Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 9

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 9
LANDATUNDIR OG 8JÓLERÐIR. 7 Hamborgarar, er veittu landsmönnum yfirgang, rupluðu og rændu og drápu einatt marga þeirra. Þessir útlending- ar börðust og tíðum hverjir við aðra inni á höfnum. Landsmenn voru ekki við því búnir, að hrinda þessum óeirð- armönnum af sér eða stilla til friðar með þeim, þeir höfðu lítil tæki til varnar og voru oft foringalausir. Þeg- ar mest gekk á, sendu Danakonungar þá hirðstjóra til Islands, sem kunnu lagið á slíkum óeirðarseggjum. Meðal þessara hirðstjóra má nefna þá Diðrik Píning og Sören Nordby. Diðrik Píning kemur fyrst við sögu Islands árið 1478. Þá er hann á AI- þingi sem hirðstjóri ásamt Þorleifi Björnssyni1), en er þó í skjölum frá sama ári talinn höfuðsmaður og hirð- stjóri yfir Islandi, án nokkurrar tak- mörkunar2. Árið eftir er hann nefndur hirðstjóri fyrir sunnan og austan3) og enn er hann á Alþingi 14804). En það ár hefir hann þó farið utan, því að næsta sumar skipar Gauti erkibisk- up og norska ríkisráðið Þorleif Björns- son hirðstjóra yfir Islandi og Vest- mannaeyjum um þrjú ár og á hann að beimta þar alla skatta og skyldur, sem fallið hafa síðan Diðrik Píning fór af íslandi5). Þessi skipun stendur auð- vitað í sambandi við konungsskiftin. Kristján I. hafði dáið í maí 1481, og þá hóf norska ríkisráðið undir forustu Gauta erkibiskups mótspyrnu gegn Bönum og vildi fá Svía í flokk með sér, DIpl. IhI. VI. bls. 140—141. 2) Dlpl. IhI. VI. bls. 150—151, sbr. VII. bls. 9—io. 3) DIpl, isi. VI. bls. 211. ,^4) Dlpi. isl. VI. bls. 273—274. Um haust- er hann aut5sjáanlega kominn til Dan- merkur, sjá VII bls n_12. 5) D*I»1. Isl. VI. bls. 398. Þorleifur hefir Um ^ær ^undir verib í Noregi, sbr. bls. 402. en Svíar færðust undan, og tóku Hans til konungs. Píning hefir þó farið með hirðstjórn næstu ár á íslandi, því hann veitti Magnúsi Þorkelssyni Vaðla- þing með bréfi dagsettu í Grundarfirði 31. júií 1482 og er þar í nefndur hirð- stjóri yfir öllu Islandi6), og svo er hann einnig nefndur í bréfi útgefnu í Hafnarfirði árið eftir (20. júlí 1483)7. Hins vegar lítur þó út fyrir, að Þorleifur hafi líka verið hirðstjóri yfir öllu landinu, því að svo er hann nefndur í dóm, sem hann útnefndi á Berufirði í janúar 14838), og í júlí s. á. telur Hans konungur hann “vorn embættismann á íslandi”, í verndar- bréfi handa Ólafi Rögnvaldssyni bisk- upi9), og hefir konungur þannig við- urkent að nokkru skipun ríkisráðsins. En Þorleifur hefir ekki farið á kon- ungsfund og sýnt Hans tilblýðilega virðingu, jafnvel eftir að Norðmenn höfðu tékið hann til konungs og krýnt hann. Fyrir því skipar konungur með bréfi útgefnu í Flensborg í nóvember 1483 Píning hirðstjóra yfir öllu Is- landi10), en líklega hefir hann þó ekki farið eftir þá útnefningu til Islands á næstu árum, enda hafði hann þá í önn- ur horn að líta. Hann slóst þá ásamt vini sínum Pothorst í víkingu með Ja- kob, bróðursyni Kristjáns I. Jakob dó sumarið 1484, en Píning og félagi hans hafa samt haldið áfram ránskap, því samkvæmt bréfi frá þýzkum kaup- mönnum í Lundúnum (dags. í marz 1486) er þess getið að þeir hafi unn- ið mikið tjón enskum skipum11). Um 6) Dlpl. Isl. VI. bls. 447—448. 7) Dlpl. Isl. VI. bls. 495—496. 8) Dlpl. Isl. VI. bls. 470. 9) Dlpl. Isl. VI. bls. 497. 10) Dipl. Isl. VI. bls. 506—507. 11) Dlpl. Isl. XI. bls. 40—42.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.