Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 39
Eftir Arnrúnu frá Felli.
*
Amma mín góí>.
Þóranna í Kjartanshúsi sat og
prjónaði prjónaði af svo miklu
kappi, að ekki sáust prjónaskil. Það
var engin furða, þó hún væri alment
kölluð “Prjóna-Nanna”, því fáar eða
engar stóðu henni á sporði. — Og svo
hafði hún alið aldur sinn á Sandfirði.
“Tvær skotthúfur, tvær og fimtíu;
tvær hyrnur, fimm hvor; einir fingra-
vetlingar. — Hver er nú að koma upp
stigann? — Þrjú pör af sjóvetlingum.
— Kom inn! ”
“Komi hún blessuð! Verst hvað eg
ber mikinn snjó inn. En þú veizt
hvernig færðin er á kattarhryggnum
tnilli Glundroðans og Gummabúðar-
innar. — Þakka þér fyrir! Eg ætla
að stappa svolítið betur af mér. —
Blessuð er hlýjan. Mikið hefir hann
kakkað niður af snjónum undanfar-
>ð,” sagði Geirfinna Davíðskona, um
leið og hún settist fyrir framan ofn-
inn.
Taktu af þér hettuklútinn og sjal-
>ð, Geirfinna. Sestu á sófann og
láttu fara vel um þig..” Þóranna ýtti
gleraugunum framar á nefið, og hélt
svo áfram að prjóna.
Það fer vel um mig hérna, elska.
Eg ber bleytu inn á skinngæruna, sem
frúin að sunnan skenkti þér. Eg vikh
einhver vildi hugsa svo hlýtt til
mín, þá þyrfti eg ekki að taka svona
út af fótakulda ems og eg geri. — En
eg held að fólk muni nú ekki eftir fá-
tæklingum eins og henni Finnu minni.”
“Ekki munu detta af því gullhring-
irnir, gæruskinns.greyinu, þó þú stíg-
ir á það, Geirfinna sæl. — En hvað
segirðu annars í fréttum?”
“Alt heldur tíðindalítið núna í
harðindunum — án þess eg viti það
þó. Eg fer aldrei neitt, og enginn
segir mér neitt — fólk er ekki að
heimsækja kotunga eins og mig. — Eg
fæ ekki heimsóknir af heldri frúm, eins
og Villi volaði og Jón með nebbann.
Eg geri ráð fyrir að þær rati ekki of-
an í Rúnkakot, þessar fínu kvenfé-
lags-dömur; minsta kosti lenda ekki
aurarnir þeirra ofan í börnunum mín-
um. — Nei, eg segi ekkert í fréttum.
Þú hefir auðvitað heyrt um drabbið í
Holgeiri konsúls? — Nei, er það nú
satt? — Það er þó á hvers manns vör-
um. — Eilíft fyllirí og “Bridge-partí
— rétt að eg kann að nefna það.
Maður talar nú ekki um allar sögurn-
ar um stúlkur, sem —”
“Oft verður góður hestur úr göld-
um fola,” sagði Þóranna hæglætis-
lega um leið og hún mældi sokkinn.—
“Þú drekkur kaffisopa hjá mér — eg
held eg hafi dálítinn jólakökubita, ef
eg leita vel.”
L