Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 60
58
TÍMARIT I>JÓÐRÆKNISFÉLAjGiS ISLENDINOA
ana svo hnúarnir hvítnuðu. — “Er
þetta nú nýjasta ráðið til að forðast
mig — til að svíkja það sem þú hátíð-
lega lofaðir og sveiaðir þér upp á —
að flytja, og láta nornina vera norn, og
hexið hex?”
“Leifi! elsku Leifi! þú hefir mig
fyrir —”
“Elsku Leifi! Það getur nú verið
“gott nokk”. — En þú ert bara að
stríða mér, þú ert búin að fá herbergi
hérna í bænum. —- Mér finst það ljótt
af þér að koma mér í ilt skap.”
“Eins og — það veit sá sem alt veit
— eg er að segja þér eins og er. Eg
verð að fara; verð að vera burtu í vor
og sumar; læknir sagði að eg yrði —”
“Læknir?”
“Hann sagði að það væri svolítill
aumur blettur á vinstra lunganu — þú
veizt eg hefi haft vont kvef. — Nei,
nei, það er ekki það, — eg fullvissa
þig, það er ekki þ>að.” — Tárir
streymdu niður kinnar hennar. — “Eg
má bara til að vera í góðu lofti og
hvíla mig um tíma — aðeins vont
kvef. — Ha! hvað segðirðu?”
“Eg sagði bara asni, bölvaður gras-
' I 99
asni!
“Því talarðu svona um lækninn;
heldurðu hann hafi ekki vit á því?”
Hún fálmaði eftir vasaklút.
“Lækninn! Ha! ha! Hefi eg sagt
eitt einasta stygðaryrði um nokkurn
lækni, þessa heims né annars? — Nei,
eg meinti ekki lækni. — En er þetta
nú ekki einn hlekkurinn í útúrdúra-
keðjunni? — Geturðu sannað mér að
þú hafir farið til læknis?” — Hann
greip harðneskjulega um úlflið hennar.
Hún fór ofan í vasa sinn og lagði
lyfseðilinn á borðið.
Hann einblíndi á seðilinn °g staf-
aði: K-r-e-o-s-o-t — Kreosot! Með
öðrum orðum: Tæring! Hann var
náfölur. — “Svo þetta hefirðu haft
upp úr því að hlýða mér ekki; þetta
hefir þér áskotnast hjá uglunni á
Bræðraborgarstígnum, sem bjó með
tæringarveikum manni í mörg ár —
eg frétti það nýskeð. Með henni hef-
ir þú viljað vera; en gagnvart mér hef-
ír þú verið gaddfreðin eins og Grýlu-
kerti.”
“Elsku, hjartans Leifi! Ertu alveg
búinn að gleyma því, að þú ert að tala
við unnustuna þína -— konuefnið þitt,”
sagði hún flóandi í tárum.
“Konuefnið! Ha! ha! Hvað er
meira fyrir mig að enda ekki það, sem
eg Iofa; þegar þú hefir svikið öll þín
loforð. — Eftir á að hyggja: Hefi eg
nókkurntíma beðið þig að giftast
mér?” hvíslaði hann út á milli tann-
anna.
“Leifi! ” æpti Rúna.
“Já, reyndu nú að kóróna það með
“uppistandi” og “skandala”.” Hann
greip um handlegg hennar, ýtti henni
út, fleygði krónu á borðið, og skelti
aftur hurðinni.
Rúna tók til fótanna.
“Hvert ætlarðu að rása?” kallaði
hann á eftir henni.
“Snertu mig ekki! Ef þú vogar að
snerta mig, skal eg æpa og gjöra allan
þann “skandala”, sem eg orka. —
Gáttu hinumegin á götunni, svo þú
sýkist ekki! ”
“Rúna! Eg vildi gjarna hjálpa þér
um peninga, ef eg hefði þá til; en þú
veizt eins vel og eg, hvað tilfinnanleg
dýrtíðin er.”
“Til að borga húsaleigu, eins og sagt
er að vissir menn geri fyrir vissar stúlk-
ur! Nei, tak!”