Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 115
ÞJÓÐRÆKNISSAMTÖIÝ
113
að vita hvort það safn hefði jafnstórt
orðið, ef engin hefðu blöðin verið.
Þótt oft væri efnið fátæklegt, ber þess
þó að gæta, að með því að koma út á
hverri vi'ku og heim á 5000 heimili
var, með hverri þeirri póstferð
þeirri stund frestað — um viku — að
á þessum heimilum yrði eigi lengur
Jesið íslenzkt orð, og á meðan gat
hvorugt tapast, tungan eða þjóðernis-
meðvitundin. Án blaðanna hefðu Is-
Jendingar áreiðanlega eigi getað talist
þjóðflokkur, eða þjóðernisleg heild í
hinu ameríska þjóðfélagi. Þeir hefðu
orðið aðeins ákveðin tala einstaklinga,
einskonar týndar kynkvíslir, er sögur
hefðu gengið um að verið hefðu til, en
engar sögur gengið um að nokkru
sinni hefðu lifað.
Um árið 1890 byrjaði Bandaríkja-
þjóðin að undirbúa hina miklu heims-
sýningu, er haldin var í Chicago árið
1893. Var fyrst svo til ætlast að sýn-
ingin yrði höfð árið 1892. En þegar
farið var að búa undir hana, kom það
í ljós, að af því gat eigi orðið. Tóku
nú fsl. blöðin í Rvík og í Winnipeg að
ræða um, hvern þátt Islendingar ættu
að taka í sýningunni. Vildu sumir að
eitthvað væri gert, og þá helzt að
sendur væri maður vestur með heilla-
óskir, sem vottuðu hinn rökstudda
sögurétt íslands til Ameríkufundar, en
lengra en það komust hvorki rit né
ráðagerðir. Séra Matthíasi Jochums-
syni var boðið að sækja sýninguna,
sem erindreka íslands, og sitja á “al-
þjóða þjóðsagnaþingi”, er koma átti
saman í Chicago. En daufar undir-
tektir fékk bað á íslandi og eitt blað-
ið, “ísafold”, lagðist alserlega á móti
að hann yrði kostaður til þeirrar ferð-
?r. Leið nú svo fram á miðjan vetur
að ekkert var gert. Tóku þá nokkrir
menn í Winnipeg sig til og sömdu á-
skorun um að Islendingar efndu til
samskota og kostuðu séra Matthías
vestur. Gengust fyrir því Kristinn
Stefánsson.Eyjólfur Eyjólfsson, Sigurð-
ur J. Jóhannesson, Jóhannes Helgason
o. fl.. Var áskorun þessi birt í “Hkr.”
15. febr. 1893 og fýlgdi henni löng rit-
stjórnargrein frá Jóni Ólafssyni; er vel
rekið á eftir að gefið sé fljótt og vel og
allir eitthvað. Einnig fóru þeir til
“Lögbergs”, en það vildi ekkert und-
ir þetta mál taka og mælti heldur á
móti. Reis nú út af þessu kapp nokk-
urt og dei'Ia, er flýtti fyrir samskotun-
um, svo að á rúmum tveimur mánuðum
söfnuðust $728.91. Voru peningar
þessir sendir heim, og kom séra Matth-
ías að morgni hins 9. júlí til Winnipeg.
Eftir stutta dvöl hélt hann áfram ferð
sinni til Chicago, kom þangað hinn 12.
s. m., en of seint til þess að ná í “þjóð-
sagna-bingið”. í Chicago stóð hann
við 12 daga, flutti sýningarstjóra á-
varp og heillaóskir fyrir hönd íslenzku
þjóðarinnar, hraðaði því næst ferðinni
til baka aftur til Winnipeg og var kom-
inn þangað fyrir Islendingadag. Ræðu
flutti hann á þjóðhátíðinni, og kvæði.
Ferðaðist hann þá til Argyle-bygð-
ar og þar næst til Dakota. 15. ágúst
er hann kominn til baka til Winnipeg,
og kveður og leggur af stað heimleið-
is að tveim dögum liðnum. Þótt við-
staðan væri stutt hafði koma hans hina
mestu þýðingu, og hefir aldrei vestur
komið kærkomnari gestur. íslenzkur
áhugi vaknaði alstaðar, orð hans læstu
sig djúot í huga og hjörtu þjóðarinnar.
Má með sanni segja, að koma hans hafi
“mvndað megin þráð yfir höfin
bráðu”. Frh.