Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 33
EIRÍKUR MAGNUSSON
31
ar; enda lá við að hún spilti áliti hans
eigi lítið á Englandi. Aftur fór hann til
Islands í þetta sinn og sá um útbýtingu
gjafanna. Var honum þá haldið veg-
legt samsæti í Reykjavík og næsta ár
sýndi danska stjórnin honum viðeig-
andi viðurkenningu með því að sæma
hann heiðursmerki dannebrogsmanna.
Það var og Eiríki að þakka, að Jóni
Sigurðssyni kom hjálp, er hann þurfti
hennar mest með, og gerði honum
mögulegt að halda áfram starfi sínu í
baráttunni fyrir sjálfstæði íslands.
Mun hjáipin til Jóns Sigurðsonar hafa
komið með þeim hætti, að Eiríkur
fékk enskan auðmannn, sem var Is-
landi vinveittur, til að lána Jóni fé,
svo um munaði.
Eg var svo heppinn að kynnast Ei-
ríki nokkuð árið 1910. Dvaldi eg þá
tveggja vikna tíma í Cambridge og var
daglegur gestur á heimili hans. Það
var ek'ki erfitt að kynnast honum, því
hann tók öllum, sem að garði komu,
með opnum örmum, einkum ef þeir
voru íslendingar. Var kona hans hon-
um samtaka í því, enda var rausn
þeirra og velvild við brugðið af öllum,
sem heimsóttu þau.
Eiríkur var þá orðinn aldraður maður
og heilsutæpur, en þrátt fyrir það bar
hann sig vel og var síglaður og skemti-
legur í viðmóti. Hann var allra manna
háttprúðastur og ljúfmannnlegastur í
framkomu, laus við yfirlæti og tilgerð,
hreinskilinn og sagði blátt áfram mein-
mgu sína, hvað sem bar á góma. Fáir
menn, sem eg hefi þékt, hafa borið
sálareinkenni sín í svipnum eins og
hann. Svipurinn var einkenmlega
hreinn og djarfmannlegur, augun skýr,
ennið hátt og höfðinglegt. Að vexti
var hann meðalmaður, nokkuð feit-
laginn á síðari árum, en líkamshreyf-
ingarnar báru vott um að hann hefði
verið léttur á fæti og fjörmaður hinn
mesti á yngri árum. Yfirleitt var hanr
fríður maður og framúrskarandi að-
laðandi. Það var með hann eins og
Browning segir um skáldið Shelley, að
það að hitta hann og tala við hann var
atburður, sem manni leið ekki fljótt úr
minni. I samræðum v^r hann gaman-
samur og fyndinn og gat verið mein-
yrtur í garð þeirra, sem honum gazt
eklki vél að eða voru mótstöðumenn
hans. En sanngjarn var hann þó í
þeirra garð og fús á að viðurkenna
það sem þeir höfðu til síns ágætis. Um
vini sína talaði hann ávalt mjög hlý-
lega; en ósýnt var honum um að hlaða
öfloíi á menn, jafnvel þótt um beztu
vini væri að ræða. Vel gat hann orð-
ið heitur og kappsfullur, þegar einhver
áhugamál hans komu til umræðu, sem
oft var, því hann bar áhugamál sín
stöðugt fyrir brjósti og hafði mikla
ánægju af að ræða um þau. Smásaga
ein, sem fyrrum alþingismaður, Jón
Jónsson frá Sleðbrjót, hefir sagt mér
af honum, lýsir vel á'huga hans og
kappi, er hann ræddi um áhugamál sín
við aðra. Þeir hittust eitt sinn, Jón og
Eiríkur, á Hallfreðarstöðum hjá Páli
Ólafssyni. Fóru þeir að ræða um
bankamálið á Islandi, sem var eitt af
mestu áhugamálum Eiríks, og urðu
ekki að öliu leyti samdóma um það.
Mæ'lti Eiríkur fast fram með smm hlið
málsins, og segir Jón, að hann hafi
orðið svo heitur, að honum hafi hrokk-
ið tár af augum. Fæstir menn mundu
hafa rætt um slíkt mál með jafn mikilli
tilfinningu. En bað var einmitt eitt af
einkennum Eiríks, að honum urðu öll