Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 120

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Page 120
118 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sagt henni erindið. Var ósjálfrátt að draga tímann og njóta lfðandi stundar. Við sátum suður á árbakkanum undir stóru tré, sem við höfðum eign- að okkur í gamni. Sigfríður studdi hönd undir kinn, en hinni hendi hennar hélt eg í lófa mér undir vanga mínum. “Sigfríður, viltu segja aftur það, sem þú sagðir í símanum í dag, að þú værir viljug að ganga með mér veröld- ina á enda?” Hún leit snögglega upp og svaraði: “Já, eins lengi og þú ætlast ekki til, að eg gangi með þér á röngum vegi.” “Elskan mín, eg hefi breytt eftir beztu samvizku og sómatli'finningu úr því sem komið er. Eg gekk í herinn í gær. Eg mátti til með að gera það, eða standa uppi sviftur öllum mann- dómi í nriínum augum.” “Þú — gekkst — í herinn í—gær?” Hún týndi fram orðin á stangli og það var eins og hún beindi þeim ekki að mér, en horfði beint út á ána, án þess þó hún virtist sjá neitt. Hendina, sem haJfði legið hlý og viljug í lófa mínum, dró hún hægt að sér og sveip- aði um leið að sér fötum sínum, sem höfðu snert mig, alveg eins og hún væri að færa þau burtu frá einhverjum ó- hreinindum. Þessi litla hreýfing sýndi mér alt sem hún hugsaði. Enda sagði hún ekki orð, en stóð á fætur og horfði í kring, eins og hún hefði tapað ein- hverju. “Við skulum koma heim, það er orðið framorðið og svalt,” sagði hún um Ieið og við gengum áleiðis. Hvor- ugt okkar sagði orð alla leið hingað heim. Þegar þú varst gengin fram áð- an, þá kom hún til mín, dró hringinn af hendinni á sér og lagði hann hérna á borðið fyrir framan mig, og fór út.” Eg byrjaði að malda í móinn, en Einar spratt upp af stólnum, bandaði hendinni óþolinmóðlega og sagðist hafa sagt mér þetta aðeins vegna þess, að eg hefði ávalt reynst sér eins og bezta móðir, og hann vildi ekki að eg gerði mér rangar hugmyndir um, af hverju þetta orsakaðist. Mér varð ekki svefnsamt nóttina þá. Eg sá að eg mundi engu fá til leiðar komið, þau voru bæði stórbokkar, ein- þykk í lund, og alveg sannfærð um að hvort um sig hefði á réttu máli að standa, eins og æskunni hættir stund- um til. Heldur hallaði eg nú á Sig- fríði í huga nriínum. Mér fanst hún hefði vel mátt hugsa sig betur um, og eg ásetti mér að einhvern tíma skyldi eg eiga tal um þetta við hana. Einar fór svo í herbúðir og kom aldrei að sjá mig alt sumarið, og eg vildi ekki biðja hann þess. Sigfríður kom af og til, en stansaði aldrei lengi. Það var eins og hún verðist þess að eg gæti nokkurntíma talað við hana eina. Seint í október í haust sem leið kom hún eitt kvöld og segir mér, að hún sé ráðin hjá Rauða kross félaginu, og fari bráðlega yfir til Frakklands, eftir að hún hafi lært nauðsynlegustu hjúkr- unarreglur. Hún sagðist hafa verið að hugsa um, hvað hún gæti gert til að bæta upp að einhverju leyti þann sársauka, sem hún hefði valdið Einari, og það væri helzt með því, að draga úr sársauka annara. “Svo þú ert þá ekki lengur reið við Einar?” sagði eg. “Reið við Einar? — Nei, það er eg ekki. En við vorum sitt á hvoru máli, og hann mátti ekki búast við að eg breytti skoðun minni.”
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.