Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Qupperneq 47
TVÆR SÖGUR
45
frændfólk. En hvar á eg að láta þau
vera?”
“Hérna inni. Hún getur sofið 1
rúminu þínu, og haft börnin hjá sér.
— Það er ekki meira en annað, þó þú
leggir það á þig að sofa á gólfinu
þangað til piltarnir fara. Það var
bara fyrirsláttur, þegar eg var að
kalsa á við þig að fá herbergið pilt-
anna. Það er ekki meira en annað.
segi eg; því þú hefir gengið álls á mis
í aldarfjórðung, til þess að láta Guð-
ríði Hrólfsdóttur líða vel.”
“Hvaða vitleysa, Sigmar! Eg hefi
ekki farið alls á mi's. Svo er ekki eins
og eg þurfi að liggja á flatsæng —
það getur farið alveg eins vel um mig
/ /f »*
i soranum.
“Hu, hum, Þóranna! Hvernig ætl-
arðu að greiða mig út úr þessari ó-
sannindaflækju, sem þú hefir vafið
mig 1 ?
“Eg get keypt rúm handa börnun-
um; og fengið Stebba gamla til að
mála herbergi piltanna, strax og þeir
fara.”
“Hvað er þetta, manneskja? Heyrð-
irðu ekki, hvað eg sagði?”
“Jú — ha — ósannindaflækju?”
“Já, eg sagði ósannindaflækju, eða
réttara sagt, lyganeti.”
“Við hvað áttu?”
“Eg á auðvitað við það, að eg hefi
látið Guðríði standa í þeirri meiningu,
að eg hafi alið hana upp, kostað hana
til menta, gefið henni hundrað krónur
í brúðargjöf; borgað útfarkostnað
mannsins hennar sálaða; og lagt henni
síðan Jóhann heitinn dó, í fyrravor.
— Því þó eg sé gamall syndaselur, þá
hefir mig oft flökrað við að taka á
móti þakklæti, sem öðrum bar með
réttu. — Það er aðeins eitt, sem eg
get talið mér til gildis, og það er það.
að eg beiddi hana að láta telpuhnoð-
ann heita Þórönnu — og svo bætti eg
stundum nokkrum krónum við og
sagði að það væri frá þér.”
“Nei, gerðirðu það?” Roði færð-
íst í kinnar Þórönnu.
“Ojæja, eg gerði það nú, þó eg sé
bölvaður. — Hvað er það annars
mikið, prjónlesið, sem þú ætlar að láta
hofróðuna í Gummabúð selja?”
“Tvær skotthúfur, tvær hyrnur,
þrjú pör af sjóvetlingum, einir
fingra —”
“Komdu með það, lof mér að líta
á það. — Það er ekki nema ein húfa,
og einn skakki, og engir sjóvetlingar!
— Hvar er rauði skakkinn, sem þú
varst að kögra í gærkvöldi?”
4 íT-’ »»
Eg — eg —
“Þú hefir náttúrlega látið snýkja
hann út úr þér! — Því segi eg það!”
“Nei, nei, Sigmar! Eg gaf Nýju
hann; hún kom hingað í kvöld.”
“Jæja, jæja. Ekki ætti eg að
skifta mér af því, þó þú gefir úr þér
augun og farir á sveitina. — “Lengi
tekur sjórinn við, eldurinn og hún
amma mín,” sagði strákurinn. — Þér
finst víst ekki nógu margir á bænum.
Hefirðu ekki meira? Hvað viltu fá
mikið fyrir allan hlutinn — þorsk, ýsu
og tros upp til hópa? Eg ætla að
kaupa það. Verst hvað þar er lítið.
Þú berð ekki nafn með rentu, ha!
ha!”
“Vertu ekki að þessari vitleysu.
Sigmar! Hvað ætlar þú að gera við
skotthúfu og fingravetlinga?”
“En sá dónaskapur! Spyrja fólk
hvað það ætli að gera við hluti, sem
það kaupir. Ekki gerir gull-goðið í