Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 31

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 31
EIRIKUR MAGNÚiSSOK 29 Eiríkur Magnússon var fæddur á Berufjarðarströnd í Suður-Múlasýslu 1. föbrúar 1833. Foreldar hans voru Magnús Bergsson prestur og Vilborg Eiríksdóttir. Hann ólst upp að Stöð í Stöðvarfirði, þar sem faðir hans var prestur, frá því hann var tveggja ára þar til hann var sextán ára. Fór hann þá í latínuskólann í Reykjavík og út- skrifaðist úr honum 1856 með bezta vitnisburði. Eftir það var hann eitt ár kennari á ísafirði. Árið 1857 giftist hann Sigríði Einarsdóttur Sæmundsen frá Brekkubæ í Reykjavík og sama ár byrjaði hann nám á prestaskólanum. Tveimur árum síðar útskrifaðist hann þaðan og gerðist sama ár skrifari hjá Vilhjálmi Finsen er var land- og bæjar- fógeti í Reykjavík. Gengdi hann þeirri stöðu til 1862. Þá fór hann til Eng- lands, til að aðstoða við útgáfu bib- líunnar, er gefin var út á íslenzlku af brezka og erlenda biblíúfélaginu um þær mundir. Bjó hann í Lundúnumu af og til næstu níu ár, en ferðaðist þó mikið á þeim árum; dvaldi árlangt á Frakklandi, um tíma á Þýzkalandi og ferðaðist um ýms önnur lönd. 1871 var honum veitt bókavarðarstaða við háskólabókasafnið í Cambridge á Eng- landi. Bókavarðarembættinu gegndi hann til ársins 1909 er hann sagði því af sér. Auk bókavarðarembættisins hafði hann oftast nær á hendi kenslu í fslenzku og öðrum Norðurlandamálum. Eftir að hann lagði það mður bjó hann í rambridge til dauðadags, 24. jan, 1913. öpprunalega mun það ekki hafa verið tilgangur Eiríks og konu hans að ílendast á Englandi, þótt svo færi. En happ má það ka'lla fyrir íslenzku þjóð- ma, að hann komst þar í stöðu, sem veitti honum möguleika að iðka það starf, sem hann var bezt faflinn ti'j: vísindalegar rannsóknir á sviði bók- mentanna. Hann vann afarmikið að því að útbreiða þekkingu á íslenzkum bókmentum meðal fræðimanna í hin- um enskumælandi heimi og lagði sig mjög niður við rannsóknir í þeirri grein. Gegnir það furðu, hversu miklu hann fé'kk afkastað í því efni, þótt hann væri stöðugt bundinn við skyldu- verk sitt í bókasafninu. Og ekki hefði honum hentað að vanrækja það, því aðalumsjónarmaður safnsins var því mótfallinn að Eiríki væri veitt staðan og hélt fram öðrum manni á móti hon- um. Eiríki var falin á hendur öll um- sjón á norrænudeild bókasafnsins. Korn hann fljótt góðu skipulagi á hana, en áður hafði hún verið mjög vanrækt, og auðgaði hana stórum af bókum á Norðurlandamálum. Ritstörf hans voru aukaverk, en staðan var vel til þess fállin, að hann gæti gefið sig við þeim. Fáir eða engir, sem ekki háfa haft á hendi kennaraembætti í norrænni mál- fræði og bókmentum, munu hafa af- kastað jafnmiklu og hann. Ritstörf Eiríks voru aðallega í þýð- ingum og vísindalegum ritgerðum. Hann þýddi mestu kynstur af íslenzku á ensku og ritaði fjölda ritgerða, stutt- ar og langar um íslenzkar og norrænar bókmentir. Hér eru aðeins talin helztu rit hans. Við útgáifu sumra þeirra vann hann í félagi með öðrum, svo sem beim George Povvell og William Morris, listamanninum nafnkunna, sem var honum kærastur allra vina hans á Eng- landi, meðan báðir Iifðu. Mest af verk- inu mun samt hafa lent á Eiríki við þýðingu og útgá'fu rita þeirra, er þessir menn studdu að .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.