Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 118
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAOS ÍSLENDINGA
1 16
gekk í herinn, og Sigfríður var svo
voðalega æst á móti stríðinu.
Þú manst nú hvað fólkið skiftist í
flokka, sumir með og sumir móti. Æs-
ingarnar voru svo miklar að lá við
barsmíðum og ófriði, þar sem nokkuð
margir voru saman komnir. Og það
kom jafnvel fyrir hér í bænum, að Is-
Iendingar lentu í handalögmáli út af
því. Og satt að segja hélt eg að ekki
væri til í íslendingum annar eins ofsi
og kom fram í þeim málum.
Eg var ein af þeim, sem fanst það
óþarfi að íslendingar færu í stríðið
jafnvel þó mér gengi illa að verja það
mál, þegar eg átti tal um það við Ein-
ar, því hann kom ætíð með tvær á-
stæður á móti minni einni. Eg veit
nú, að svo er komið að það er e'k'ki
auðvelt fyrir menn að sitja hjá, úr því
Canada lenti í stríðið á annað borð.
Eg tók oft eftir því, að Einari var
órótt, t. d. þegar hann hafði lesið
stríðsfréttir, lista yfir fallna og særða
Winnipegmenn og alt þesskonar. Mig
var farið að gruna, að það mundi
enda með því að hann byði sig fram í
herþjónustu. Eg var eins og á nál-
um; maður vissi áldrei hvaða hörm-
ungar dyndu yfir næsta dag.
Svo var það eitt kvöld snemma í
júnímánuði í fyrrasumar; eg var ein
heima og sat úti á svölunum, bæði til
að hvíla mig og njóta ögn kvöldfeg-
urðarinnar og friðarins, sem himinn og
jörð önduðu að manni — þrátt fyrir
allan ófriðinn meðal mannanna. Mér
var litið suður á götuna og sá eg hvar
þau komu, Einar og Sigfríður, og
gengu hæs:t. En hvað þau voru ung
og fögur bæði og í fullkomnu samræmi
við vorið og þetta blíða kvöld. —
“Gaman væri nú að vera orðin ung
og trúlofuð, eins og þið eruð, börnin
góð,” sagði eg um leið og þau komu
upp tröppurnar til mín. En mikið varð
eg forviða þegar hvorugt brosti eða
sagði orð. Eg sá þá alt í einu að Ein-
ar var þungur á svip og fár í fasi; það
lá reglulega illa á honum. Og Sig-
fríður, sem er föl í andliti, var með
rauða díla í kinnunum; augun ónáttúr-
lega gljáandi og hvöss og varirnar svo
samanklemdar, að munnurinn var
nærri því hörkulegur.
Þeim hafði auðsjáanlega sinnast, en
eg lézt ekkert sjá og sagði glaðlega:
“Eg var einmitt að óska eftir að
eitthvað af ykkur kæmi heim, mér
leiddist að sitja hér ein, og var farið
að langa í kvöldkaffið. Komið þið
inn og segið mér eitthvað í fréttum.”
Einar settist strax við píanóið og
spilaði dálítið, en það var slitringur og
í molum. En hvað hugblær fólks get-
ur orðið áberandi þó ekkert sé sagt!
Eg fór svo fram í eldhús að búa til
kaffið. Eftir dálitla stund kom Sig-
fríður fram til mín. Eg sá að hún var
óróleg og lá við gráti.
“Eg hefi ekki lyst á kaffi núna,
Ingibjörg. Góða nótt.” Og áður en
eg gat áttað mig var hún horfin út um
dyrnar — farin heim ein, án þess Einar
fylgdi henni. Hvað skyldi þeim hafa
borið á milli? Það mun þó aldrei hafa
verið eitthvað út af stríðinu, datt mér í
hug. Því það er farið að verða mis-
klíðarefni milli vina og vandamanna
jafnvel foreldra og barna. Átti eg að
tala við Einar eða láta sem eg hefði
ekSki tekið eftir neinu?
Stundum hefir afskiftasemi ilt eitt í
för með sér. En mér líkaði ekki að sjá
þau ósátt, svo eg fór inn til Einars.