Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 53
TVÆK SÖGUlí
51
Hún sogaði að sér næturloftið. “Við
skulum ganga svolítið. — Svei mér ef
það var ekki nærri liðið yfir mig.”
Hún brosti dauflega. “Það er líka
ekki furða, þegar það er þriðjungi
fleira fólk en ætti að vera.”
“Já, eg var dauðhræddur um að
það ætlaði að líða yfir þig; eg varð
svo feginn að ekki varð af því- —
Það er svo sem auðvitað, hvað fólk
mundi hafa sagt, ef liðið hefði yfir
þig. — Eg hugsaði sem svo: Það er
ilt að heita strákur, og vinna ekki tii
þess.”
“Við hvað áttu?”
“Ó, svo sem ekki neitt.’” Hann
veifaði stafnum í kringum sig. “Líður
þér betur?”
“Já, þákka þér fyrir, mér Iíður held-
ur vel.” Hún vildi ekki segja honum
af stingnum, sem hún fann til í vinstr
síðunni. — “En eg held nú samt, að
það sé bezt fyrir mig að fara heim.”
“Eg geri ráð fyrir því,” sagði Leifi.
Um leið dæsti hann mæðulega.
Svo héldu þau vestur á bóginn.
Hann tók utan um hana og kysti
hana þegjandi, þar sem skuggsýnast
var á Landakotsstígnum.
“Af hverju ertu svona þegjanda-
legur; því segirðu mér ekki að þú
elskir mig, eins og þú ert vanur?”
“Þú veizt það, elsku bezta. Var
eg ekki að enda við að kyssa þig? Þú
veizt að eg vil láta sólina verma mig.
— kýs ekkert frekar. — Eg vildi að
þú værir ekki á leið heim til kerlingar-
innar.”
“Leifi! hvenær eigum við að opm-
bera?”
“Opinbera hvað?”
“Opinbera hvað? Trúlofun okk-
ar! Sæll vertu, ókunnugur.”
“Erum við annars trúlofuð?”
“Erum við annars trúlofuð! Þyk-
istu vera að stríða mér? Erurn við
annars trúlofuð?” Hún reyndi að
hlæja, en hláturinn storknaði, og varð
að kökk í hálsinum á henni. — “Ef til
vill erum við alls ekki trúlofuð, þó þú
hafir ekki gert annað í allan vetur —
hvenær sem þú hefir haft tækifæri —
varla gert annað, er mér óhætt að
segja, en að kyssa mig og segja að þú
elskaðir mig; meira að segja, þú hefir
þrisvar sagt að þú gætir dáið fyrir
mig.”
Hann reyndi að kyssa hana, en hún
vatt sér undan.
“Svona, svona, elsku Rúna, þú mátt
ekki láta þykkjuský draga fyrir sól-
ina- Lof mér að lesa sólrúnirnar í
blástjörnum þínum. Auðvitað erum
við trúlofuð; eg var bara að stríða
þér; þú getur ekki tekið spaugi, eins
og gott fólk. Það ætti að vera kom-
ið inn í þitt glóbjarta höfuð, að eg er
voða hrifinn af þér, og vil alt fyrir þig
gera. — Ertu nú ánægð? Kystu mig
þá, og vertu góð. — Eg vissi það. —
Heyrðu! viltu lofa mér því, að flytja
frá norninni um mánaðamótin?”
“Eigum við ekki að opiribera á sum-
ardaginn fyrsta?”
“Ætlarðu þá að flytja? — Viltu
sveija þér upp á það?”
“Þú ætlar þá að hafa hringana til á
síðasta vetrardag?”
“Þó þú viljir nokkrar tylftir. Nóg
af þeim í Ingólfshvoli; séð þá í glugg-
anum þar. Segðu þá: Svei mér þá.”
««C * ' 1 ' »*
ovei mer pa.
“Eg ætla að vara þig við því, að eg
er ékki lambið að leika sér við; mér
skal verða að mæta, ef Hansa hex ger-
• << rJf ” 99
ir muour .