Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 81
SUNDURLAUSAR HUGSANIR.
79
f
■ö.íu megni stuðla að því, að viðhalda
hér íslenzku máli og íslenzkri þjóð-
rækni, meðan kostur er á; og að þessu
vinna þeir með fullri sannfæring um,
að það auki menningargildi sitt sem
Canadaborgara, að missa ekki sína
þjóðlegu íslenzku rót. — I öðrum
flokknum eru þeir, sem telja það land-
ráðum næst við Canada, að vera að
hugsa um nokkuð íslenzkt; bezt sé að
sópa því öllu burt úr huga sínum og
höllum sem allra fyrst. En tiltölulega
fáir eru þeir, sem koma opinberlega
fram með þessa skoðun. — í þriðja
flokknum eru þeir, sem að vísu unna
Islandi og íslenzkri þjóðmenning, en
hliðra sér hjá að taka þátt í nokkrum
samtökum til viðhalds íslenzku máli
og íslenzkri þjóðernistilfinning, ann-
■aðhvort af skorti á nógu heitri sann-
færing, eða þessari óbeit og tortryggni
á öllum félagsskap, er til samvinnu
horfir, sem er ættarfylgja fslendinga,
fylgir þeim sem vofa frá niðurlæging-
artímabili íslenzku þjóðarinnar, og
sem afar örðugt er að kveða niður
hjá hinni íslenzku þjóð. — Fyrsti
flokkurinn, sem hér er talinn, eru þeir
menn, er vmna hér að efling Þjóð-
ræknisfélagsins, og hlutverk þeirra er,
að vmna á sitt mál þá, sem taldir eru
• þriðja flokknum. f honum eru marg-
R mætir menn hér og miklir starfs-
kraftar, sem hjálpað gætu að leiða
þjóðræknismálið til sigurs, ef þeim
væri beitt í þarfir þess. — Vestur-ís-
fendingar verða að skipa sér í tvo
flokka í þessn máli, vera ekki veilir og
hálfir. Það er þjóðernisleg skylda
þeirra sem góðra fslendinga, er ekki
vilja sýna fyrirlitning ættstofni þeim,
sem þeir eru af runmr, og sem góðra
Canadaborgara, er að öllu því vilja
hlynna, er aukið gæti menningu Can-
adaþjóðarinnar, en hrinda úr vegi öllu
því, er stendur í vegi fyrir menningu
hennar, því það er aldrei of mikil á-
herzla á það lögð, að ef það stendur
í vegi fyrir canadiskri menningu, eins
og emstöku menn vilja halda fram, að
læra íslenzkt mál og rækta hér ís-
lenzka þjóðkosti og sameina þá cana-
diskum þjóðkostum, þá eru Vestur-
fslendingar að svíkja þjóðlega skyldu
sína sem Canadamenn með þjóðernis-
viðhaldinu, og þá er öllu því afli, sem
til þess er varið, á glæ kastað, og öll-
um þeim hundruðum þúsunda dala,
sem verið hefir verið til íslenzkra
bókakaupa og íslenzks félagsskapar,
svift frá canadisku þjóðheillastarfi.
En ef öil þessi viðleitni, að halda við
íslenzku máli, íslenzkum bókmentum
og fslenzkum þjóðkostum hér vestra,
og færa þessa menning, þessa þjóð-
kosti inn í canadiskt þjóðlíf, ef hún
eykur menningargildi fslendinga sem
canadiskra borgara, þá erum við að
ræna canadiska þjóðlífið mikilsverð-
um fjársjóð og menningarafli, ef við
látum íslenzkt mál, íslenzka bók-
mentaþekking og íslenzka þjóðkosti
deyja hér út, fyrir dáðleysi og sam-
vinnuskort. Við erum þá að svííkjast
um að efla hjá okkur það, sem gerir
okkur að betri Canadaborgurum.
Hér er verið að tefla um það, hvort
Vestur-íslendingar eigi nokkra þá
þjóðkosti, sem einhvers virði sé að
þroskist í canadisku þjóðlífi. En þjóð-
kostir geta ekki lifað og orðið að
starfandi afli, nema þeir fái áfram-
haldandi næringu frá þeirri rót, sem
þeir eru af sprottnir, og andlegt sam-
'band við heimaþjóðina er það gróðr-
arafl, sem viðheldur og endurnýjar