Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 102
100
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ISLENDINGA
séra Friðrik valinn aftur til kennara
og tók hann til þess starfa í október-
mánuði þá um haustið.14) Á kirkju-
'þingi 1901, er þessu var -til lykta ráð-
ið, skiftist nefndin, er mál þetta hafði
haft með höndum, og var fjórði hluti
hennar ráðstöfun þessari mótfallinn.
Mun það hafa nokkru valdið, að þeir,
sem búsettir voru í Bandaríkjunum,
óskuðu fremur eftir að kensla yrði
veitt við ein'hvern skóla þar syðra hjá
sér. Töldu þeir sig verða varskift.a
með. þessu. Urðu það því endileg
úrslit þeirra mála, að á kirkjuþingi
1904 var ákveðið að stöfna annað
kennaraembætti í hinum sömu náms-
greinum við Gustavus Adolphus skóla.
Skýrði nefndin, sem skipuð hafði ver-
ið til þess að semja um þetta við skól-
ann, frá gerðum sínum, á kirkjuþingi
1905, að hún hefði kallað til þessa
embættis Magnús Magnússon, bróður-
og uppeldisson Meistara Eiríks Magn-
ússonar bókavarðar í Cambridge á
Englandi,10) og tæki hann við embætti
sínu þá á næstkomandi hausti.
Stóð nú þannig um nokkur ár.
Kenslugreinar í íslenzku, samkvæmt
skýrslu séra Friðr. J. Bergmanns, voru
þessar: skriflegar æfingar og iestrar-
æfingar, málmyndalýsing o. fl. í neðri
bekkjum skólans, í þriðja bekk Egils-
saga, og í efsta bekk (í öðru ári há-
skólans) Eddukvæðin.16)
Sumarið 1908 var borið fram á!it
frá skólanefnd Kirkjufélagsins, á
kirkjuþingi er haldið var í Sélkirk, þess
efnis: “Að embættið við Gustavus
Adolphus College verði lagt niður nú
14) “Sam.” 16. árg. nr. 5, júlí 1901, bls.
74; nr. 8, okt. 1901, bls. 126.
15) “Áramót” 1905, bls. 43
16) GertSabók 24. ársþings 1908, bls. 32.
þegar vegna þess hve lítil aðsókn er að
skólanum’’ og “að embættinu við
Wesley CoIIege verði haldið áfram eitt
ár með því fyrirkomulagi sem nú er, en
að vegna óánægju þeirrar, sem það
vekur í Kirkjufélaginu, að núverandi
kennari séra Friðr. J' Bergmann, haldi
þar áfram, sé væntanlegri skólanefnd
falið á hendur að útvega og ráða ann-
an mann til að taka við af honum að
ári liðnu”.17) Einn skólaráðsmanna
var andstæður þessu nefndaráliti,
Sveinn Brynjólfsson, en álitið fluttu
þeir Dr. B. J. Brandson, séra N. Stgr.
Thorláksson, séra Kristinn K. Ólafs-
son og Kristján Jónsson. Því, sem að
er vikið í síðari hluta þessa nefndar-
álits, gagnvart séra Friðr. J. Berg-
mann, var trúmálaágreiningur sá, sem
þá var upp kominn innan Kirkjufélags-
ins. Var séra Friðrik fylgjandi og
svaramaður hinnar nýju frjálslyndu
stefnu á trúmálasviðinu, en meirihluti
Kirkjufélagsins henni andstæður. Um
álit þetta urðu nokkrar umræður,, en
að síðustu var það sanrtþykt með beim
breytingum, að bæði kennaraembætt-
in skuli lögð niður að ári liðnu. Og
að því er Kirkjufélagið snerti voru
embætti þessi lögð niður haustið eftir.
Hvarf Magnús Magnússon þá til baka
aftur til Englands, en fyrir tilmæli
Wesley skólans sjálfs, hélt séra Frið-
nk áfram að kenna þar veturinn 1909
—1910, en þá tók Kirkjufélagið við
kenfilunni aftur. Var nú séra Rúnólf-
ur Marteinsson, er var prestur að
Gimli, systursonur séra Jóns Bjarna-
sonar, skipaður kennari, og hélt hann
því embætti þangað til Kirkiufélagið
kom á fót sérstökum skóla haustið
17) Gerbabók 24. ársþings 1908, bls. 25.
x