Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 87
XÝ.TAH STEFNUR
85
skoðanirnar hafa umsteypst. Áhuga-
málin hafa beinst í alt aðra átt. Beztu
langanir mannanna Ieita sér nú full-
nægju á andlegri svæðum en áður-
Aldrei hafa menn því veriS fjar-
Iægari efnishyggjustéfnunni en nú.
Menn eru hættir aS trúa eingöngu og
s'kilyrSislaust á hið áþreifanlega, á
efmð. Hugirmr hafa sveigst frá hinu
hlutræna að því hugræna, að trúnni á
andann, sálina, á guð í mannsálinni
yfir öllu efm og áþreifanleik.
Hvergi kemur þetta iþó skýrara
fram en í skáldskaparstefnu þeirri,
sem nú er ríkjandi meðál nágranna
þjóðanna. Það er ekki efnisdýrkun-
in, sem þar situr í öndvegi. Athygl-
inni er alllri beint að hugrænum efn-
um. Yrkisefnin eru straumar og
bylgjubrot mannsandans, ljósbhk og
blæbrigði hins innra lífs — alt í raun
og veru lofsöngur til andans, bann-
færing á efninu og hinu ytra lífi; það
er Ieitandi flug inn í ódáinsheima
mannssálarinnar, bersýnileg þörf á
einhverjum grundvelli þar.
Vitanlega tók að bó'Ia á þessari
stefnu fyr en nú á síðustu árum. Hún
hefir legið í loíti um all-langan tíma.
Ljóðskáldin voru að verða lyrísk áft-
ur. Skáldsagnahöfundarnir að snúa
sér að sáiadífinu meira en þeir gerðu
meðan realisminn sat í öndvegi. Og
leikritaskáldin, þau, sem nokkurs eru
verð, taka nú til meðferðar mannssál-
ina oftar en storma og býltingar þjóð-
Irfsins.
— Það eru á'hrif þessarar öldu, sem
nú eru auðséð í skáldskap okkar fs-
lendinga; áhrif, sem gert hafa vart við
sig frá því á fyrra tugi þessarar aldar.
Við komumst ek'ki hjá því, íslend-
mgar, nú fremur en áður, að fylgjast
með andlegum stefnuskiftum og
straumhvörfum þjóðanna. Undiröld-
ur brimrótsins, sem svellur meðal ná-
grannaþjóðanna, ná altaf norður að
ströndum vorum. Þær ýta við okkur
og merkjast oft furðu fljótt, vegna
þess hvað þjóðlífið er lítið og grurm-
sævið andlega mikið. Skáldskapur
vor er því nú á sama ferlinum og ann-
ara þjóða. Hann er að breytast og
mótast af lífsskoðununum, verða and-
Iegri, fjarlægjast yfirborðið og leita
inn.
II.
Þeir, sem veitt hafa eftirtekt yngstu
ljóðabókunum íslenzku, munu hafa
tekið eftir því, að í þeim kennir nokk-
urs annars efnis og búnings en í bókum
þeirra, sem settu svip á skáldskaparlíf
vort fyrir og eftir aldamót-
Stefnubreytingarnar og straum-
hvörfin eru oftast fyrst sýnileg í Ijóða-
gerðinni. Ljóðskáldin boða að jafn
aði fyrst það, sem á að koma og er að
koma. Þau sýnast næmust fyrir ölll-
um veðrabrigðum hins andlega lífs.
Og s'káldin okkar eru ekki háð neinm
undantekningu í þessu efni. Ljóð-
skáldin okkar sýna það á undan hm-
um, sem fást við sögugerð, að augljóst
er aðstreymi nýrra linda í skáldskap
vorn, sem sétur á hann nýjan blæ og
fýllir hann endurfæðandi lífi.
Það >er lyrikin, kendar ljóðagerðin,
sem er að ná fótfestu í kvæðagerð-
inni. Þunga formið og ólistrænu yrk-
isefnin eru að þdka fyrir mýkra og
léttara formi og listrænm og fegurri
yrkisefnum.
Þó verður ekki sagt, að ættjarðar-
ljóð, kvæði um fornaldarhetjur, nátt-
úrulýsingar, episk Ijóð og söngvar um