Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
5
Tónlistarfélagið:
Einleikstón-
leikar Unnar
Sveinbjarn-
ardóttur
UNNUR Sveinbjarnardóttir, lág-
fióluleikari, heldur sína fyrstu
einleikstónieika á vegum Tónlist-
arfélags Reykjavíkur nk. þrióju-
dagskvöld og hefjast þeir kl. 9 í
Austurbæjarbíói. Með Unni leik-
ur Halldór Haraldsson, píanóleik-
ari.
Unnur Sveinbjarnardóttir lauk
prófi í fiðluleik frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík árið 1969 og var
kennari hennar Björn Ölafsson.
Síóan stundaói Unnur nám við
Royal College of London og lauk
þaðan prófi í lágfiðluleik 1972.
Hún var auk þess eitt sumar nem-
andi Bruno Giuranna við L'Aka-
demie musivale í Sienna á ítalíu
en þaðan fór hún til framhalds-
náms vió West Deutehe Musik-
akademie í Detmold. Unnur Iauk
þaðan einleikaraprófi voriö 1977
með frábærum vitnisburði. Kenn-
ari hennar þar var prófessor Ti-
bor Varga.
Unnur hefur með námi verið 1.
lágfiðluleikari í kammersveit Tib-
or Varga og tekið þátt í tónleika-
ferðum víða um Evrópu og haldið
sjálfstæða tónleika á listahátíð í
Sion í Sviss.
Á efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir M Marais, P. Hinde-
smith, Schumann og Brahms.
Kirkjan heitir
Fossvogskirkja
ÞAÐ VIRÐIST vera nokkuð á reiki
nafn kirkjunnar i Fossvogi. en i Mbl.
á laugardag var greint frá hljómleik-
um kirkjukórs Akraness er fram fóru
i Fossvogskirkju. Spurt hefur verið
hvort hér sé um að ræða nýja kirkju i
Reykjavik, en svo mun ekki vera, þar
sem þetta er kirkja sú i Fossvogi er
gengið hefur undir nafninu Foss-
vogskapella og er i umsjá Kirkju-
garða Reykjavíkur. Friðrik Vigfússon
forstjóri Kirkjugarða Reykjavikur,
sagði i samtali við Mbl. að kirkjan
héti Fossvogskirkja og svo hefði allt-
af verið, enda þótt kapellunafnið
væri e.t.v. útbreiddara. Hins vegar
væri um að ræða tvær kapellur er
notaðar væru til kistulagninga svo
og jarðarfara er fram færu i kyrrþey.
Athugasemd
I Mogunblaðinu í dag er skýrt
frá þvi, að ég hafi sagt starfi mínu
lausu hjá Ríkisútgáfu námsbóka.
Tæpast er hægt að skilja frásögn
blaðsins öðru vísi en þannig, að
ástæðan til uppsagnar minnar sé
sú, að ég hafi náð cftirlaunaaldri.
Ég leyfi mér því að biðja
Morgunblaðið að geta þess, að
ástæðan er ckki þessi, hcldur
óánægja mín með mat vissra aðila
í Fjármálaráðuneytinu á því
starfi sem ég hef gegnt hjá hinu
opinbera s.l. 21 og 'á ár.
Ekki var það ætlan min að víkja
að þessu opinberlega, en vegna
ofangreinds misskilnings tel ég
rétt að gera það.
Með þökk fyrir birtinguna.
18.12.1977.
Jón Emil Guðjónsson.
Bogmaður:
22. nóv. — 21. des.
Litur: Fjólublátt, kóngablátt
Steinn: Tópas.
Lykilorð: Frelsi, námfýsi.
Hvenær ert þú fædd ?
Reynið ekki að hefta bogakonuna á nokkurn hátt, hún þarf að
vera frjáls sem fuglinn, en gefi hún þér einu sinni traust sitt,
mun hún standa við hlið þér, staðföst og trú.
Hindrið ekki óþrjótandi áhuga hennar fyrir ferðalögum, en hún á
það til að fá furðulegustu hugmyndir varðandi ferðalög á
óheppilegustu tímum. Hún er stundum tillitslaus og óróleg, en
hún hefur ákveðið takmark, sem hún er staðráðin í að ná.
Það á vel við hana að berjast við vandamál. í ástarlifi er hún
hugmyndarík og ævintýragjörn og leggur sömu rækt við andlegt
og líkamlegt samband.
Bogakona kann illa við sig í þröngum fötum, hún vill geta hreyft
sig frjálslega og óhindruð. Gallabuxur og bolir eru hennar
uppáhald. Þegar mikið stendur til, royndir hún að klæðast
öðruvisi en allar hinar.
Stjömumar ráða klænaði yWw»m
' geymir leyndarmálið
Austurstræti 22, 2. hæð,
sími 281 55.