Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Síða 121
*
LANDSKULD
*
%
“Hefði þér þá líkað betur, ef hann
hefði gefið eftir og setið heima? —
Hefði þér þótt meira varið í hann —
þótt vænna um hann?”
“Nei, mér hefir aldrei þótt vænna
um hann, né meira varið í hann en þá.
Og eg sá strax, að það hefði orðið að
skugga á milli okkar, hvort okkar sem
hefði látið undan. Við vorum komin
í þetta net, sem allir virðast flækjast í
nú á dögum, hvert sem litið er.”
“Þú ert farin að hafa aðra skoðun
á þessum hermá'lum?”
“Nei, eg hata stríðið og mig hryllir
við því, hryllir við eymdinni og kvöl-
unum, og tortímingunni, sem af því
stafar, andlega og líkamlega. Eg má
ekki hugsa um alla þá eyðileggingu og
skerðing á fegurð og samræmi mann-
félagsheildarinnar. Hugsaðu þér þessa
vesalings hermenn! Þeim er raðað
eins og peðum á skákborð. Þeir ber-
ast á banaspjótum, en eiga þó í raun og
veru ekkert sökótt hverjir við aðra.
Þeir verða möglunarlaust að lúta her-
valdinu, sem þeim er þó sagt að þeir
séu að berjast á móti. Hamingjan gefi
að það verði ékki vonbrigði bjartsýnu
og góðu fólki — að það verði ekki
hnefarétturinn, sem situr við völdin,
þegar alt er komið í kring. Við biðj-
um guð — heitt og innilega — um sig-
ur, í kirkjum og heimahúsum. Sama
gera óvinaþjóðirnar. Móðurhjartað
þar er eins viðkvæmt og bænirnar
eins heitar. Guð er algóður faðir allra
1 19
manna, er okkur kent — guð er al-
staðar nálægur —”
“Eg líð ekki svona skraf í mínum
húsum,” tók eg fram í fyrir henni í
þykkju. “Þér nægir ekki að ha'fa
orðið orsök í því, að Einar fór í stríð-
ið, heldur snýst þú á móti þinni eigin
þjóð og landi; en út yfir tekur þó,
þegar þú ferð að derrtba guðsorði í lít-
ilsvirðingarskyni inn í þessi mál. Viltu
segja mér — hvað geta Islendingar
gert? Hingað til hafa þeir ekki stað-
ið öðrum þjóðum að baki sem góðir
borgarar þessa lands. Ættu þeir að
gerast bau ómenni nú, að draga Sig í
hlé?” ‘
“Ef þeir væru menn, þá mundu þeir
neita að fara í stríð.”
“Af því þeir eru menn, Sigfríður,
þá bjóða þeir nú þessú landi líf sitt og
limu, þegar því liggur á liðveizlu;
landinu, sem tók þeim opnum örmum,
þegar þeir áttu lítils úrkosta. Það er
landskuldin, sem þeir gjalda Canada,
af því þeir eru menn.”
Síðan við áttum þetta samtal, er hð-
ið nærri ár. Einar er fallinn og Sig-
fríður einhversstaðar yfir á Frakk-
landi. En eg, sem minstur mannskað-
inn hefði verið að, sit hér ein eftir.
Svona eru örlögin stundum. —
Hvað er annars orðið framorðið?
Viltu fara, Rúna mín, og gá að, hvort
ekki er farið acS líða að kirkjutíma?