Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 72
70
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISTÉLAGS ÍSLENDJNGA
betur en eigi, að mynd hans og stutt
æfiágrip fylgi hinni ágætu ritgerS hans
hér að framan. Alt sem lýtur að ís-
lenzkum fræðum og menningarsögu
norrænna þjóða, hafa verið hans kær-
ustu umhugsunaréfni, næst hljómfræð-
inni. Er það óvanalegt með listamenn,
að þeir leggi stund á annað en það,
sem beint snertir þeirra sérstöku grein,
en svo er Percy Grainger óvanalegur
maður í öllum skilningi. Hann er í húð
og hár Engil-Saxi í orðsins bezta skiln-
ingi, ann mentum og fræðum jafn heitt
og innilega og sagnaritararnir fornu.
Með jáfnmikilli lotningu fyrir þjóðleg-
um listum og fræðum, sem ættí hann að
nýju að rita Aldarfarsbók Beda prests
eða “Kronikur” Elfráðs hins mikla,
hefir hann safnað saman þjóðlögum
og þjóðsöngvabrotum enskum og
smíðað úr þeim hin dýrðlegustu lista-
verk. Fyrir það er hann sérstáklega
kunnur meðal höfuð-tónsnillinga ald-
arinnar. Suðræn áhrif og óenskan
hugsunarhátt fyrirlítur hann í fari
þjóðar sinnar. Endurfæðing þjóðar-
innar verður að gerast fyrir kraft sax-
neskrar lífsskoðunar og heimspeki.
Hann er einskonar Grundtvig hinna
engil-saxnesku þjóða.
Hann hefir aflað sér þeirrar þekk-
ingar á öllum scandinavisku málunum,
að hann les þau og talar, og skilningur
hans á fornu bókmentunum íslenzku
er einkar greinargóður, svo að þar
munu eigi margir snjallari, svo sem rit-
gerð hans ber með sér. Er ósagt, að
íslenzkir fræðimenn hafi betur kunnað
að skýra, í hverju fólgið sé ágæti forn-
sagnanna, en hann gerir. — “Sagan
gerist — vex — jafn eðlilega og hlut-
drægnislaust og lífið sjálft.” — Hann
er mikiil vin Norðurlanda, og eru það
þjóðernis-einkennin, sem hann finnur
hjá Norðurlandaþjóðunum, er aðal-
lega bera til þess. Finnast honum þau
heilbrigðari og hreinni, lífinu sam-
kvæmari, “saxneskari”, eins og hann
myndi segja, en þau, sem heimsmenn-
ingin hefir smíðað. Að eðli og anda
er hann víkingur, með bjargíasta trú á
einstaklingsréttinn og frelsið að Iifa og
láta koma í Ijós það ágæti, sem hjá
mannmum býr, þó eigi falli það í mót
tízkunnar, eða prjálist í snöggfeldum,
nýmóðins klæðum. Hreysti og dreng-
skapur, og eðlileg óþvinguð gleði, eru
honum hin háleitustu hnoss. Segja
söngfróðir menn, að þetta komi fram í
sönglögum hans og í þeim skóla, sem
hann hefir s'kapað í heimi hljómlistar-
innar. “Lífið er dásamlegt, ef dugur
fylgir,” er orðtak hans. — Eftir skoð-
un hans er það þessi lífsspeki, sem
fram kemur í þjóðdönsum, þjóðlögum,
þjóðlegum siðum, og öllu, sem að
þjóðmenningu lýtur og sprottið er af
anda og lífsreynslu þjóðanna, — eink-
um hinna norðlægari. Orð hans um
íslendinga (í ritgerðinni að framan)
eru ef til vill hvað sönnust um sjálfan
hann. Hann er í bezta skilningi þjóð-
ernis-sinni (racialisl).
Þegar vér íslendingar hugsum um
það, hverskonar menn það eru, meðal
útlendra þjóða, sem mest met leggja á
tungu vora og hinn þjóðernislega arf
vorn, ætti það að vera oss næg sönnun
fyrir því að hann sé einhvers virði; að
hann sé sá kjörgripur, að meðan hann
helzt í eigu vorri, megum vér teljast
fullauðugir menn. Því trúa má því
að þeir kunni eigi síður að meta ágæti
hans, en þeir, sem fátt er til “lista”
lagt, er meta hann að engu. Þegar
vér hugleiðum, .að það eru aðrir eins