Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Qupperneq 31
EIRIKUR MAGNÚiSSOK
29
Eiríkur Magnússon var fæddur á
Berufjarðarströnd í Suður-Múlasýslu
1. föbrúar 1833. Foreldar hans voru
Magnús Bergsson prestur og Vilborg
Eiríksdóttir. Hann ólst upp að Stöð í
Stöðvarfirði, þar sem faðir hans var
prestur, frá því hann var tveggja ára
þar til hann var sextán ára. Fór hann
þá í latínuskólann í Reykjavík og út-
skrifaðist úr honum 1856 með bezta
vitnisburði. Eftir það var hann eitt ár
kennari á ísafirði. Árið 1857 giftist
hann Sigríði Einarsdóttur Sæmundsen
frá Brekkubæ í Reykjavík og sama ár
byrjaði hann nám á prestaskólanum.
Tveimur árum síðar útskrifaðist hann
þaðan og gerðist sama ár skrifari hjá
Vilhjálmi Finsen er var land- og bæjar-
fógeti í Reykjavík. Gengdi hann þeirri
stöðu til 1862. Þá fór hann til Eng-
lands, til að aðstoða við útgáfu bib-
líunnar, er gefin var út á íslenzlku af
brezka og erlenda biblíúfélaginu um
þær mundir. Bjó hann í Lundúnumu
af og til næstu níu ár, en ferðaðist þó
mikið á þeim árum; dvaldi árlangt á
Frakklandi, um tíma á Þýzkalandi og
ferðaðist um ýms önnur lönd. 1871
var honum veitt bókavarðarstaða við
háskólabókasafnið í Cambridge á Eng-
landi. Bókavarðarembættinu gegndi
hann til ársins 1909 er hann sagði því
af sér. Auk bókavarðarembættisins
hafði hann oftast nær á hendi kenslu í
fslenzku og öðrum Norðurlandamálum.
Eftir að hann lagði það mður bjó hann
í rambridge til dauðadags, 24. jan,
1913.
öpprunalega mun það ekki hafa
verið tilgangur Eiríks og konu hans að
ílendast á Englandi, þótt svo færi. En
happ má það ka'lla fyrir íslenzku þjóð-
ma, að hann komst þar í stöðu, sem
veitti honum möguleika að iðka það
starf, sem hann var bezt faflinn ti'j:
vísindalegar rannsóknir á sviði bók-
mentanna. Hann vann afarmikið að
því að útbreiða þekkingu á íslenzkum
bókmentum meðal fræðimanna í hin-
um enskumælandi heimi og lagði sig
mjög niður við rannsóknir í þeirri
grein. Gegnir það furðu, hversu miklu
hann fé'kk afkastað í því efni, þótt
hann væri stöðugt bundinn við skyldu-
verk sitt í bókasafninu. Og ekki hefði
honum hentað að vanrækja það, því
aðalumsjónarmaður safnsins var því
mótfallinn að Eiríki væri veitt staðan
og hélt fram öðrum manni á móti hon-
um. Eiríki var falin á hendur öll um-
sjón á norrænudeild bókasafnsins. Korn
hann fljótt góðu skipulagi á hana, en
áður hafði hún verið mjög vanrækt,
og auðgaði hana stórum af bókum á
Norðurlandamálum. Ritstörf hans voru
aukaverk, en staðan var vel til þess
fállin, að hann gæti gefið sig við þeim.
Fáir eða engir, sem ekki háfa haft á
hendi kennaraembætti í norrænni mál-
fræði og bókmentum, munu hafa af-
kastað jafnmiklu og hann.
Ritstörf Eiríks voru aðallega í þýð-
ingum og vísindalegum ritgerðum.
Hann þýddi mestu kynstur af íslenzku
á ensku og ritaði fjölda ritgerða, stutt-
ar og langar um íslenzkar og norrænar
bókmentir. Hér eru aðeins talin helztu
rit hans. Við útgáifu sumra þeirra
vann hann í félagi með öðrum, svo sem
beim George Povvell og William Morris,
listamanninum nafnkunna, sem var
honum kærastur allra vina hans á Eng-
landi, meðan báðir Iifðu. Mest af verk-
inu mun samt hafa lent á Eiríki við
þýðingu og útgá'fu rita þeirra, er þessir
menn studdu að .