Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 108
106
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
búsins, Einar Ólafsson, eigi selja þeg-
ar til kom. Ritstjórninni heldur Einar
til vors 1898 (10- marz). Tekur
Björn F. Walters þá við sem eigandi og
útgefandi til árgangsloka. En þá sel-
ur hann blaðið til Baldvins L. Baldvins-
sonar, er nú verður eigandi og ritstjóri
þess, upp til 24. apríl 1913, en með
því blaði tekur Gunnl. Tr. Jónsson við
ritstjórninni, er verið hafði aðstoðar-
maður Baldvins við blaðið frá því ár-
ið 1910. Er Gunnlaugur Eyfirðingur
að ætt, fæddur á Akureyri, en flutti
vestur 1908.
Þetta sama haust myndaðist hluta-
félag er nefndi sig “Viking Press”
Keypti það nú prentsmiðjuna og blað-
ið að Baldvin og hefir það verið út
gefendur Heimskringlu síðan. Á þessi
tímabili hafa þessir verið ritstjórar:
Séra Rögnv. Pétursson, frá nóvember
1913 til októberloka 1914, séra
Magnús J. Skaptason, til marzbyrjunar
1917, Ólafur Tryggvi Jónsson (frá
Kolgröf í Skagafirði, Jónssonar) til
13. ágúst 1919, að núverandi ritstjóri
Gunnl. Tr. Jónsson, tók aftur við
blaðinu.
Sem yfirlit þetta ber með sér, hefir
“Heimskringla” verið breytingunum
háð. Eftir fyrsta árið tekur blaðið á-
kveðna landsmálastefnu; heldur það
fram íhaldsstefnu í stjórnmálum innan
Canada, en stefnu Þjóðveldis-sinna í
Bandaríkjunum. En þanmg skiftust
hluthafar í þeim efnum norðan og
sunnan landamæranna- — Til útflutn-
inga frá íslandi hvatti það fremur,
framan af árum. Var það eitt helzta
stórmálið um þessar mundir. Islend-
ingar, sem vestur voru fluttir og áttu
nákomin skýldmenni eftir á íslandi,
óskuðu eftir að þau flyttu vestur og
settust að hjá sér í hinum nýju heim-
kynnum. En jafriframt því sem fólk
þetta var fýst til vesturfarar, var því
ráðið til að koma á fót nýlendum þar
sem íslenzk bygðarlög gætu risið upp.
Var mikill landnáms- og nýlenduhugur
á þeim árum, og leiddi til þess að menn
voru sífelt að flytja sig stað úr stað.
Landrýmindi voru nóg. Mynduðust
þannig mörg bygðarlög, er öll gátu
eigi orðið fjölmenn. Dreifði þetta of
mjög úr hinum fáliðaða íslenzka þjóð-
flokki.
Mjög alvarlega mintu blöðin fólk á
að halda fast við tungu sína og þjóð-
erni, og um þetta efm rekur hver grein-
in aðra lengi vel. Þá var og um að
gera að sýna af sér manndóm í hverju
sem var og auglýsa á þann hátt þjóðar-
eðlið.
Árið 1888 stofnar Frímann B. And-
erson “Hið íslenzka þjóðmenningar-
félag”. Er skýrt frá stofnun þess og
tilgangi í “Heimskringlu” (2. febr.
1888): “Fyrir fáum dögum stofn-
uðu íslendingar hér í bænum félag
undir ofanrituðu nafni. Tilgangur fé-
lagsins er að efla verklega og bóklega
mentun meðal íslendinga. Félagið
héfir eina aðalstjórn, en er skift í tvær
deildir, atvinnudeild og bókmenta-
deild; hefir hvor deild sína embættis-
menn. Verk atvinnudeildarinnar er
að efla verklega og hagfræðislega
þekkingu, útvega atvinnu, koma upp
ábyrgðarsjóð og að styðja ungmenni
til að læra iðnað. Verk bókmenta-
deildarinnar er að koma upp skóla,
bókasafni og lestrarsal”- Fimtíu
manns gengu strax í félagið. Eigi af-
rekaði félagið mikið, því þó mikið
ætti að gera, var ekkert til að gera það
með, nema nógur hugur og góður