Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 107
ÞJ ÓÐRÆKNLSSAMTÖK
105
Gests. Það var því um áramótin 1891
—92, að tilraun var gerð til að fá
annan ritstjóra að blaðinu. Um þess-
ar mundir hafði verið stofnað prent-
félag í bænum og gaf það út blað, er
nefndist “Öldin”; var ritstjóri við það
Jón Ólafsson; byrjaði það útkomu
miðvikudaginn 7. október um haust-
ið. Að félagsstofnun þessari stóðu
skáldið Kristinn Stefánsson, Magnús
Pétursson prentari, Eiríkur Gíslason
(sonur Gísla Jónssonar frá Egilsstöðum
á Völlum í S.-M.sýslu), Árni Þórðarson
(ættaður úr Eiðaþingi í S.-Múlasýslu)
o. fl. Aðeins komu 21 eintak út af
blaðinu. Var nú félagi þessu steypt
saman við “Heimskringlu”-Jfélagið og
blöðin sameinuð og gerðist þá Jón
ritstjóri, frá marzbyrjun 1892, að hinu
sameinaða blaði, er nefndist “Heims-
kringla og Öldin”. Kom fyrsta tölu-
blaðið út 2. marz. Fyrstu þrjú árin
var stærð “Heimskringlu” 4 bls., 5
dálka breiðar og 18 þml. háar, en þá
var blaðið stækkað svo það varð dálki
breiðara síðan og rúmum þumlungi
hærri. Eftir sameininguna var það
stækkað enn, þannig að það kom út
tvisvar á viku í sama broti. Var það
nú stærsta íslenzka fréttablaðið.
Stendur þetta ár. Er þá Öldin skilin
frá og gefin út sem sérstakt mánaðar-
rit. Kemur fyrsta hefti hennar út í
apríl 1893. Alls komu út fjórir ár-
gangar, síðasta heftið er dagsett í
desember 1896.
Við “Heimskringlu var Jón þangað
til 24. marz 1894, að hann flutti alfari
frá Winnipeg, fyrst til Chicago og þrem
árum síðar til Reykjavíkur- Vorið
1893, hinn 22. maí, kom upp eldur í
byggingu þeirri, þar sem prentsmiðja
'blaðsins var, og fórust öll prentáhöld
blaðsins og eignir. I eldinum misti
Jón Ólafsson mestalt af upplagi ljóða-
bókar sinnar, er þá var fyrir skömmu
gefin út. Var þetta tilfinnanlegur
skaði fyrir alla hlutaðeigendur. Til
prentsmiðjunnar var þó keypt að nýju,
en meðan á því stóð kom blaðið út í
smærra broti. Við burtför Jóns tók
Eggert Jóhannsson aftur við ritstjórn
og hélt henni til maímánaðarloka árið
1897, en þá var lýst þrotabúi af ráðs-
manni blaðsins, og samkvæmt skipun
dómstólanna allar eignir prentfélags-
ins boðnar upp til kaups til lúknmgar
áföllnum skuldum. Töpuðu nú hlut-
hafar öllu, sem þeir höfðu lagt í félag-
ið og ennfremur starfsmenn blaðsins
stórupphæðum í ógoldnum launum.
Þyngst kom þetta niður á ritstjóranum
og prenturunum, er efnalitlir voru og
máttu eigi við að missa bæði laun og
atvinnu.
Hinn 14. október um haustið var
blaðið endurreist. Keyptu í félagi
Einar Ólaifsson frá Firði í Mjóafirði,
fyrv. ráðsmaður blaðsins og Björn F.
Walters (sonur Jósafats Sigvaldasonar
á Gili í Svartárdal) útgáfurétt og prent-
áhöld, og er fyrsta blaðið dagsett 14.
október. Ritstjóri er Einar Ólafsson.
Meðan blaðið lá niðri myndaðist hluta-
félag meðal Islendinga í Norður-Da-
kota til þess að kaupa útgáfuréttinn
og prentáhöldin og gefa svo blaðið út
þar syðra. Samið var við útgefanda
að ensku blaði í bænum Caválier um
skrifstofu-pláss. Ekkert varð þó af
þessum kaupum og mest fyrir það, að
skoðun sumra hluthafa varð sú aðblað-
inu væri vel borgið í höndum þeirra, er
nú gengust fyrir að endurreisa það
þegar hljóðbært varð, hverjir það
voru; enda vildi umboðsmaður þrota-