Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Qupperneq 9
LANDATUNDIR OG 8JÓLERÐIR.
7
Hamborgarar, er veittu landsmönnum
yfirgang, rupluðu og rændu og drápu
einatt marga þeirra. Þessir útlending-
ar börðust og tíðum hverjir við aðra
inni á höfnum. Landsmenn voru ekki
við því búnir, að hrinda þessum óeirð-
armönnum af sér eða stilla til friðar
með þeim, þeir höfðu lítil tæki til
varnar og voru oft foringalausir. Þeg-
ar mest gekk á, sendu Danakonungar
þá hirðstjóra til Islands, sem kunnu
lagið á slíkum óeirðarseggjum. Meðal
þessara hirðstjóra má nefna þá Diðrik
Píning og Sören Nordby.
Diðrik Píning kemur fyrst við sögu
Islands árið 1478. Þá er hann á AI-
þingi sem hirðstjóri ásamt Þorleifi
Björnssyni1), en er þó í skjölum frá
sama ári talinn höfuðsmaður og hirð-
stjóri yfir Islandi, án nokkurrar tak-
mörkunar2. Árið eftir er hann nefndur
hirðstjóri fyrir sunnan og austan3) og
enn er hann á Alþingi 14804). En
það ár hefir hann þó farið utan, því
að næsta sumar skipar Gauti erkibisk-
up og norska ríkisráðið Þorleif Björns-
son hirðstjóra yfir Islandi og Vest-
mannaeyjum um þrjú ár og á hann að
beimta þar alla skatta og skyldur, sem
fallið hafa síðan Diðrik Píning fór af
íslandi5). Þessi skipun stendur auð-
vitað í sambandi við konungsskiftin.
Kristján I. hafði dáið í maí 1481, og
þá hóf norska ríkisráðið undir forustu
Gauta erkibiskups mótspyrnu gegn
Bönum og vildi fá Svía í flokk með sér,
DIpl. IhI. VI. bls. 140—141.
2) Dlpl. IhI. VI. bls. 150—151, sbr. VII.
bls. 9—io.
3) DIpl, isi. VI. bls. 211.
,^4) Dlpi. isl. VI. bls. 273—274. Um haust-
er hann aut5sjáanlega kominn til Dan-
merkur, sjá VII bls n_12.
5) D*I»1. Isl. VI. bls. 398. Þorleifur hefir
Um ^ær ^undir verib í Noregi, sbr. bls. 402.
en Svíar færðust undan, og tóku Hans
til konungs. Píning hefir þó farið
með hirðstjórn næstu ár á íslandi, því
hann veitti Magnúsi Þorkelssyni Vaðla-
þing með bréfi dagsettu í Grundarfirði
31. júií 1482 og er þar í nefndur hirð-
stjóri yfir öllu Islandi6), og svo er
hann einnig nefndur í bréfi útgefnu í
Hafnarfirði árið eftir (20. júlí
1483)7. Hins vegar lítur þó út fyrir,
að Þorleifur hafi líka verið hirðstjóri
yfir öllu landinu, því að svo er hann
nefndur í dóm, sem hann útnefndi á
Berufirði í janúar 14838), og í júlí
s. á. telur Hans konungur hann “vorn
embættismann á íslandi”, í verndar-
bréfi handa Ólafi Rögnvaldssyni bisk-
upi9), og hefir konungur þannig við-
urkent að nokkru skipun ríkisráðsins.
En Þorleifur hefir ekki farið á kon-
ungsfund og sýnt Hans tilblýðilega
virðingu, jafnvel eftir að Norðmenn
höfðu tékið hann til konungs og krýnt
hann. Fyrir því skipar konungur með
bréfi útgefnu í Flensborg í nóvember
1483 Píning hirðstjóra yfir öllu Is-
landi10), en líklega hefir hann þó ekki
farið eftir þá útnefningu til Islands á
næstu árum, enda hafði hann þá í önn-
ur horn að líta. Hann slóst þá ásamt
vini sínum Pothorst í víkingu með Ja-
kob, bróðursyni Kristjáns I. Jakob
dó sumarið 1484, en Píning og félagi
hans hafa samt haldið áfram ránskap,
því samkvæmt bréfi frá þýzkum kaup-
mönnum í Lundúnum (dags. í marz
1486) er þess getið að þeir hafi unn-
ið mikið tjón enskum skipum11). Um
6) Dlpl. Isl. VI. bls. 447—448.
7) Dlpl. Isl. VI. bls. 495—496.
8) Dlpl. Isl. VI. bls. 470.
9) Dlpl. Isl. VI. bls. 497.
10) Dipl. Isl. VI. bls. 506—507.
11) Dlpl. Isl. XI. bls. 40—42.