Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 34

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 34
32 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA áhugamál að tilfinningamálum; þau voru honum heilög mál. Eins og fram hefir verið tekið, var Eiríkur allra manna skemtilegastur í samræðum, en það var ekki aðeins fjörið og fyndnin, sem var orsök þess, hddur einnig þekking hans, sem var afar víðtæk og risti djúpt, ekki aðeins á hans sérstöku fræðigreinum, heldur í ótál mörgu. Hann reyndi ekki að sýna mentun sína, með því að tildra henni fram; til þess var hann alt of vel ment- aður maður; en hún kom sjálfkrafa og eðlilega í ljós. Manni eins og honum var ómögulegt að tála við aðra án þess að fræða. Hann vissi af því, að hann átti óvenjulega mikinn þekkingarforða og til þess hafði hann líka fullan rétt. Það var einkum hin frábæra þekking hans á málfræði, sem kom í ljós í sam- ræðum. Eitt einasta orð gat vakið at- hygli hans, og kom það þá fyrir, að hann skaut langri sögu um orðið, upp- runa þess og þroska, inn í samræðuna, án þess að hún slitnaði við það. Hann hafði framúrskarandi gott lag á því að útskýra og leysa greiðlega úr öllum spurningum, og hdfði hann eflaust orð- ið afbragðs kennari, ef kensla hefði verið aðalstarf hans. Það var sem hann myndi alt út í æsar, enda hafði hann lesið og unnið með athygli. Einn dag kom eg með honum í bókhlöðu há- skólans. Sýndi hann mér þar meðal annars grískt handrit af nýja testa- mentinu, eða einhverjum hluta þess. Fletti hann upp í því á ýmsum stöðum og benti á mismun í orðlagi í því og öðrum handritum nýja testamentisins. Og svona var með alt er laut að sögu- legum fræðum, tungumálum og bók- mentum, hann var jafn vel heima í öllu. Tungumálaþekkingu hans var við brugðið. Eru það litlar ýkjur, sem sagt var um hann einu sinm, að hann gæti talað tólf tungumál í einu. Hann tal aði, auk fslenzkunnar og Enskunnar, öll Norðurlandamálin, Frönsku og Þýzku. Sænsku talaði hann alveg eins og innfæddur maður. ítölsku og Spönsku hafði hann einnig lagt stund á. Fornmálin kunni hann ágætlega og auk þess Hebresku og nokkuð í Sans- krít. Skoðanir sínar varði Eiríkur af kappi, þegar því var að skifta, og hætti honum ef til vill við, líkt og mörgum kappsmönnum, að gera fremur lítið úr skoðunum andstæðinga sinna. Komst hann stundum í snarpar ritdeilur og hélt máli sínu ávalt fram sleitulaust. Enginn þurfti að ætla sér, að fá hann til þess að fallast á það sem hann hafði ekki hugsað vel um sjálfur eða honum fanst miður senni'legt. Er til spaugleg saga um viðureign hans og trúboða nokkurs, vestur-íslenzks, sem kom til hans og vildi ræða við hann um trú- mál, eða, réttara sagt, vildi boða hon- um trú sína. Mannmum var boðið mn í lestrarherbergi Eiríks’ sem var uppi á lofti, en kona Eiríks fór að sjá um góð- gerðir handa honum. Eftir nokkra stund heyrir hún að Eiríkur og trúboð- inn eru komnir í allharða deilu uppi á loftinu og smáharðnar deilan, þar til trúboðinn kemur í hendingskasti ofan stigann og stekkur út, án þess að kveðja. En Eiríkur stendur eftir uppi á loftinu og hrópar á eftir honum fá orð í fullri meiningu um það, hvert hann skuli fara. Ha'fði hann þá orðið afar reiður vegna þess að maðurinn ætlaði umsvifalaust og með talsverðri frekju að fá Eirík til þess að fallast á sínar skoðanir. Sagði frú Sigríður, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.