Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 112
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISTKLAGS ÍSLENDINGA
110
una, að draga úr því að menn skipúðu
sér undir merki þeirra. I landsmálum
studdi “Lög'oerg” framsóknarflokkinn
(Liberal Party) innan Canada, en í
Bandar'íkjunum lýðveldismenn (Repu-
blicans) ; mun þar háfa ráðið hið sama
og hjá útgefendum “Heimskringlu”, að
hluthafar félagsins skiftust í þessa
flokka norðan og sunnan landamær-
anna. I félagsmálum voru þau einnir
á öndverðum meið. “Lögberg
studdi málstað og málefni Kirkjufé-
lagsins, en “Heimskringla” þær stefn-
ur er eigi áttu þar santleið- Nóg varð
því til að ræða um og deila um, og
hafa þessi tvö mál — landsmálin og
trúarskoðanirnar — orðið til þess að
skifta íslendingum, meira en vera hefði
átt. Um þetta leyti voru það eigi ó-
algeng heiti flokkanna: “Lögberging-
ar” og “Heimskringlu-menn”.
Eftir því sem frá leið og árm hðu.
dró úr þessari flokkaskifting. Skoð-
anir manna breyttust, skilningur óx,
sjóndeildarhringurinn færðist út og eieri
lifir nú nema ómurinn eða bergmálið
af háreisti þeirrar tíðar, í orðum þeirr-
ar áldar.
Miki'll styrkur varð það íslenzkum
þjóðernisanda, að Einar Hjörleifsson
staðnæmdist í Winnipeg og varð eigi
þaðan að hverfa samstundis, en gat
gefið sig við ritstörfum. Hinn 8.
febrúar 1889 flytur hann fyrirlestur í
kirkju Fyrsta lút. safnaðar, “Um fram-
tíðarhorfur Islendinga í Ameríku”.
Hann lagði út af því, að íslendingar
mættu ekki og þvrftu ekki að hverfa
inn í hið innlenda þjóðlíf, “eins og
dropi í sjóinn”. Einmitt um það leyti
létu talsvert margar radd<r til sín
heyra, að velferðarskilyrðið mesta
væri, að geta losað sig við arfinn ís-
lenzka og horfið sem fyrst inn í hið
ameríska þjóðlíf. Nokkurn þátt í s'koð-
un þessari átti hin afar harða barátta,
er menn urðu að heyja fyrir efnalegri
afkoimu. Alt varð til innlendra að
sækja, atvinnuna, peningana, ef nokk-
uð átti að gera, sem peninga þurfti
með, vélar og varning og ált, sem líf-
inu heyrði til. Og viðskifti þessi voru
treg og oftar með meiri afar kostum
sökum þess, að hvorugur gat mælt á
annars máli. Efnalegur hagur hlaut
það því að verða, að geta horfið —
helzt á svipstundu — inn í hið innlenda
mannfélag; á hinn andlega hag var
sfður htið, enda voru flestir næsta ó-
fróðir um það, hvað þar væri í boði.
og hvað mikils þeir gætu orðið að-
njótandi af því, er í boði væri. Á
þetta benti fyrirlesarinn. “Það væri
svo langt frá að stefna þjóðlífsins hér
væri í öllu nokkur fyrirmynd; það
hefði að sumu leyti, þrátt fyrir þess
mörgu ágætu kosti, svo mikla gálla.
að ef fólk vort gengi upp í því, hyrfi
inn í það eins og dropi í sjóinn, þá
yrði það mikill skaði fyrir oss. Og
það þyrfti ekki að verða, því vér
hefðum yfir'fljótanlegan mátt í sjálfum
oss sem þjóðflokkur, til þess að veita
viðnám, nægilegan mátt til þess að
halda hér í landinu öllu því í hinum
þjóðernislega arfi vorum, er takandi
væri fram yfir það, er hið ameríska
bjóðlíf hefði að bjóða í staðinn.” -—
Hann talaði um þetta frá almennu
borgarálegu sjónarmiði. — “íslend-
ingar gerðu ákaflega rangt í því, ef
þeir umhugsunarlaust köstuðu sér út í
þjóð’Iífsstrauminn. Þeir ættu greini-
lega að sporna á móti öllum þeim lífs-
stefnum, sem augsýnilega væru landi
og lýð til ógæfu, jafnframt því að þeir