Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Qupperneq 82
80
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPKLAGS ISLENDINGA
starfsþolið til að halda við þjóðkost-
unum.
En hversu mikilsvert starf sem
Þjóðræknisfélagið getur af hendi leyst
til að viðhalda hér íslenzku máli, ís-
lenzkum bókmentum og hlýju sam-
bandi við heimaþjóðma, ef Vestur-
Islendingar styrkja það alment, þá
má því aldrei gleyma, að viðhald ís-
lenzks þjóðernis og viðhald íslenzkrar
tungu hér vestan hafs á altaf styrkustu
stoðina í istarfi einstaklinganna og
hvers heimilis, sem íslenzkt er. Ef
hætt er að tala íslenzku hversdagslega
á al-iíslenzkum heimilum, hætt að lesa
íslenzkar bókmentir, hætt að kenna
börnunum að lesa íslenzku, jafnframt
því að þau læri sem bezt enskuna, þá
er öl’lum íslenzkum þjóðernistilfinn-
ingum hér bani búinn, hvað mikið sem
Þjóðræknisfélagið reymr að starfa.
Og eitt vil eg að endingu minnast á.
Það er, hve afar nauðsynlegt það er
ifyrir viðhald íslenzkrar þjóðernistil-
finningar, að börnin læri íslenzk Ijóð.
Það er ömurlegt tímanna tákn hjá
Vestur-íslendingum, hvað óðum fjarar
út sú tilfinning að læra og lesa íslenzk
ljóð, ékki sízt hjá æskulýðnum, þó
heiðarlegar undantekningar finnist,
sem betur fer, í því efni. Ljóðlistin er
skrautbúningur málsins, og sönglistin
hátíðabúningur ljóðlistarinnar. Allir
íslenzkir foreldrar, sem þjóðerm sínu
unna, ættu, um fram alt, að kenna
börnum sínum að lesa og læra íslenzk
Ijóð. Og hinir mætu menn hér, sem
gera það að lífsstarfi sínu að kenna
sönglist, gætu hér miklu um þokað,
með því að láta íslenzka nemendur
svngja íslenzk ljóð, jafnhliða öðrum
fögrum ljóðum; og það er gleðilegt til
þess að vita, að margir þeirra gera
það líka. — Eitt af aðaleinkennum ís-
lenzku þjóðarinnar frá byrjun 'hefir
verið það, hvað hún hefir verið ljóð-
elsk, og þessi eiginleiki hefir átt mik-
inn og góðan þátt í því að gróðursetja
í íslenzku þjóðlífi margt drengilegt,
hreint og fagurt; og hverfi ástin til
Ijóða úr íslenzkri þjóðarmeðvitund,
hvort heldur er austan hafs eða vest-
an, þá er stórt skarð höggvið í þann
múr, sem verndar fagrar, hreinar og
drengilegar hugsanir í þjóðlífinu.
Ekkert hefir meiri áhrif á tilfinningalíf
æskumannsins, en að lesa og læra fög-
ur Ijóð, og ekkert er betri vörn móti
því, að sorglegar hugsanir festi rætur
í huga æskumannsins. — íslenzku
þjóðinni hefir ástin til ljóða verið ó-
metanlegt andlegt lífsvið'hald, þegar
mest krepti að, og sterk lyftistöng,
þegar endurreisn hennar byrjaði. Um
ljóðlistina íslenzku má eflaust segja
hið sama og séra Matthíias sagði um
málið íslenzka:
“ÞaS hefir voSa þungar tíSir
þjóSinni veriS guSleg móSir,
hennar Ijós í lágu hreysi,
langra kvelda jólaeldur,
ihennar brjóst viS hungri og þorsta,
hjartaskjól, þegar burt var sólin.”
íslenzkir foreldrar! Kenmð börn-
um ykkar öll hin fegurstu íslenzku
ljóð. Lestur þeirra og söngur glæðir
fagrar og hreinar hugsanir í barns-
hjartanu.
Það, sem mér hefir virzt vaka fyrir
þeim, er barist hafa fyrir því, að ís-
lenzku máli, íslenzkum þjóðkostum og
íslenzkri þjóðernistilfinning væri hald-
ið við meðal Vestur-íslendinga, er í
stuttu máli þetta: