Morgunblaðið - 20.12.1977, Síða 2

Morgunblaðið - 20.12.1977, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 Banaslys í Bakkafossi BANASLYS varð í nærmogun um borð í m.s. Bakkafossi, þar sem skipið lá f Sundahöfn. Fertugur maður klemmdist milli lestarlúga og hlaut bana af. Hann hét Agnar Agnarsson, til heimilis að Grjóta- götu 14 B. Hann var fjölskyldu- madur. Öljóst er hver voru tildrög þessa sviplega slyss, því að enginn varð þess var þegar Agnar heitinri kiemmdist millí lúganna. A Bakkafossi eru stálhlerar á lest- um og er þeim rennt af þegar lestarnar eru opnaðar og leggjast hlerarnir þá saman utan við lestaropið á þar til gerðum braut- um. Er þetta kerfi stundum nefnt hamonikulúgur. Þegar lúgunum var rennt af í gærmorgun tók enginn eftir neinu óvenjulegu. Stuttu síðar fóru þeir, sem unnu við skipið I kaffi, en þegar þeir komu til baka kiukkan rúmlega 10 sáu þeir Agn- ar klemmdan milli hleranna. Var hann þá látinn. 2 menn fórust með rækjubát á Ströndum í Kópavogi var á sunnudag kveikt á jólatré sem vinabærinn í Sviþjóð, Norköping, hafði sent bæjarbúum að gjöf. Jólatré þetta stendur við Félagsheimilið og þar fór afhendingin fram en sænski sendiherrann hér á iandi sá um þá hlið málsins. Jólasveinn kom i heimsókn og lét sér annt um börnin sem þarna höfðu safna/.l saman, eins og sjá má á þessari mynd Ol.K.M. Lamandi áhrif yfirvinnu- bannsins á innanlandsflug TVtill menn, Jóhann Snæfeld l’álsson, 58 ára, Hamrabæli í Steingrímsfirði, og Loflur Ingi- nundarson 23 ára, Drangsnesi, örusl með rækjubátnum Pöl- stjörnunni ST 33 frá Drangsnesi í mynni Steingrímsfjarðar á laugardag. Jóhann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn, og Loftur lætur eftir sig i iginkonu og tvö börn. Siðast sást til Pólstjörnunnar í mynni Steingrímsfjarðar um klukkan hálf fimm á laugardag og samkvæmt talstöðvarsamskiptum við rækjubátinn Grímsey, voru þeir Jóhann og Loftur þá með síðasta togið. Þegar báturinn kom ekki til lands, var farið að svipast um eftir honum og um kvöld- matarleytið var hafin skipulögð leit. Þrettán rækjubátar frá Hólmavík, Drangsnesi, Hvamms- tanga og Skagaströnd tóku þátt í leitinni og björgunarsveitir SVKI á Hólmavik og Drangsnesi gengu fjörur frá Ennisnesi norður i Bjarnarfjörð og björgunarsveitin á Hvammstanga gekk fjörur frá Skarðsvita að Vatnsnestá í Hindisvik. Um hálftvöleytiö fundu Ieitarbátarnir brak úr Pól- stjörnunni um 4 mílur frá Gríms- ey og um fjögurleytið fannst svo gúmbjörgunarbátur Pólstjörn- unnar á reki 8,5 sjómílur frá Grimsey og 6,5 sjómílur frá Ennisnesi. Báturinn var hálffull- ur af sjó og bar þess engin merki, að menn hefðu farið um hann höndum. Þótti þá vist að mennirn- ir hefðu farizt og var leit hætt. Pólstjarnan ST 33 var tólf tonn að stærð. Leitarflokkar leituðu fjörur bæði í gær og á sunnudaginn en sú leit hafði ekki borið árangur þegar Mbl. hafði síðast fregnir. ALLT situr við það sama í kjara- deilu flugumferðarstjóra, en þeir hafa verið í yfirvinnubanni frá því um miðja síðustu viku. Sagði Ingvar Valdimarsson, formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra, að ekki hefði verið boðað til neinna viðræðna út af þessu máli. Ingvar sagði, að i gær hefðu allir starfsmenn í flugstjórnar- miðstöð komið til starfa en ekki hins vegar nema einn af þremur starfsmönnum í flugturni, þ.e. vaktstjórinn. Hann hefði því að- eins getað sinnt reglubundnu áætlunarflugi og einnig lítilshátt- ar millilandaflugi um Reykjavik- urflugvöll, þar sem voru ferju- flugvélar. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagði í samtali við Mbl. að yfirvinnubannið hefði mjög lamandi áhrif á allt innan- landsflug Flugfélagsins á mesta annatíma ársins, því að ekki væri nú unnt að fljúga á marga staði að kvöldlagi t.d. á Akureyri og Egils- staði til að Iétta mesta álagið í innanlandsfluginu að degi til vegna þeirra staða sem aðeins er hægt að fljúga til í dagsbirtu, svo sem Vestmannaeyja, Isafjarðar og Norðfjarðar. Sagði Sveinn að nauðsynlegt væri að finna lausn á þessu máli áður en aðalönnin hæfist því að ella gæti orðið hreint öngþveiti. Maður lézt í bruna Geir Hallgrímsson forsætisráðherra: Lífeyrissjóðir betur færir um að sinna hlutverki sínu með verðtryggingu fjármuna Undanþágur frá verðbréfakaupum, ef sérstakar ástæður eru GEIR Hallgrímsson forsætis- ráðherra mælti í gær í neðri deild Alþingis fyrir breytingar- tillögu, er hann flytur við frumvarp um erlendar lántöku, ábyrgðarheimildir og aðrar ráðstafanir í ríkisfjármálum, varðandi skyldukaup lífeyris- sjóða á verðtryggðum skulda- bréfum. Gengur tillagan út á það „ef sérstakar fjárhagsað- stæður einstakra Iffeyrissjóða krefjast, geti fjármálaráðherra lækkað framangreint hlutfall (40%) verðbréfakaupa af ráð- stöfunarfé“. Verðtrygging fjármagns lífeyrissjðða Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra sagði m.a. að það væri eðlileg ávöxtun fjármagns líf- eyrissjóða, almennt séð, að verðtryggja 40% ráðstöfunar- fjár með þeim hætti, er frum- varpið gerir ráð fyrir. Höfuðtil- gangur lífeyrissjóðanna er, sagði forsætisráðherra, að tryggja meðlimum þeirra líf- eyri, þegar starfsferli er lokið, vegna aldurs eða af öðrum or- sökum. Verðtrygging fjár- magns sjóðanna gerir þá betur færa um að sinna þessu höfuð- hlutverki. Annaö höfuðvið- fangsefni lífeyrissjóðs hefur verið að tryggja meðlimum sín- um lánsfjármagn til íbúðabygg- inga. Þegar til lengri tíma er litið gerir slík ávöxtun eða verótrygging ráðstöfunarfjár Iífeyrissjóða einnig betur í stakk búna til að sinna þessu hlutverki. Sá hluti ráðstöfunarfjár líf- eyrissjóða, sem verðtryggður verður með verðbréfakaupum, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, skiptist, eftir nánari ákvörðun stjórnvalda, milli fjárfestingarsjóða atvinnuveg- anna og byggingarsjóðs ríkis- ins. Verðtrygging 40% ráð- stöfunarfjár með þessum hætti er liður í viðleitni til að skapa grundvöll til jöfnunar á kjörum þeirra, sem eiga annars vegar aðild að verðtryggðum Iífeyris- sjóðum og hins vegar að óverð- tryggðum. Forsætisráðherra minnti á að samkvæmt fjárlög- um greiddi ríkissjóður veruleg- ar fjárhæðir til verðtryggðs líf- eyrissjóðs opinberra starfs- manna, sem væri að þessu leyti betur settur en hinir almennu lífeyrissjóðir. Forsætisráðherra sagði aö skv. 2 mgr. 3. gr. laganna væri skipting andvirðis verðbréfa, er