Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 45

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 45
ARFLEIFÐ OG EGGJAN 27 Marmaranshöll er sem moldarhrúga. Musteri guðs eru hjörtun, sem trúa, þó hafi þau ei yfir höfði þak. Davíð Stefánsson, þjóðskáldið frá Fagraskógi, sem íslendingar beggja megin hafsins fylgdu til grafar fyrir stuttu síðan, í tákrænum skilningi talað, lagði einnig mikinn og varan- legan skerf til andlegra ljóða vorra og sálma. Það er engin tilviljun, að hinu innblásna ávarpi úr Alþingis- hátíðarljóðum hans, „Þú mikli, ei- lífi andi, sem í öllu og alls staðar býrð“, er skipað til rúms næst eftir sjálfan þjóðsálminn „Ó, Guð vors lands“ í sálmabókinni nýju. Að sjálf- sögðu er þar að finna hinn undur- fagra föstusálm Davíðs: „Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré“. Auðmýkt andans, andríki og trúartraust, renna í einn farveg í þessum yndislega sálmi, er nær há- marki sínu í síðasta versi hans: Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. En Davíð minnist þess jafnframt, að frá Föstudeginum langa liggur leiðin til páskanna. í kvæðabók hans í dógun er stórbrotið kvæði, sem nofnist „Um páskaleytið“. Þar kem- Ur fram á mjög eftirtektarverðan hátt djúpur skilningur skáldsins á krossferð mannsins til hinnar æðstu þróunar, eins og hann orðar það eftirminnilega í upphafserindinu: Frá vöggunni liggur leiðin er þar að kemur um leiti og hæðir, fram hjá krossunum þremur. Menn verða að fara, þó víða sé urð og klungur, og vaða árnar, þó straumurinn sé þungur. En svo eru þeir, sem ekki eiga hug til þess að hefja krossgönguna, þótt hinir séu fleiri, er þola þá raun og verða fyrir það meiri menn og betri. Hvorum tveggja lýsir skáldið í næsta erindi kvæðisins: Til er að heiglar hendi sér í fossinn, hyggi það minni raun en nálgast krossinn. En þó eru hinir þúsund sinnum fleiri, sem þjáningin gerir vitrari og meiri. Davíð veit og skilur, að lífi voru mannanna barna er nú einu sinni þannig farið, ef vér horfumst í augu við veruleikann, að í beinum sem táknrænum skilningi er það lauk- rétt, er hann segir í fyrrnefndu kvæði sínu: Að baki páska er föstudagurinn langi. Vissulega er hann mikill og dýr- mætur, já, með öllu ómetanlegur, arfurinn, sem vér íslendingar höf- um hlotið að eign í sálmum vorum og andlegum ljóðum, og er það þó eigi nema einn þáttur, mikilvægur að vísu, í hinum menningarlega arfi vorum. En það fylgir því ábyrgð að vera til slíks arfs borinn. „Ættgöfgi skuldbindur,“ segir gamalt spak-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.