Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1920, Blaðsíða 131
ÁRSÞING
129
að því loknu fyrirlesara greitt þakk-
lætisatkvæði. Erindi þetta var alvar-
leg og sterk hvöt til Islendinga að
vernda tungu sína hér í áifu á hverju
sem gengi.
Annar fundur var settur kl- hálf-
þrjú eftir hádegi þ. 26. Aðal málið
til umræðu fyrir fundinum var Jóns
Sigurðssonar minnisvarðinn. Urðu
um það mál allmiklar umræður, og var
það einróma skoðun fundarins, að það
mál ætti að vera afhent Þjóðræknis-
félaginu, er svo gengist fyrir að koma
myndinni upp.
Að lokum var borin fram tillaga af
hr. Árna Eggertssyni, “að fundurinn
heimih hmni væntanlegu stjórnarnefnd
að gera Jóns Sigurðssonar minnis-
varðanefndinni tilboð um að taka við
minnisvarðanum og koma honum í
geymslu þar sem almenningur hafi
frjálsan aðgang að sjá hann unz hon-
um verði komið upp á hinum fyrirhug-
aða stað, þar sem hann verður látinn
standa í framtíðinni, að fengnu sam-
þykki almennings hér í bæ.
Uppástungan var samlþykt.
Var þá gengið til embættismanna-
kosmngar samkvæmt tillögum fyrri
fundar. Þessir hlutu kosningu: Rögnv.
Pétursson forseti (endurk.), Jón J.
Bíldfell varaforseti (endurk.), Sig.
Júl. Jóhannesson ritari (endurk.), Ás-
geir I. Blöndahl vararitari (endurk.),
Gísli Jónsson fjármálaritari, Stefán
Einarsson vaífjármálaritari (endurk.)
Ásm- P. Jóhannsson féhirðir (endur-
kosinn), Albert E. Kristjánsson vara-
féhirðir (endurk.), Finnur Johnson
skjalavörður. Yfirskoðunarmenn reikn-
mga félagsins: Einar P. Jónsson (end-
urk.) og Sveinbjörn Árnason. Nefnd-
arálitin voru nú lögð fram, en eigi var
frá þeim gengið áður en fundi var slit-
ið.
Kl. 8 um kvöldið var haldin stór-
kosfleg skemtisamkoma undir umsjón
félagsdeildarinnar “Frón” í Winnipeg.
Árni Eggertsson forseti deildarinnar
stýrði samkomunni. Er það að lík-
indum einhver fjölmennasta samkoma
ísilenzk, sem haldin hefir verið hér í
bæ. Þar flutti séra Kjartan Helgason
fyrirlestur um “Verðhækkun”, og var
gerður að honum hinn bezti rómur. Á
samkomunm fóru og fram ýmsar
skemtanir.
Um kl. 3 eftir hádegi föstudagsins
þess 27. var þriðji fundur félagsin
settur. Voru þá afgreidd nefnda-
frumvörp. I kenslumálinu var lagt til
af nefndinni: “1. að Þjóðræknisfélag-
ið gangist fyrir að kennaraembætti í
íslenzku og norrænum fræðum sé sett á
stofn við háskó'Ia Manitobafylkis, á
þann hátt að bænaskrár séu samdar og
sendar til undirskrifta um allar bygðir
Islendinga vestan hafs, og síðan lagðar
fyrir háskólaráðið-
2. Að félagið skori á aukadeildir,
þar sem þær eru, eða verða stofnaðar
á árinu, að gangast fyrir barnakenslu
í íslenzku og taki þátt í að koma því í
framkvæmd og styrki það eftir megni.
I Winnipeg séu á næsta vetri kostaðir
tveir umferðakennarar í samráði við
heimadeildina Frón.
3. Að félagið styðji að því, að hér
séu hafðar til sölu hentugar kenslu-
bækur við íslenzkukenslu, og vill í því
sambandi benda á stafrofskver Eiríks
Briems og Laufeyjar Vilhjálmsdóttur,
og til lesturs, Bernskuna I—II og Les-
bókina í 3 bindum.
4. Að nefndin finnur til þess að þörf
sé á nýrri lesbck er taki við af staf-