Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 25
VERÐHÆKKUN
23
erfitt sé að heyra af hvaða rót það sé
runnið, og reyna með öllu móti að
skafa af sér þjóðareinkennin.
En eg get undireins huggað ykkur
með því, að fáir slíkir uppskafningar
hafa orðið á vegi mínum í vetur.
Þegar eg var lítill, hló eg að upp-
skafningshættinum, hafði þá ekki vit á
að vorkenna hann. Nú mUndi eg ekki
hlæja að honum. Það er ein af hin-
um mörgu velgerðum guðs og manna
við mig í vetur, að mér hefir verið hlíft
við þeirri sorg, að kynnast íslenzku
fólki, sem fyrirverður sig fyrir þjóð-
erni sitt. Eg segi ekki þar með, að
það fólk sé ekki til, en eg vona að það
sé fágætt.
Eg er þá ósjálfrátt farinn að tala um
bjóðern', frá því að tala um mann-
gildi. Einhvernveginn minnir það
tvent hvort á annað. Og finst ykkur
ekki eins og mér, að fátt sýni fremur
rýrðar-manngildi en það, að vilja ekki
Jata sjá hver hann er. Þau fötin sæma
bezt, er sjálfur á. Þá eru lélegustu
tbtrar betri en flíkur að láni. Láns-
‘Qtin fara oftast illa og gera mann
skoplegan, jafnvel þó að þau séu úr
glæsilegu efni og með nýtízkusniði.
Okkur finst til um Madyarann, sem
eg mintist á áðan. Honum verður það
yrst fyrir að segja til þjóðernis síns,
þegar hann vill hafa mikið við.
Sv° hugsa eg mér fslendinga fram-
b arinnar, hvar sem þeir eru niður-
omnir í víðri veröld. Eg sé í anda
ag aunamann hér í borginni við vinnu
Slna\^ einum eða tveimur mannsöldr-
nm 1 nnm- Eg sé einhverja slást upr
a ann með brígslyrðum; hann hafi
t- d. brugðist þeim við síðustu kosn-
íngar; hann hafi sjálfsagt látið múta
£ér til þess. Maðurinn lítur upp. Eg
sé drættina í andlitinu og glampann í
bláu augunum, og eg kannast við hann
þegar hann réttir úr sér og segir sér til
varnar ekkert annað en þessi þrjú orð:
Eg er íslendingur. Og tign norræna
andans ljómar af enni hans og augum.
Eg sagðist ekki hafa hitt marga
landa hér vestra, sem skammast sín
fyrir ætt sína og uppruna. Hitt er aft-
ur á móti algengt, að þeir hafa enga
trú á því, að geta varðveitt ættarmót-
ið, og telja íslenzkuna og íslenzka
þjóðernið dauðadæmt hér vestra.
Ykkur mun flestum vera kunnugt um
skoðanir mínar í því máli. Eg hefi
ekki dregið dulur á þær í vetur. Eg
hefi ekki séð nein dauðamerki önn-
ur en þetta trúleysi, sem eg nefndi. Að
öðru leyti finst mér andinn vera líkur
og heima. Sami íslenzki andinn. Og
hann mun lifa, því trúi eg. Eg trúi
því, að íslenzkt þjóðerni lifi hér vestan
hafs og verði til blessunar, fyrst og
fremst ykkur sjálfum, til að viðhalda
manngildi ykkar og auka það — til
þess að þið hækkið í verði. I öðrv
lagi til heilla þessu landi og þessari
þjóð, sem þið nú heyrið til — því að
hún þarf á mönnum að halda, en ekk
uppskafningum. Og í þriðja lagi til
blessunar og ánægju okkur heimaln
ingunum á Islandi; við tímum ekki að
sjá af ykkur eða týna börnunum ykkar
úr okkar fámenna hóp.
Þess vegna endurtek eg þá ósk, að
íslenzki norræni andinn megi lifa hér í
Vesturheimi- Og eg bæti því við:
Hann mun lifa! Eg vildi að eg gæti
hrópað það svo hátt, að hvert manns-
barn af íslenzku bergi brotið mætti
heyra. Hann lifir! Það er síðasta
orð mitt í þetta sinn.