Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Qupperneq 49
TYÆR SÖGUR
47
“Það hljóta þær að vita, sem kaupa,
svaraði Sólrún brosandi, um leicS og
hún smeygði sér úr “lastings” svunt-
unni.
Sigurður leit upp frá peningaskúff-
unni: “Þið vercSicS að ganga í gegn,
stúlkur, nýlenduvörudeildin er opin.—
Og þér, Halldóra, getið fengið kaupicS
fyrir þessa útsöludaga, á mánudaginn,
vitjað þess á skrifstofunni einhvern-
tíma fyrir 5. Og ef vjð þurfum stúlku
um lestirnar, þá skal eg hugsa til ycSar.”
Bergþóra í Ieirvörudeildinni lang-
geispaði fyrir framan spegilbrot, sem
hún hafcSi reist upp við þvottakönnu;
hún var að enda við að laga á sér slifs-
ið-
“Ekki svona hátt! ” kallaði Leifi
Jóns, um leið og hann selbitaði þráð-
arenda af jakkaerminni — “eg ætla
að standa fyrir utan.”
“Duddi minn og Simbi kóngur!
hvað þú getur verið “vigtugur” yfir
jafn gatslitinni fyndni; minnir að þessi
skrítla væri í “Æskunni” um alda-
mótin.”
“Varstu ekki hætt að lesa “Æsk-
una” þá?” spurði Leifi og sperti upp
augun.
Bergþóra stokkroðnaði. — Hún hélt
því leyndu hve gömul hún var — en
búðarmennirnir kölluðu hana — sín
á milli — “Beggu pipar-pakkhús”.
“Ónei, Leifi litli, eg les “Æskuna”
þann dag í dag; og þykir engin skömm
að. Les hana meðan sumt fólk fer á
“Gúttó skrall”, til að ná sér í aðgöngu-
miða að Vífilsstöðum. Eg veit um
fólk hér hjá Kjaldal, sem þegar er bú-
ið að leggja drög fyrir Vífilsstaða
“billetti”. — Ef til vill þarftu ekki að
ómaka þig ofan í Templarasund, ef þú
heldur áfram að vera með vissu fólki,”
hvíslaði Bergþóra, um leið og húr
sendi Leifa ískalt augnaskeyti.
Hansína og Sólrún komu inn í þessu
“Hvernig líður fólkinu í “letigarði”
hafið þið getað haldið ykkur vakandi
í dag?” spurði Sólrún hlæjandi.
“Eg hefi selt líkt og vant er, þrátt
fyrir “útsöluna miklu” hjá ykkur, og
Þorleifur hefir haldið sér vakandi með
því að gá á klukkuna. — Eg býst við
að hann sé fær um stóra og litla “rúnt’
í kvöld.” Bergþóra rauk fram í ný-
lenduvörudeildina og skelti á eftir sér
“Liggur illa á sumu fólki í dag?’
spurði Sólrún og deplaði augunum
framan í Leifa.
“Hún er óþolandi, eins og allar -—’
hann leit í kringum sig, og sá að Hans-
ína háfði haldið strikið fram í mat-
vörubúðina — “óþolandi eins og öll
pipar-pakkhús.”
“Hansína er allra bezta manneskja:
eg veit hvað hún hefir verið mér góð
— nærri því eins og hún gæti verið
móðir mín.”
“Já, og snuprað þig þegar þú hefii
komið seint heim, — rétt eins og húu
væri móðir þfn! Ha! ha!”
“Þú mátt ekki tala svona kuldalega
um Hönsu, Leifi; hún hefir fundið að
því — sem von er — þegar eg hefi
komið heim eftir 12; hún er svo svefn
stygg.”
“Þú ættir að fá þér herbergi út af
fyrir þig, eins og eg hefi marg sagl
þér; mér er of ant um þig til þess að
vita af því, að þú fáir snuprur og ónot
En heyrðu! Þú kemur með mér
Gúttó í kvöld; þar verður skemtun
með dans á eftir. Ef Hansa hex hvæs-
ir pipar framan í þig, þá segðu henn;
frá mér, að hana varði ekki um það