Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 15
LANDAFUNDIR OG SJÓFERÐIR.
13
varið nokkrum tíma eftir heimkom-
ur.a til þess að semja frásögn sína eða
gefa hana út. Þó hafa þeir víst ekki
farið hátt pieð uppgötvanir sínar eða
árangurinn af ferðinni, því að ekki er
óhugsandi, að þeir hafi haft það bak
við eyrað, að þeir eða niðjar þeirra
kynnu að sækja síðarmeir á þessar
slóðir og ef til vill hafa eitthvað gagn
aif því. Annars er oft frásagnanna um
þessar 'ferðir að leita í bréfum eða
skýrslum sendiherra annara ríkja til
stjórna sinna eða ættingja heima; svo
var það t. d. um ferðir Cortereale hins
yngra, að ítalskir sendiherrar í Lissa-
bon skrifuðu um þær heim og eru
þeirra bréf aðalheimildirnar, sem nú
eru til um þær ferðir. Það getur ver-
ið, að nokkuð lí'kt hafi átt sér stað um
þessa ferð, þó að nú séu þau gögn
týnd.
Það sem Portúgalar sáu í þessari
ferð hefir varla verið þannig, að það
hafi ýtt undir þá að gera fleiri tilraunir
í þessa átt, en það er ekki ósennilegt,
að þegar um lok 15. aldarinnar fregn-
ir bárust til Lissabon af ferðum Cabot-
anna, að við það hafi vaknað hjá
Cortereale-ættinni metnaður að 'færa
sér í nyt þá reynslu, sem þeir höfðu
fengið í iferðinni með þeim Píning. I
maí 1500 veitti Manuél mikli Portú-
galskonungur Gaspar Cortereale, syni
þess áðurnefnda, víðtæk réttindi til
eyja og meginlands, sem hann áður
hafi varið mikilli fyrirhöfn og kostn-
aði til að finna. Mér finst orðalagið
ekki alveg ljóst, en dr. Larsen leggur
áherzlu á það, að það bendi til þess að
hér sé ekki að ræða um nýjan landa-
fund heldur endurfund. Og má vel
vera að svo sé. En nú er það ekki
kunnugt, að Gaspar hafi áður verið í
landaleitum þar vestra. Kann því vera
rétt til getið hjá dr. Larsen, að þetta
eigi við það er fundið hefir verið í ferð
þeirra Pínings. Gaspar Cortereale fór í
leiðangur vestur það sumar og fann
þar land, sem hann nefndi “Terra
Verde”(GrænIand), en ekki var það
Grænland íslendinga, heldur eitthvert
land suður af Labrador. Þó er talið
að hann hafi í þeirri ferð siglt norður
með austurströnd Labradors og séð
suðurodda Grænlands, sem hann
hélt að væri oddi Asíu; varð hann að
hverfa þar frá vegna ísa. Árið eftir
fór hann enn vestur um haf með tvö
skip, en mun þá hafa leitað miklu
sunnar; úr þeirri för kom 'hann aldrei
aftur, þótt hitt skipið kæmist með
heilu og höldnu tif Lissabon.
Hvar þeir Píning 'hafi komið að
landi eða hve langt þeir hafi komist,
er auðvitað ómögulegt að segja með
vissu. I sögunum um ferð þeirra, og
ef við tökum með það, sem sagt er um
Scolvus og Joao Vaz Cortereale, koma
fyrir einungis þrjú nöfn: Hvítserkur
(Píning og Pothorst) Labrador (Scol-
vus), Terra do bacalhao eða Harð-
fiskaland (Cortereale). Tvö síðustu
nöfnin eru auðvitað yngri en ferð
þeirra, en menn hafa eftir á sett þau í
samband við ferðina, þegar þau nöfn
urðu kunn. Sumir hafa reyndar
haldið, að Harðfiskaland gæti átt við
Island, en svo er víst ekki; það er á
eldri tímum notað eingöngu um New-
foundland og þar í kring (Akadíu).
Hvort sem þeir hafa komist svo langt,
er varasamt að fullyrða nokkuð um.
En til Grænlands 'hafa þeir komist, að
minsta kosti til Hvítserks og lent þar og
haft einhver kynni a'f Eskimóum.
Heldur dr. Larsen helzt, að með Hvít-