lífeyrissjóðir keyptu, milli fjár- festingarsjóða atvinnuveganna og byggingarsjóðs ríkisins, lögð í vald ríkisins. Þetta væri nauð- synlegt til að gera ákvæði og markmið lánsfjáráætlunar virkari. Forsætisráðherra ræddi slðan aukningu lánveit- inga milli ára og taldi, að þrátt fyrir aukinn hlut atvinnuvega I umræddu ráðstöfunarfé, myndi fjárfesting í íbúðarbyggingum aukast aó magni til um 6% á komandi ári en dragast saman um 2—3% hjá atvinnuvegun- Framhald á bls. 30. LAUST fyrir klukkan sjö á laugardagskvöld urðu menn varir við eld f kjallara hússins númer 27 við Þingholtsstræti í Reykja- vík. Lögreglubifreið var nær- stödd og gerðu lögreglumennirn- ir slökkviliði aðvart og jafnframt reyndu þeir að brjótast inn í hús- ið en urðu frá að hverfa vegna elds og reyks. Skömmu síðar kom slökkviliðið á staðinn og fóru reykkafarar inn í kjallarann og fundu þar mann liggjandi. Reyndist hann vera látinn. Maðurinn hét Hilmar Sigurðs- son, til heimilis að Selvogsgötu 13 i Hafnarfirði. Hann var 45 ára gamall. Eldur kom upp í efri hæð þessa sama húss fyrir tveimur árum síð- an og bjargaðist þá maður út með naumindum. Siðan hefur hæðin staðið ónotuð en verkstæði var í kjallara þess. Það var i herbergi innaf verkstæöinu sem maðurinn fannst látinn. Óvíst er um elds- upptök. Guðmundur í 3. sæti í New York NÚ ERU aðeins þrjár umferðir eftir á alþjöðlega inótinu í New York, þar sem þeir keppa Guð- mundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson. Guðmundur er í 3ja sæti með 8 og 'á vinning en Helgi hefur 7 og 'A og á enn möguleika á alþjóðlegum meistaratitli. Guðmundur sagöi í samtali viö Mbl. í gær að honum hefði i um- ferðinni í fyrradag orðið hrapal- lega á í messunni og tapað illa fyrir Mednis frá Bandarikjunum. Kvaðst Guðmundur hafa verið kominn með gjörunna stöðu auk þess sem andstæðingurinn var í þann veginn aö falla á tíma, þegar hann lék einum þeim hrapalleg- asta afleik sem hann kvaöst hafa gerzt sekur um á ferli sínum sem skákmaður nú hin síðari ár. Sner- ist taflið þar með algjörlega við. Helgi hins vegar vann og á mögu- leika á alþjóðlegum meistaratitli ef hann heldur vel á spöðunum það sem eftir er. Efstur á mótinu er nú stór- meistarinn Laine með 11 vinn- inga, Mendis er í öðru sæti með 9 vinninga en Guðmundur hefur 8 og V4. Helgi hefur 7 og Ví eins og áður segir en staða hans er nokk- uð óljós vegna þess hversu marg- ar biðskákirnar eru. --------/--------------- Jón L. á evrópumeist- aramót í skák JÓN L. Árnason, heimsmeistari sveina i skák, mun nú yfir hátið arnar keppa á Evrópumeistara móti unglinga i Groningen i Hol- landi, en mót þetta stendur dag- ana 21. desember til 5. janúar. Bróðir hans, Ásgeir Þ. Árnason, mun verða með Jóni, honum til trausts og halds. Mót þetta er nokkru sterkara en mót það sem Jón tefldi á í Frakk landi er hann varð heimsmeistari. þar sem þarna eru keppendur allt upp i 20 ára Hættulegustu and- stæðingar Jóns eru álitnir Krum Georgiev frá Búlgaríu. Attila Grósz péter frá Ungverjalandi og Sergei Domatov frá Sovétrikjunum Teflt er eftir svissnesku kerfi, ekki ósvip- uðu Monradkerfinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.