Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 77
SUNDUBLAUSAR HUGSANIR.
75
ræknisstarf Vestur-íslendinga. Þegar
hún er öll komin, verður öllum íslend-
mgum, sem nenna að lesa hana, Ijöst
frumbyggjastarf Vestur-lslendinga í
kjóðernismlálinu. Enginn mun neita
því, að það hafi borið árangur, haldið
við íslenzku máli og tilfinningunni
fyrir íslenzkum þjóðkostum. Þarf
ekki annað en minna á, því til sönnun-
ar, íslenzku blaða- og bóka-útgáfurn-
ar, lestrarfélögin og kirkjufélögin.
Að lesa vikulega íslenzk blöð, og eiga
aðgang að íslenzkum bókasöfnum,
hlýða á íslenzkar guðsþjónustur á
hverri helgi, og eiga kost á íslenzkri
kenslu á sunnudagaskólum, hefir ver-
ið mikilsvert lífsviðhald íslenzkunni
hér vestan hafs, þó stofnun slíkra fé-
laga hafi á yfirborðinu verið t’.l að
efla þekking Vestur-íslendinga á þjóð-
högum hér og innræta þeim kristin-
dómshugmyndir.
Eg heyrði einu sinni íslenzkan mann
heima á Islandi spyrja enskan mann að
því, hvernig hann ætti að fara að því,
er hann kæmi til Englands (hann ætl-
aði þangað), að verða sem fyrst “inn-
lifaður málinu” (hann orðaði það
svo). “Farðu sem oftast í kirkju og
á leikhúsin,” var svar Englendingsins.
Hann hafði næma tilfinning fyrir því,
að það gerði málið lifandi í huga þess,
er á hlýddi, þegar hann heyrði, á
hverju máli sem væri, talað um það,
sem mest ihrifi á tilfinningarnar, og
honum væri ef til vill hjartfólgnast.
Og er það í samræmi við skoðun þá,
er hinn mikli andans maður Dana.
Grundtvig, sagði:
MóðurmláliS á hjartans hreim
sem hljómur, er útlend tala.” (M. J.)
Og nú er Þjóðræknisfélagið stofn-
að, hefir dregið á stöng hreinan fána,
lýst yfir því, að það vilji vinna að því
að vernda íslenzkt mál hér vestan
hafs, auka þekkingu á íslenzkum bók-
mentum, reyna að efla sambandið við
íslenzku þjóðina heima og gera það
hlýrra og víðtækara, og stuðla að því
að Vestur-fslendingar verði sem beztir
Canadaborgarar, meðal annars með
því, að 'halda við sínum beztu íslenzku
kostum og beita þeim til eflingar því,
sem bezt er í canadisku þjóðlífi, og
jafnframt að auðga og efla rækt Vest-
ur-fslendinga til fslands og hinnar ís-
lenzku þjóðar. — Eru þeir margir í
hópi Vestur-íslendinga, sem geta sagt
það af sannfæringu, að þetta hlutverk
sé göfugt hlutverk?
f ágætis ritgerð um þjóðar-arf og
þjóðrækni, í 1. árgangi Tímarits Þjóð-
ræknisfélagsins, eftir séra Guttorm
Guttormsson, er svo að orði kveðið:
“ÞaS er einmitt framtíSin, sem
aSallega er um aS hugsa í sam.
bandi viS þetta mál, um viShald
vestur-ísfenzks þjóSernis. Fyrir
hana gerum vér þaS, sem gert verS-
ur í þessu máli, og þaS ,sem vér
látum ógert, verSur hennar tap......
Hvort sem fyrir oss liggur aS
hreppa hagstæS veSur eSa mót-
vinda, þá er svo mikiS víst, aS ef
vér leggjum árar í bát nú og tökum
ranga stefnu, þá er öll von úti."
Eg hefi leyft mér að endurtaka hér
þessi orð séra Guttorms, því þau eru
eins og góðu vísurnar, sem ekki verða
of oft kveðnar. Ef við viljum, sem
þjóðflokkur, halda við þjóðar-arfi
okkar hér vestan hafs, þá verðum við
að hugsa um framtíðina; við verðum