Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Side 119
LANDSKULD
117
Hann sat við borðið náfölur af
geðshræriugu. Eg settist niður, horfði
fast á hann og sagði:
“Einar minn, eg vona að ykkur Sig-
fríði þyki svo vænt hvoru um annað,
að þið látið enga misklíð koma á milli
ykkar. f>að lá illa á henni núna þeg-
ar hún fór.”
Einari sýndist erfitt um mál; hann
stóð upp og gekk tvisvar, þrisvar yfir
gólfið, stansaði svo við gluggann og
starði lengi út. Löksins kom hann
aftur yfir að borðinu og settist þreytu-
lega í stólinn andspænis mér. Hann
hallaðist fram á borðið og sagði í lág-
um og hljómlausum róm:
“Það er ált búið á milli okkar Sig-
fríðar. Mér finst hún hefði átt að
vera sanngjarnari og sjá, að eg gat
ekki gert annað sóma míns vegna.”
Það greip mig undarleg hræðsla og
máttleysi um leið og eg spurði:
“Hvað hefirðu gert? Þú ert þó
líklega ekki genginn í herinn?”
“Jú, eg skrifaði mig inn í gær.”
“Og þú lézt Sigfríði ekkert vita um
það?”
“0, við erum búin að tala um það
aftur og aftur, og eg hefi reynt að fá
hana til að sjá, að eg gat ek'ki lengur
staðið hjá nema missa alla sjálfsvirð-
ingu og mannskap. Ef eg mætti
kunningjum mínum, einkum ef þeir
voru í herklæðum, roðnaði eg og mig
langaði til að sökkva ofan í jörðina.
En það var ekki það versta, heldur
rang'lætið, að sjá aldraða fjölskyldu-
menn og unglinga gefa sig fram, þegar
hraustir menn á bezta aldri, eins og eg
og mínir lílcar, draga sig í hlé. Þetta
reyndi eg að sýna henni fram á, en
heifir líklega tekist það klaufalega, því
hverju heldur þú að hún svari öðru en
því, að það sýni meiri hetjuskap og
sjálístæði, að neita að ganga út í bar-
daga og blóðsúthellingar og þóla held-
ur áfrýjunarorð fjöldans. Eg sagði
henni, að ef hún setti þvert nei við því,
þá náttúrlega færi eg hvergi, jafnvel
þó mér fyndist eg vera minni maður
fyrir.”
“Eg legg engin bönd á þig, Einar,”
svaraði hún. “Þú getur gert hvað sem
þér sýnist mín vegna, en ef þú gengur í
herinn, eru okkar vegir skildir.” Mér
sárnaði að hún skyldi setja mér nokkra
afafkosti, og nú fyrst fanst mér eg
mega til með að ganga í herinn, til að
halda virðingu minni gagnvart henni.
Eg sá engan annan veg, og inst í huga
mér vonaði eg að hún mundi ekki álíta
mig minni mann fyrir — hefði aðeins
sagt þetta í ákafa, án þess að meina
það; en mér reyndist nú annað. Eg
hálf kveið fyrir að segja henni frá, að
eg væri kominn í herinn. Samt kærði
eg mig ekki um að hún frétti það ann-
arsstaðar frá, svo eg símaði henni seint
í dag og spurði hana, hvort hún vi'ldi
ganga meo mer suöur aó a. — Ja!
kom í glöðum og þýðum róm í síman-
um; “ganga með þér veröldina á
enda.” Undarlegt er mannlegt eðli.
Þetta svar gerði mig alt í einu glaðan
og vongóðan um að öllu væri óhætt.
Eg klæddi mig og puntaði, eins og eg
ætiaði að setjast á brúðarbekkinn og
gekk svo til móts við hana. — Hún
kom þarna á móti mér, há, grannvaxin
og yndisleg í hverri hreyfingu. Mig
langaði til að taka hana í faðminn, en
í þess stað tók eg þétt í hendina á
henni og hún svaraði með brosi. Við
gengum á stað og töluðum um aila
heima og geima. Eg hafði enn ekki