Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 54
52 TIMARIT ÞJÓÐRÆIvNISTkLAGS ÍSLENDINGA “Þú þarft ekki að vera hræddur um það. Góða nótt.” Rúna smeygði af sér gljáskónum, og læddist upp stigann; hún opnaði hurðina gætilega; það logaði dauflega á litlum náttlampa á borðinu. Drauga- birtu brá á grafskriftina sem hékk yfir kommóðunni. Heitt og þungt loft var í herberginu. Ef hún aðeins þyrði að opna gluggann! En þá mundi Hansa vakna og þá var auðvitað, hvað klukE- an slægi. — Hún smeygði sér úr fötun- um, lyfti rönd af sænginni, og lagðist útaf. En hún gat ekki sofnað. Sár hósti ásótti hana. Hún reyndi að kæfa hann með koddahorninu, en verkurinn í vinstri síðunni ýfðist við hverja hósta- hviðu. — Samtál heirra Hansínu ryfj- aðist upp; mynd af Vífilsstöðum, hvítum og alvarlegum, varð að vöku- staurum, sem særðu hvarmana, þegar hún reyndi að láta aftur augun og sofna “Nei, þetta dugði ekki, hún varð að opna gluggann, annars mundi hún ekki fá dúr á auga. Hún læddist fram úr; opnaði gluggann, en það hafði hvest, svo hann skeltist. Hansína rauk upp með andfælum: “Sólrún! Ertu gengin af vitinu- Stendur þú ekki þarna á náttkjólnum fraijimi fyrir glugga upp á gátt og læt- ur “trekkinn” blása í seglin. — Viltu gera svo vel og loka glugganum, svo fraimarlega sem þú ert ekki að hugsa um að fremja sjálfsmorð. “Það er svo þungt loft hérna. Það er svo mikil ýsu —” “Auðvitað, ef þú ert að hugsa um að krækja í lungnabólgu; blessuð vertu, hafðu þá opinn gluggann. — Ef það er meiningin, þá vil eg fá að vita það; eg ætla þá sem sé að klæða mig og fara út.” Só'lrún lét aftur gluggann og skreið upp í. “Þú hríðskelfur. Er það nú líka furða!. Hansína klifraðist fram úr rúminu, kveikti á olíuvélinni, setti könnuna á hringina, og taútaði fyrir munni sér, að hún kærði sig ekki um að sjá fólk hrökkva af klakknum fyrir augunum á sér, ef hún gæti gert við því, hún skyldi samt ekki láta sér detta í hug að hún Hansína sín ætlaði að fara að drekka kaffi um hánótt. “En hvað þú ert góð, Hansa mín. Eg held jafnvel að eg gæti drukkið sængurkonu-te. — eitthvað heitt. — Mér er svo voða kalt. — Æ, eg vildi eg vissi hvað eg ætti að gera —” “Vildir þú vissir hvað?” “Ekki neitt, svo sem.” Sólrún vaknaði á sunnudagsmorg- uninn við ylmandi kaffilykt. Klukkan var hálf ellefu. Hansína var ekki inni; hún hafði farið allra sinna ferða, án þess að Rúna rumskaði. Þetta var áreiðanlega hún, sem kom upp stig- ann; hún steig æfinlega svo þungt til jarðar. — Líklega farið niður á horn- ið til að sækja með kaffinu. — Hvern- ig átti hún að koma sér að því, að segja henni að hún ætlaði að flytja- • “Góðan daginn, svefnpurka. Hérna eru heitar bollur með kaffinu. Hnýttu á þig hyrnuna þína, ef þú ert að hugsa um að setjast upp; þú ert auðvitað gegndrepa eins og vant er.” “Eg held eg hafi ekki lyst á neinu með kaffinu”. Hún lagði frá sér “bolluna” hálfkláraða. -—- “Eg er al- veg nývöknuð — eg get borðað af- ganginn seinna — þegar eg er komin á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.