Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 10

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 10
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ISLENDINGA þær mundir mun hann og hafa sótt lengra suður eftir, því að þess er get- ið, að hann hafi tekið spönsk og portú- gö'Isk skip í Spánarsjó, og eitthvað hef- ir hann áreitt HoIIendinga að mun, því að þegar Hans konungur gerði frið við þá 1490, er það sérstaklega tekið fram að sá friður nái ekki til Pínings. Árið 1487 er hann foringi fyrir einni deild í flota Dana á herferðinni til Gotlands. Þessi ár hefir Pining víst ekki kom- ið til íslands, en líklega haft Heinrek Mæding þar sem umboðsmann sinn. Hans er getið sem fógeta Pínings í vitmsburði Guðna Jónssonar og þriggja annara manna, gefnum í Flat- ey 17. ágúst árið 1484, um harð- leikni og yfirgang Pínings og hans manna við útlenda kaup- menn og jafnvel við innlenda menn12). Árið 1488 er Heinrekur Mæding talinn umboðsmaður Pínings á Islandi 13), en úr því vandast málið. Diðrik Pínings er getið sem hirðstjóra yfir öllu Is- landi á alþingi í júlí árið 1489 við samþyktina milli hans og Magnúsar Eyólfssonar Skálholtsbiskups um tí- undargjald o. fl.14). En í sama mán- uði er Diðriks Pínings getið meðal þeirra norsku aðalsmanna, sem hyltu Kristján II. í Kaupmannahöfn10). Ár- ið 1490 lætur Diðrik Píning ganga í júlí á alþingi hinn nafnkunna Pínings- dóm um siglingar og verzlun11'), en 30. ágúst er Diðrik Pínings getið við dómgerð í Björgvin og við skiftagerð í september17). Það getur því varla 12) Dlpl. 1*1. VII. bls. 12—13. 13) DIpI. 1*1. VI. bls. 631—632, 645—646. 14) Dipl. 1*1. VI. bls. 661—675. 15) Sbr. Hi*t. TidNNkr. (norskt) 2. R. III. Bd. bls. 241 (Dipl. Jíorv, II. bls. 704.). 16) Dipl. InI. VI. bls. 702—705. 17) Sbr. Hist. TldHHkr. bls. 241 (Dlpl. Jíorv. V. bls. 686; VIII. bls. 436). verið sami maður, sem hér er um að ræða á íslandi og í Danmörku og Nor- egi. Þykir mér líklegast, að sá sem fór með hirðstjórn á íslandi þessi ár- in, hafi verið Diðrik Píning yngri, frændi gamla mannsins, sá sem veitir Heinreki Mæding Kjósarsýslu 27. sept. 149018). Kallar hann sig í því bréfi “hirðstjóra og. höfuðsmann yfir alt Is- land”, en að öllum líkindum hefir hann eingöngu verið umboðsmaður frænda síns, sem hann nefmr í bréfinu. Þess- um ungling hefir Islendingum ekki geðjast að, en þó látið sér hann nokk- urnveginn lynda svo lengi sem gamli maðurinn lifði. En jafnskjótt og þeir frétta lát hans, biðja 25 menn á al- þingi 1. júlí 1491, undir forustu Finn- boga lögmanns Jónssonar, Hans kon- ung um að gera Einar Björnsson að hirðstjóra. Kveðast þeir allir hafa frétt af útlenzkum mönnum, enskum og þýzkum, að Diðrik Píning sé dauð- ur utanlands, og segjast trúa fréttinni. En Diðrik Píning hinn yngri, sem sé þar í landi og hafi umboð frænda síns, segja þeir, hafi enga borgun eða pen- inga að bæta fyrir sig, ef hann geri mönnum ei rétt19). Af þessu virðist mér helzt mega ráða, að Diðrik Pín- ing gamli hafi aldrei komið til Islands eftir að hann fór þaðan 1483, en þó haldið hirðstjórninni þar að nafninu. Hvort það hafi verið hann, sem veitt var Varðhúslén í Noregi árið 1490, skal eg ekki segja með vissu, en það getur vel hafa verið. Hitt virðist á- reiðanlegt, að gamli Píning hefir dáið 1490 eða snemma á árinu 1491 ,-því að konungur varð við beiðni landsmanna og skipaði nýjan hirðstjóra. Hvað 18) DIpi. 1*1. VI. bls. 717—718. 19) Dipl. InI. VI. bls. 753—755.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.