Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 100
98
TÍMARIT RJÓÐRÆKNLSTJiLAGS ÍSLENDINGA
Haustið 1882 er stofnað einskonar
fræðifélag, og gekkst aðallega fyrir
því Björn Stefán Brynjólfsson (d.
1920, frá Skeggstöðum í Húna-
þingi, Brynjólfssonar). Hafði hann
stundað nám við mentaskóla í Green-
ville í Pennsylvaníuríki, með þeirri
fyrriætlan að gerast prestur, en hætti
við. Skóli þessi var eign kirkjufélags
Lútherstrúarmanna í Pennsylvaníu.
Nefndi hann félag þetta “The Oriental
Literary Society” (Hið austræna bók-
mentafélag). Hvernig á nafninu stóð
verður eigi sagt, en geta má þess til að
það hafi vísað til þess, að flestöll
menning álfunnar átti þá sitt aðsetur
í austurhluta landsins, því Vesturlandið
mátti þá heita ein eyðimörk. Ein-
kunnarorð tók félagið sér á latínu:
“per gradus”.Fundi hélt félagið fyrir
lokuðum dyrum. Hvað margir hafi í
félaginu staðið verður eigi sagt með
vissu, en alt voru það ungir menn. Til-
gangur félagsins var að afla þekkingar
með lestri góðra bóka, kynna félags-
mönnum hérlendar bókmentir, vekja
hjá þeim smekk fyrir hinum hærri
hugsanastefnum, og að auka víðsýni
þeirra í almennum efnum. Einn fund
opinberan hélt félagið 12. maí 1883,
til þess að skýra frá tilgangi sínum og
markmiði. Segir skáldið Jón Run-
ólfsson, er var einn félagsmanna, þar
frá stofnun og starfi félagsins. Ýmsir
fleiri fluttu þar ræður og þar á meðal
stofnandinn. Við burtför Björns suð-
ur til Dakota þá um sumarið, og annara
fleiri félag’smanna, imun félagið bráð-
lega hafa sundrast.
Árið 1884 kom til Winnipeg ungur
maður austan frá Torontoborg, að
nafni Frímann B. Anderson. Hann
var sonur Bjarna á Vöglum á Þelamörk
Arngrímssonar prests á Bægisá. Hann
hafði stundað nám við háskóla þar
eystra um nökkur ár. Áður en hann
flutti til Winnipeg hafði hann ritað
allmargar greinar í “Leif”, er mörgum
hafði fallið vél í geð. Eigi er hann
lengi búinn að dvelja í bænum, er
hann boðar til fyrirlestarsamkomu í
húsi Framfarafélagsins 21. júní- Geng-
ur fyrirlesturinn út iá mentamál. Ritar
hann grein um sama efni nokkru seinna
í “Leif”. Vill að Islendingar komi
sér upp skóla ifyrir ungmenni er ganga
ætli mentaveginn. Vill að þeir komi
upp skólahúsi sérstöku er rúmi 100—
150 nemendur og kosti um $1500,
stofni skólasjóð með álmennum fjár-
framlögum, segir 5000 íslendinga nú
búsetta í Vesturheimi og með dollars
tillagi frá hverjum í þrjú ár, megi ha'fa
saman þann höfuðstól, er svo væri
settur á vöxtu, að borið gæti allan
kostnað við skólahaldið í framtíðinni.
Eigi voru það nýmæli að minst væri á
skólahald. Hafði Frarrifarafélagið
áður fengist við það og gefist vel, en
svo stórhuga hafði enginn verið áður
að viija koma upp “Lærðaskóila”. Þó
fékk tillaga þessi góðar undirtektir, og
var til fundar boðað í húsi Framfara-
lélagsíns tií þess að ræða um þetta
mál. Fundarstjóri var Magnús Páls-
son, én Baldvin L. Baldwinson skrif-
an. Skýrði forseti fundarefni og tóku
margir til máls. Niðurstaðan varð sú
að k osin var níu manna nefnd til þess
að hrinda þessu máli áleiðis, en fund-
urinri lét í ljós með atkvæðagreiðslu,
“að það væri vilji manna eindreginn
að koma á fót mentastofnun íslenzkri
hér vestan hafs er yrði sameiginleg