi.
Það hefir víst verið um miðja land-
námsöldina, að Gunnbjörn Úlfsson
fann þessi sker, sem síðan voru nefnd
eftir honum. Landnáma getur þessa
fundar, en segir ekkert nákvæmar frá
því að því er Gunnbjörn snertir. Þó
mætti ráða það af orðalagi hennar, að
hann hafi séð meira en skerin ein, því
að í sambandi við ferð Eiríks rauða
stendur, að Eiríkur hafi ætlað að leita
lands þess, sem Gunnbjörn sá, er hann
rak vestur um ísland, þá er hann fann
Gunnbjarnarsker. Eftir því ætti Gunn-
björn að hafa lent við einhverjar eyjar
nálægt austurströnd Grænlands, séð
landið þar bakvið, en ekki farið þar í
land eða skygnst frekar um það. Þetta
mun hafa verið snemma á landnáms-
öldinni eða um hana miðja, því að
ekkert mun að byggja á frásögn
Björns á Skarðsá í Grænlandsannálum
um, að Gunnbjörn hafi leitað íslands
næst á eftir Garðari og áður en nokk-
ur hafði sezt þar að. Sjálfur fluttist
hann aldrei til Islands alfarið, en
Grímkell bróðir hans nam land á Snæ-
fellsnesi, og Gunnsteinn og Halldór,
synir hans, námu land við ísafjarðar-
djúp.
Það mun hafa liðið nálega heil öld
áður Gunnbjarnarskerja var aftur leit-
að; það hefir víst verið 978, að þeir
Snæbjörn galti og Hrólfur rauðsenzki
sigldu vestur í landaleit. Hvort þeir
hafi fundið skerin, segir sagan ekkert
um, en þeir fundu land og voru þar um
veturinn; lagði skála þeirra í fönn og
ekki tók snjórinn að bráðna fyr en á
Góu. Ósamlyndi var milli þeirra, sem
leiddi til víga; fóru þeir svo sumarið
eftir til Hálogalands og seinna til Is-
lands. Nokkrum árum seinna (982)
fór Eiríkur rauði að leita þess lands
og fann þá Grænland. Það getur víst
enginn efi leikið á því, að þeir Snæ-
björn hafi haft vetrarsetu á austur-
strönd Grænlands, en hvort það hafi
verið nálægt Gunnbjarnarskerjum, er
auðvitað óvíst.