Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 13
LANDAFUNDIR OG SJÓFERÐIR.
Hann varði lífi sínu aðallega til
tvenns: að berjast móti Márum og að
leita landa. Hann bjó í Sagres, litlum
bæ á suðvesturströnd Portúgals, og
þaðan sigldu skip þau, er hann sendi
eða gerði út. Aðal-tilgangur hans
var að finna sjóleiðina til Indlands, og
sparaði hann hvorki fyrithöfn né fé til
þess að ná því takmarki. En það var
rígur miili þjóðanna þá og sjaldnast
fengu útlendingar að vera með í þess-
um ferðum, enda var oft farið leynt
með uppgötvanirnar, svo að aðrar
þjóðir nytu ekki þeirra. Það er því
næsta merkilegt að finna, að fyrir ein-
um leiðangrinum, sem árið 1448 var
gerður út til Senegambíu, var dansk-
ur maður, sem í portúgölskum heim-
íldum er nefndur Vallarte, og er það
na'fn auðvitað afbökun. Hann fórst
í þeirri ferð, en dr. Larsen telur lík-
legt, að hann hafi ékki komið af eigin
hvötum til Portúgal, heldur hafi Hin-
rik farið fram á það við Danakonung,
að hann sendi honum einhvern af
þegnum sínum, er kynnast skyldi land-
könnunum. Hafi því Vallarte verið
sendur til Portúgal af konunginum.
Þetta er því líklegra, sem til er bréf, er
bendir á það, að Portúgalskonungur
hafi sózt eftir vináttu og samvinnu
Danakonungs. Bréfið er frá Alfons
V. til Kristjáns I. og er frá 1461. Það
var sent með Láland, dönskum “per-
sevant”25), sem verið hafði með
Portúgölum á herferð gegn Márum,
og sjálfsagt hefir verið sendur til
Portúgal af Kristjáni að hvötum Al-
fons. En hver gat verið ástæðan til
þessa samdráttar konunganna? Varla
hefir Kristján eða Danir sózt eftir
25) Persevant var at5stot5armat5ur kall-
11
neinu í Portúgal eða á Afríkuströnd-
um, enda munu Portúgalar naumast
hafa viljað hvetja þá til nokkurrar
samkepni þar. Upptök samdráttarins
voru því að öllum líkindum hjá Portú-
galskonungi, þó að í fyrsta bragði á-
stæðan til hans liggi ekki í augum uppi,
því að varla gat konungur sá girnst
nokkuð norður í höfum. Hér mun nú
samt liggja fiskur undir steini. Hinrik
sæfari mun einhvernveginn hafa feng-
ið þá hugmynd, að komast mætti sjó-
leiðis til Kína og Indlands frá Norður-
löndum, og því sózt eftir vináttu Dana-
konungs til þess að fá hann til að gera
tilraunir í þá átt að finna þá leið.
Það er ekki hægt að segja með
neinni vissu, hvernig prinzinn hafi
fengið þetta í höfuðið, en tilgáta dr.
Larsens um það er ekki ósennileg. Á
seinni hluta miðaldanna var engin
ferðabók eða landalýsing kunnari en
sú, sem kend er við Mandeville. Hún
var skrifuð á frönsku á seinni hluta
14. aldar og nefndi höfundurinn sig
Jehan de Mandeville, og gaf bókin í
skyn, að hann hefði séð mestalt af
heiminum og lýsti því hér, einkum
Austurlöndum. Nú vita menn að hún
er soðin saman úr allskonar ritum og
sögusögnum og er eitt með mestu
lýgiritum, sem nokkurntíma hefir
skráð verið, og höfundurinn var revnd-
ar franskur læknir í Liége, er hét Jean
de Bourgogne og andaðist 1372. En
þetta rit snertir oss hér að því leyti, að
efni og frásögn þess var alment trúað
á þessum tíma, sem hér greinir um, og
hefir Hinrik sadfari verið jafn trúaður
á það og samtíðarmenn hans. Á ein-
um stað í ritinu er sagt frá því, að
maður nokkur hafi rekist af stormi frá
Noregi, farið heiminn í kring og kom-
ara.