Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977
13
Nýja heilsugæzlustöðin.
júní sama ár af Jóni Þorgilssyni.
Húsiö var teiknað af Hauki
Viktorssyni og Ulrik Arthurssyni
hjá Arkiv h.f. en aöra sérfræðiað-
stoð veitti Tækniþjónustan Ar-
múla 1. Samkvæmt teikningunni
eru meginálmur hússins tvær,
íbúðarálma og þjónustuálma, og
var ráðizt í að byggja íbúðarálm-
una fyrst og er það hún, sem nú er
tekin í notkun. Samið var við Jón
Má Adolfsson byggingarmeistara
um að byggja þennan fyrsta
áfanga hússins en ýmsir undir-
verktakar hafa tekið að sér ein-
staka þætti verksins. Aðalhæð
hússins er 625 fermetrar og kjall-
ari er 115 fermetrar. Þar er
kyndiklefi, þvottahús og aðstaða
fyrir föndurvinnu. A aðalhæð eru
4 íbúðir og 9 einstaklingsherbergi
og eru 9 vistmenn þegar fluttir
inn í heimilið, en fyrstu vistmað-
urjnn flutti inn 25. nóvember s.l.
íbúðir og herbergi eru með eld-
húskrók ef vistmenn kjósa sjálfir
að elda mat einstaka sinnum en
matur er framreiddur úr eldhúsi
hússins fyrir þá sem það kjósa.
Mikil aðsókn er að dvalarheimil-
inu og hefur ekki verið hægt að
sinna öllum óskum um pláss.
Það kom frá hjá Steinþóri að
kostnaður við húsið er.nú um 80
milljónir króna. Sveitarfélögin í
Hellulæknishéraði hafa lagt fram
drjúgan skerf til byggingarinnar
og fjölmargar gjafir hafa borizt
en að öðru leyti hefur byggingin
verið fjármögnuð með lánsfé frá
Húsnæðismálastjórn ríkisins, Líf-
eyrissjóði Rangæinga og Búnaðar-
banka íslands á Hellu. Að lokum
þakkaði Steinþór öllum þeim aðil-
um, sem með gjöfum og á annan
hátt hafa stuðlað að því að dvalar-
heimilið varð að veruleika.
Páll Björnssonoddviti tók næst-
ur til máls og skýrði frá tilurð
heilsugæzlustöðvarinnar. Það var
á miðju ári 1975 og menn fóru að
huga að þeim möguleika a<\ inn-
rétta húsnæði fyrir heilsugæzlu-
stöð í húsi, sem Verkalýðsfélag
Rangæinga og Lífeyrissjóður
Rangæinga voru að reisa á Hellu.
Eftir viðræður við heilbrigðisyfir-
völd var ákveðið á leita samninga
við eigendur hússins um leigu-
kjör og náðust samningar. Var þá
hafizt handa við innréttingu hús-
næðisins samkvæmt tillögu heil-
brigðisráðuneytisins. Er því verki
nú lokið en ýmislegt vantar enn
svo telja megi heilsugæzlustöðina
fulbúna, t.d. vantar enn mikið af
tækjum, en það stendur til bóta
samvkæmt því, sem fram kom í
ræðum ráðamanna á laugardag-
inn. Starfsfólk heilsugæzlu-
stöðvarinnar er nú Jónína
Jónsdóttir ljósmóðir, Erla
Ölafsdóttir hjúkrunarfræðingur
og Jón Snædal héraóslæknir.
Unnið er að þvi að fá tannlækni
og tannsmið til starfa á Hellu en
aðstaða er fyrir þá í nýju heilsu-
gæslustöðinni. í Hellulæknishér-
aði eru nú fimm hreppar, Djúpár-
hreppur, Holtahreppur, Asa-
hreppur, Landmannahreppur og
Rangárhreppur.
Næstur tók til máls Matthias
Bjarnason heilbrigðisráðherra.
Hann sagði i upphafi máls síns að
ur. Ráöherrann rakti þvínæst
sögu Hellulæknishéraðs og minnt-
ist sérstaklega brautryðjenda-
starfs Ölafs Björnssonar læknis.
Matthias Bjarnason kvaðst
mundu beita sér fyrir því á Al-
þingi að samþykkt yrði fjárveiting
til kaupa á húsnæði því, sem
heilsugæzlustöðin er í en eigend-
ur hússins hafa boðið ríkinu
húsnæðið til sölu á hagstæðu
verði. Að lokum sagði ráðherrann
að íbúar Hellu og nágrannasveit-
anna gætu verið stoltir af upp-
byggingu liyggðarlagsins og ósk-
aði þeim til hamingju með hinar
nýju og glæsilegu stofnanir, sem
nú væri verið að taka i notkun.
