Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 99
ÞJ ÓÐRÆIvNlSSAMTÖK
97
ari við dagblaðið Free Press. Fyrir
áhrif konu sinnar Jærði liann að lesa og
jafnvel tala íslenzku). Var liún ætt-
uð úr Þingeyjarsýslu. Fyrsti forseti
félagsins var Millie Morris, en núver-
andi forseti þess er Jennie Ólafsson,
dóttir Ólafs J. Ólafssonar söðlasmiðs
frá Sveinsstöðum í Húnaþingi.. Er
þetta félag ungra kvenna í söfnuðinum
er liefir fyrir markmið hjúkrun og að-
hlynning þurfamanna og fátæklinga er
verða fyrir heilsumissi. Starfsemi fé-
lagsins er eingöngu bundin við Is-
Jendinga-
Um starf séra Jóns Bjarnasonar,
nema að því leyti sem það snertir
þjóðernismálið og viðhald íslenzkrar
tungu, eru eigi tök að ræða, en verk
Jrans eru bæði mörg og mikil á því
sviði. Hann var einlægur íslenzku-
vinur og eindregmn þjóðernis-sinni
alla æfi. Hann ritaði allra manna
smeklclegast og kjarnmest íslenzkt
mál, sem ritgerðir hans bera vott um.
Jdann var allra manna fróðastur um alt
sem laut að sögu íslenzku þjóðarinnar
frá fyrstu tímum, og allir þættirnir í
þeirri þjóðar-sögu voru lionum kærir.
Hann mælti jafnan með því, að ís-
lendingar legðu rækt við tungu sína
og bókmentir, kom það fram í ræðum
hans, eigi síður utan kirkju en innan.
í öllu því, er ritað hefir verið um séra
Jón Bjarnason, hefir lítið verið á það
minst, sem ef til vill var einkennilegast
í fari hans. Sjaldan mun hann hafa
staðið svo á fætur til að flytja ræðu
að hann eigi drægi fram dæmi úr ís-
lenzkum sögum máli sínu til skýring
ar, og fór þá stundum svo, að málefni
það, er um var að ræða, varð eigi
annað en skýring hinnar íslenzku sögu.
Prédikunarstíl kirkjunnar íslenzku
breytir hann svo, að jöfnum liöndum
dregur hann fram dæmin til útskýring-
ar umtalsefni sínu, úr íslendingasögum
sem úr ritningunni, og má vafasamt
telja, að eigi hafi hann álitið Islend-
ingasögurnar jafn helgar frásögum
Gamlatestamentisins. Eitt er víst, að
ekkert getur eðhlegra verið fyrir ís-
lenzka tilheyrendur en að líkingar séu
sóttar í fyrritíðarsögu, eða til munn-
mælasagna þjóðarinnar, í stað þess að
tína saman sögur og sagnir Suður- og
Áusturlandaþjóða, er hvorki snerta
menn né málefni. Það var sem að
meðfædd tilfinning hans segði honum
strax til, hvort ein eða önnur stefnan
beindist í þjóðernislega átt eða ann-
að. Því setti hann sig líka ávalt ein-
dregið á móti því, að kirkjufélag sitt
væri dregið ínn í hið mikla hérlenda
kirknasamband, “General Council”, er
til umsagna kom á mörgum hinna fyrri
kirkjuþinga. Var sem eitthvað segði
honum, að ef af þvílíku sambandi yrði
myndi íslenzkri tungu verða hætta bú-
in af þeim yfirgripsmikla félagsskap.
Fús var hann jafnan að styðja öll þau
fyrirtæki, er hann áleit að miða myndu
til gagns eða sæmdar fyrir þjóðina og
verður vikið að því síðar. Séra Jón
andaðist, eins og kunnugt er, miðviku-
dagsmorguninn 3. júní 1914 að heimili
sínu í Winnipeg, eftir langvarandi
sjúkdóm. Meðan á veikindum hans
stóð þjónaði séra Friðrik Friðriksson,
forstöðumaður Kristilegs félags ungra
manna í Rvík, söfnuði hans. Kom
hann vestur á vegum Kirkjufélagsins,
og dvaldi hér árlangt. Eftir fráfall
séra Jóns var séra Björn B(jörnsson)
Jónsson, forseti Kirkjufélagsins (frá
1908) kosinn prestur safnaðarins og
hefir hann þjónað söfnuðinum síðan.