Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 5

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 5
IL’ainidlgiírvminidlir <n>g| í i M©ir<6)\mipIhi©ffminnio Eftir Halldór Hermannsson. I. Gunnbjarnarsker. Þegar er að ræða um fund hins nýja heims eða Ameríku, kemur til greina sögnin um Gunnbjarnarsker. Hvar þau hafi Iegið verður ekki beinlínis séð af sögunum, nema það að þau hafi verið fyrir vestan eða útnorðan Island. Menn hafa víst lengi ætlað, eins og sjá má af riti Ivars Bárðarsonar, að þau hafi verið í miðju Grænlandshafi, miðja vega milli Islands og Græn- lands. Við vitum nú, að þar eru eng- ar eyjar, og það eru ekki heldur nein líkindi til, að þar hafi verið neinar eyj- ar svo sögur fari af, sem síðar kynnu að hafa sokkið eða horfið. Skerjanna mun því að leita einhversstaðar með- fram austurströnd Grænlands, og sam- kvæmt því ætti Gunnbjörn að háfa verið sá fyrsti, sem fann land í hinum nÝja heimi. Það hefir víst verið um miðja land- námsöldina, að Gunnbjörn Úlfsson fann þessi sker, sem síðan voru nefnd eftir honum. Landnáma getur þessa fundar, en segir ekkert nákvæmar frá því að því er Gunnbjörn snertir. Þó mætti ráða það af orðalagi hennar, að hann hafi séð meira en skerin ein, því að í sambandi við ferð Eiríks rauða stendur, að Eiríkur hafi ætlað að leita lands þess, sem Gunnbjörn sá, er hann rak vestur um ísland, þá er hann fann Gunnbjarnarsker. Eftir því ætti Gunn- björn að hafa lent við einhverjar eyjar nálægt austurströnd Grænlands, séð landið þar bakvið, en ekki farið þar í land eða skygnst frekar um það. Þetta mun hafa verið snemma á landnáms- öldinni eða um hana miðja, því að ekkert mun að byggja á frásögn Björns á Skarðsá í Grænlandsannálum um, að Gunnbjörn hafi leitað íslands næst á eftir Garðari og áður en nokk- ur hafði sezt þar að. Sjálfur fluttist hann aldrei til Islands alfarið, en Grímkell bróðir hans nam land á Snæ- fellsnesi, og Gunnsteinn og Halldór, synir hans, námu land við ísafjarðar- djúp. Það mun hafa liðið nálega heil öld áður Gunnbjarnarskerja var aftur leit- að; það hefir víst verið 978, að þeir Snæbjörn galti og Hrólfur rauðsenzki sigldu vestur í landaleit. Hvort þeir hafi fundið skerin, segir sagan ekkert um, en þeir fundu land og voru þar um veturinn; lagði skála þeirra í fönn og ekki tók snjórinn að bráðna fyr en á Góu. Ósamlyndi var milli þeirra, sem leiddi til víga; fóru þeir svo sumarið eftir til Hálogalands og seinna til Is- lands. Nokkrum árum seinna (982) fór Eiríkur rauði að leita þess lands og fann þá Grænland. Það getur víst enginn efi leikið á því, að þeir Snæ- björn hafi haft vetrarsetu á austur- strönd Grænlands, en hvort það hafi verið nálægt Gunnbjarnarskerjum, er auðvitað óvíst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.