Þakkaði bann öllum þeim, sem
unnið hefðu að því að heilsugæzlu-
stöðin og dvalarheimilið væru til-
búin til notkunar og sérstakar
Sr. Stefán Lárusson í Odda annaðist helgistund í Lundi.
síðan lög um heilbrigðisþjónustu
tóku gildi árið 1974 hefði mark-
visst verið unnið að því aö byggja
upp heilbirgðisþjónustu úti á
landsbyggðinni og stæðu vonir til
að árið 1979 hefðu öll héruð feng-
ið heilsugæzlustöðvar. Sagði ráð-
herrann að það væri trú þeirra,
sem að heilbrigðismálum störf-
uðu, að stefnt væri i rétta átt meö
þeirri nýbreytni, sem nú væri tek-
in upp með hópvinnu heilbrigðis-
stétta í fáum en vel búnum heilsu-
gæzlustöðvum, i stað þess að einn
læknir hefði unniö þessi störf áð-
þakkir færöi hann Ingólfi Jóns-
syni alþingismanni fyrir hans
mikla starf í þágu byggðarlagsins,
en Ingólfur lætur sem kunnugt er
af þingmennsku næsta vor.
Að lokum ávarpaði Ingólfur
Jónsson viðstadda og þau Sigurð-
ur Óskarsson, framkvæmdastjóri
Verkalýðsfélagsins, frú Hanna
Bjarnason, formaður Kvenfélags
Oddakirkju, og Jón Þorgilsson,
varaformaður Lionsklúbbsins á
Hellu, fluttu stutt ávörp og færðu
dvalarheimili aldraðra gjafir.
— SS.
Hér birtist síðari hluti hins
mikla ritverks um sævíkinga
fyrri tíma við Breiðafjörð,
sannar frásagnir mikillar
sóknar á opnum bátum við
erfiðar aðstæður, sem stund-
um snerist upp í vörn eða
jafnvei fullan ósigur. Nær
hvert ár var vígt skiptöpum
og hrakningum, þar sem hin-
ar horfnu hetjur buðu óblíð-
um örlögum byrginn, æðru-
og óttalaust. Aflraunin við
Ægi stóð nánast óslitið árið
um kring og þessir veður-
glöggu, þrautseigu víkingar,
snillingar við dragreipi og
stýri, tóku illviðrum og
sjávarháska með karl-
mennsku, þeir stækkuðu í
’stormi og stórsjó og sýndu
djörfung í dauðanum, enda
var iíf þeirra helgað hættum.
— Um það bil 3000 manna er
getið í þessu mikla safni.
Er andinn mikilvægari en
efnið? Hefur góður hugur og
fyrirbænir eitthvert gildi?
Skiptir það máli hvernig þú
verð lífi þínu? Þessar áleitnu
spurningar vilja vefjast fyrir
mönnum og víst á þessi bók
ekki skýlaus svör við þeim
öllum, en hún undirstrikar
mikilvægi fagurra hugsana,
vammiauss lífs og gildi hins
góða. Hún segir einnig frá
dulrænni reynslu níu kunnra
manna, hugboðum þeirra, sál-
förum, merkum draumum og
fleiri dularfullum fyrirbær-
um, jafnvel samtali látins
manns og lifandi, sem sam-
leið áttu í bíl. Og hérerlangt
viðtal við völvuna Þorbjörgu
Þórðardóttur, sem gædd er
óvenjulegum og fjölbreyttum
dulargáfum. — Vissulega á
þessi bók erindi við marga, en
á hún erindi við þig? Ert þú
einn þeirra, sem tekur and-
ann fram yfir efnið?
Oétvfpq <•>( trt yóten liltMkcw hti) >thK ndlt-
útOR ikhi ttfitl ,<xjhi ikaWjolvrinp f"Vi'
•rrwd'lituon. t#»ii iiok undiuKilittf tif kom Ofl
hin oi li&fltikkhrvnnvr hvottvm hotlnmonni.
htfillnnrti óðwi lií ftlumit ofl iiloniVn Htrnini
„Ef ég hefði ekki vitað það, að
Guð er til, mundi ég hafa
trúað á hestana mína“, sagði
eyfirzki bóndinn Friðrik í
Kálfagerði, og skáldjöfurinn
Einar Benediktsson sagði:
„Göfugra dýr en góðan ís-
lenzkan hest getur náttúran
ekki leitt fram“. — Þannig
hafa tilfinningar íslendinga
til hestsins ávallt verið og eru
enn og sér þess víða merki. I
ríki hestsins undirstrikar
sterklega orð þessara manna.
Þar eru leiddir fram fræði-
menn og skáld, sem vitna um
samskipti hestsins, mannsins
og landsins, og víða er vitnað
til ummæla erlendra ferða-
manna. Bókin rtiun halda at-
hygli hestamannsins óskiptri,
eins og hófatakið eða jó-
reykurinn, hún mun ylja og
vekja minningar, hún er
óþrjótandi fróðleiksbrunnur
hverjum hestamanni, heill-
andi óður til Islands og ís-
lenzka hestsins.