Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 91

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 91
KÝiJAR STEENTTR 89 og fara stöðugt þverrandi- Nýgræð- ingurinn vakti litla aðdáun. En nú er hann orðinn að því gróðrarmagni í ís- lenzkri ljóðagerð, að enginn villist á lit þess og lífs-einkennum. IV. “Söngvar förumannsins”, eftir Stefán frá Hvítadal og “Svartar fjaðr- ir” eftir Davíð Stefánsson, eru merk- ustu ljóðábækur síðustu ára. Þær sýna breytinguna, sem á er orðin síðan um aldamót. Höfundar þeirra eru á faldi þeirrar öldu, sem hófst með þeim, sem fyr eru nefndir, og enn á eftir að rísa hærra. í ljóðum þeirra heyrast hjarta- slög hreinna kendarljóða. Þeir eiga margt, sem boðar glæsilega framtíð í íslenzkri lyrik. Það er fróðlegt að blaða í bó'kum þeirra og bera þær saman við eldri Ijóðasöfn. Maður verður óðara var við blæbrigðin, litaskiftin og mismun yrkisefnanna. Eitt a'f því, sem maður tekur eftir. er það, að ættjarðarljóðin eru horfin. Hvorugt þessara ungu skálda yrkir lof- eða aðdáunarkvæði um ættjörðina. Fortíð hennar og framtíð er þeim — að því er virðist —- óviðkomandi. Þeir eiga ekkert föðurland — í Ijóðum sín- um. Annar þeirra yr'kir eitt kvæði til landsmanna, sem hann nefnir “Hvöt” (Davíð Stefánsson: Svartar fjaðrir). Hinn ekkert. Og þessi “hvöt” er ó- tvíræður vottur þess, að höfundinum láta önnur yrkisefni betur. Kvæðið er ort mörgum sinnum áður áf íslenzkum skáldum- En í sambandi við þetta vakna margar hugsanir. Er þetta sprottið af því, að nú sé þörfin horfin að hýlla föðurlandið? Er ættjarðarást íslendinga að kólna? Eru þessi ungu skáld ekki jáfn góðir synir “móður sinnar” og þeir, sem áð- ur fögnuðu sigrum og grétu ósigra hennar? Eða stáfar þetta eingöngv af því, að landinu er veitt sjálfsfor- ræði, og því óþarfi að brýna ættjarð- arást landsmanna? Svörin verða ékki og geta ekki orð- ið nema á eina lund. Skáldakynslóðina ungu skortir ekki ást til lands og þjóðar. Lesa má víða milli I'ínanna í Ijóðum yngstu höfund- anna, að þeir bera í brjósti sér þræð- ina, sem tengja “son við móður” jafn “römmurn taugum” og þá, sem heitust ættjarðarljóð hafa ort. En sú tilfinn- ing er þeim ekki aðal-atriði. Nú eru ekki þeir tímar, sem hlejr>a föður- landsást ungra Islendinga í ljósan loga. En þó er hitt höfuð-atriðið, að ættjarð- arkvæði eru ékki í samræmi við skáld- eðli þeirra og einkenni. Lyrisk ljóð- gáfa þeirra stendur köld og skilnings- laus gagnvart þeim efnum- Þeir unna landinu. En þeir geta ekki ort um það. Strengirnir liggja innar og dýpra. Enginn, sem ann aukinni fegurð og þroska íslenzkra ljóða, mun harma þetta. Skáld vor hafa syndgað nóg á því að berja saman þessi svokölluðu ættjarðar'ljóð, fátæk og jafnvel ger- sneitt að aflri list og lifandi tilfinningu, mörg þeirra, þó innan um allan þann sæg glampi auðvitað á einstaka perlu. En það er önnur ást, sem hin yngri skáld setja í hásæti listar sinnar. Það er ástin á draumunum, óbundnu flugi hins víðförla mannshuga út um allar veráldir himins og jarðar. Henni syngja þeir löf og hana tilbiðja þeir. Og það er þessi drauma-ást, sem sýnir,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.