Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1966, Page 52
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA is til Winnipeg. Stefán kaupmaður Sigurðson lánar mér 300 dollars.... hann tekur landið mitt í pant fyrir þessari upphæð. Nú kveð ég Geysis- byggð — ef til vill fyrir fullt og allt.“ Dagbókin byrjar aftur 10. okt. 1903, og er þá fjölskyldan setzt að einn fjórða úr mílu frá Garðar, N. D. í bókinni er að finna yfirlit um ferða- lag sumarsins og um dvölina á Garð- ar um veturinn. Vinir og vandamenn hafa útvegað fjölskyldunni hús og lagt til allan húsbúnað og eldivið til þess að Jóhann geti verið við skrift- ir, og heldur nú sögunni áfram: 30. okt. — „í dag byrja ég nú á skáldsögunni „Brazilíufararnir“.“ — (Þennan vetur ritar hann einnig smásögur fyrir blöðin og léikrit fyrir hina og aðra. Þáttur úr Brazilíuför- unum birtist í jólablaði Lögbergs): „3. nóv. 1903. — Fékk í dag meðal frá Halldórsson lækni. í dag las ég ritdóm séra Matthíasar Jochumssonar, um þriðja þátt Eiríks sögu Hanssonar.... Hann hrósar ís- lenzku minni, og segir að hún sé svo góð að unun sé að lesa. — Þetta er dálítið annar tónn en sá er heyrðist frá séra Friðrik Bergmann í vor.... Ég er séra Matthíasi þakklátur fyrir hinn ágæta ritdóm hans ... nú álít ég að sögunni sé borgið. 12. jan. 1904. — Páll Halldórson á Geysir sendir mér 38 dollars. . . . Verð fyrir kú og nokkrar kindur er hann seldi fyrir mig. Ég fékk bréf frá séra Hirti í dag. Hann segir: „Nú er þér borgið sem skáldi, því ritdómur séra Matthíasar Jochumssonar er þér meira en pen- inga virði, komandi frá hinu mesta íslenzka skáldi, sem nú lifir.“ Ég er viss um að þessi orð Hjartar eru mér eins mikils virði og ritdóm- urinn.... Hjörtur er sá langmesti gáfumaður, sem ég hef haft kynni af meðal Vestur-íslendinga. Ég las nýlega ritdóm Jóns Ólafs- sonar um fyrsta hefti Eiríks Hans- sonar . . . hann segir að sagan sé dá- vel sögð og málið þykir honum það bezta, sem hann hefur séð frá Vest- urheimi (reyndar álítur hann að eng- inn riti íslenzku vestan hafs nema tveir menn, og ég er hvorugur þeirra). í dag heimsótti mig Barði Skúla- son... hann kvaðst vera fyrst og fremst Bandaríkjamaður, og þar næst íslendingur. Ég sagðist vera fyrst og fremst íslendingur, og þar næst heimsborgari. M. Halldórsson læknir frá Park River kom til mín og vill að ég kaupi „Vínland“ og gerist ritstjóri þess. .... Magnús lögmaður Brynjólfs- son heimsótti mig. Hann vill að ég setjist að í húsi því, sem er á landi, sem hann ætlar að kaupa — nærri Mountain — þar vill hann að ég ljúki við söguna Brazilíufararnir, og ætlar hann og S. J. Eiríksson að hjálpa mér um það, sem ég þarf að lifa á — svo sem matvöru, eldivið og fleira. .... Húsið og allt er til.... ekki býst ég við að flytja fyrr en um miðjan apríl.“ Eitt sem ég sérstaklega tek eftir í þessum skrifum J. M. B. er hvað hann notar alltaf „ég“ en ekki „við“. Er það sjálfsagt vegna þess að í þá daga var konan oft ekki talin með, og þurfti því ekki að eigna henni neitt. í næstu setningu notar hann þó „við“:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.