Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 16

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 16
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÍILAGS ÍSLENDINGA serk í þessu sambandi sé átt við Kaler- ajuek á austurströnd Graerilands, enda þótt gamla nafnið Hvítserkur kunni að hafa verið annað. Hvað hins vegar sjómerkið eða kompásinn snerti, þá er ekki gott að vita, hvað það hafi átt að þýða. Varla getur það hafa ver- ið til leiðbeiningar sæförum og sízt getur það hafa verið viðvörun gegn á- rásum Eskimóa á 'skip sjómanna, er þangað kynnu að koma. En nú vill svo til, að samskonar merkis er getið á 16. öld á Norðkap á Noregi, einmitt innan Varðhúsléns, sem sagt er, að Píning 'hafi fengið 1490. Hvort það merki stafaði frá honum, er ekki alveg víst, en samt er þetta skrítið samfall; úr því verður þó ekki ráðið. Ef nú þessi tilgáta dr. Larsens er rétt, þá hefir ferð þeirra Pínings ver- ið sú fyrsta, sem gerð var til þess að leita norðvestur-leiðarinnar til Asíu, og ef það er rétt, að þeir hafi komist til Labrador, þá er hár að ræða um hinn annan fund meginlands Ameríku. III. Svalbarð. I íslenzku hefir einstöku sinnum verið notað á síðustu tímum nafnið Svalbarð fyrir Spitzbergen. Heyrt hefi eg og, að nú, síðan Norðmenn hafa fengið viðurkend yfirráð yfir því landi, hafi eirihver stungið upp á því, að þeir skyldu taka upp nafnið Sval- barð fyrir Spitzbergen. Hvernig þeirri uppástungu hefir verið tekið eða hvort nokkur h'kindi séu til, að breytt verði um nafn á landinu, veit eg ekki; það væri næsta hjákátlegt að gera það, því að hitt nafnið hefir verið svo lengi notað, enda er það a'lils ékki sannað, að Svalbarð hafi verið Spitzbergen. Skal eg hér í stuttu máh gera grein fyr- ír, hvað um það stendur í eldri ritum. Samkvæmt íslenzkum annálum var Svalbarð eða Svalbarði fundið árið 1 194, en þeir gefa engar frekari upp- lýsmgar um það. Nafmð kemur og fyrir í kaflanum um sighngastefnur í Landnámu, og segir þar, að frá Langa- nesi á norðanverðu Islandi sé fjögurra dægra haf norður til Svalbarða í Hafs- botn. Stefnurnar í þessum kafla eru ekki í samræmi við stefnur vorra tíma; þannig stendur, að siglt sé frá Reykjanesi til Jolduhlaups á írlandi í suður, en það er í suðaustur; eins frá Stað í Noregi til Horns á Austfjörðum í vestur, en er í norðvestur; en þess ber að gæta, að fornmenn töldu norðr- ið liggja nokkuð til austurs og getur það víst valdið rughngi. En fjarlægð- irnar, eins og þær eru gefnar í kaflan- um, eru í ósamræmi innbyrðis. Það er sagt, að það sé sjö dægra sigling frá Stað til Horns, fjögra frá Snæfellsnesi til Hvarfs á Grænlandi, og fimm frá Reykjanesi til Irlands. I sjómílum eru þessar fjarlægðir 548 frá Noregi til Is- lands, 612 frá Snæfellsnesi til Hvarfs (Kap Egede), 712 frá Islandi til Ir- lands. Enda þótt leiðin frá Islandi til Noregs sé styttri en frá íslandi til Ir- lands og frá Islandi til Grænlands, tek- ur þó ferðin lengri tíma. Það getur auðvitað leikið efi á því, hvað dæg- ur þýði í þessu sambandi, hvort það sé 12 (eða 24) stundir, eða vegalengd samsvarandi 120 sjómílum (dægur- sigling). Ef við nú gerum ráð fyrir, að það þýði hér tímalengd, sem mun almennast, yrðu um 80 sjómílur í dægursigling frá Noregi til íslands, 153 frá Islandi til Grænlands og 144 milli Islands og Irlands. Af þessu er auð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.