Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 16
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÍILAGS ÍSLENDINGA
serk í þessu sambandi sé átt við Kaler-
ajuek á austurströnd Graerilands, enda
þótt gamla nafnið Hvítserkur kunni að
hafa verið annað. Hvað hins vegar
sjómerkið eða kompásinn snerti, þá er
ekki gott að vita, hvað það hafi átt
að þýða. Varla getur það hafa ver-
ið til leiðbeiningar sæförum og sízt
getur það hafa verið viðvörun gegn á-
rásum Eskimóa á 'skip sjómanna, er
þangað kynnu að koma. En nú vill
svo til, að samskonar merkis er getið
á 16. öld á Norðkap á Noregi, einmitt
innan Varðhúsléns, sem sagt er, að
Píning 'hafi fengið 1490. Hvort það
merki stafaði frá honum, er ekki alveg
víst, en samt er þetta skrítið samfall;
úr því verður þó ekki ráðið.
Ef nú þessi tilgáta dr. Larsens er
rétt, þá hefir ferð þeirra Pínings ver-
ið sú fyrsta, sem gerð var til þess að
leita norðvestur-leiðarinnar til Asíu, og
ef það er rétt, að þeir hafi komist til
Labrador, þá er hár að ræða um hinn
annan fund meginlands Ameríku.
III. Svalbarð.
I íslenzku hefir einstöku sinnum
verið notað á síðustu tímum nafnið
Svalbarð fyrir Spitzbergen. Heyrt
hefi eg og, að nú, síðan Norðmenn
hafa fengið viðurkend yfirráð yfir því
landi, hafi eirihver stungið upp á því,
að þeir skyldu taka upp nafnið Sval-
barð fyrir Spitzbergen. Hvernig þeirri
uppástungu hefir verið tekið eða hvort
nokkur h'kindi séu til, að breytt verði
um nafn á landinu, veit eg ekki; það
væri næsta hjákátlegt að gera það,
því að hitt nafnið hefir verið svo lengi
notað, enda er það a'lils ékki sannað,
að Svalbarð hafi verið Spitzbergen.
Skal eg hér í stuttu máh gera grein fyr-
ír, hvað um það stendur í eldri ritum.
Samkvæmt íslenzkum annálum var
Svalbarð eða Svalbarði fundið árið
1 194, en þeir gefa engar frekari upp-
lýsmgar um það. Nafmð kemur og
fyrir í kaflanum um sighngastefnur í
Landnámu, og segir þar, að frá Langa-
nesi á norðanverðu Islandi sé fjögurra
dægra haf norður til Svalbarða í Hafs-
botn. Stefnurnar í þessum kafla eru
ekki í samræmi við stefnur vorra
tíma; þannig stendur, að siglt sé frá
Reykjanesi til Jolduhlaups á írlandi í
suður, en það er í suðaustur; eins frá
Stað í Noregi til Horns á Austfjörðum
í vestur, en er í norðvestur; en þess
ber að gæta, að fornmenn töldu norðr-
ið liggja nokkuð til austurs og getur
það víst valdið rughngi. En fjarlægð-
irnar, eins og þær eru gefnar í kaflan-
um, eru í ósamræmi innbyrðis. Það
er sagt, að það sé sjö dægra sigling frá
Stað til Horns, fjögra frá Snæfellsnesi
til Hvarfs á Grænlandi, og fimm frá
Reykjanesi til Irlands. I sjómílum eru
þessar fjarlægðir 548 frá Noregi til Is-
lands, 612 frá Snæfellsnesi til Hvarfs
(Kap Egede), 712 frá Islandi til Ir-
lands. Enda þótt leiðin frá Islandi til
Noregs sé styttri en frá íslandi til Ir-
lands og frá Islandi til Grænlands, tek-
ur þó ferðin lengri tíma. Það getur
auðvitað leikið efi á því, hvað dæg-
ur þýði í þessu sambandi, hvort það sé
12 (eða 24) stundir, eða vegalengd
samsvarandi 120 sjómílum (dægur-
sigling). Ef við nú gerum ráð fyrir,
að það þýði hér tímalengd, sem mun
almennast, yrðu um 80 sjómílur í
dægursigling frá Noregi til íslands, 153
frá Islandi til Grænlands og 144 milli
Islands og Irlands. Af þessu er auð-