Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESJEMIÍJ5R 1977 Ræningjar Akillesar fá ekki vist í Grikklandi Aþenu, Nikósíú. 19. des. AP — Reuter. MANNRÆNINGJUM Akilllesar Kyprianousar sonar Spyros Kyprianousar Kýpurforseta, verður ekki leyft að koma til Grikklands, að því er haft er eftir talsmanni rfkisstjðrnarinnar í dag. Talsmaðurinn sagði að stjórn Grikklands hefði samþykkt að greiða fyrir því að mann- ræningjarnir gætu komist brott frá Kýpur létu þeir Akilles laus- an, en þeim yrði þó ekki veitt landvist í Grikklandi. Litið er á þessa yfirlýsingu sem svo að hún tákni að Grikklandsstjórn muni leyfa flugvél með mannræningj- unum innanborðs að hafa við- Gandhi úr trúnað- arstöðum N.vju Delhi. 18. des. AP. FYRRVERANDI forsætisráð- herra Indlands, frú Indira Gandhi, kom stjórnarandstöðu- flokkunum, Kongressflokknum, í vanda á sunnudaginn var, er hún sagði af sér störfum í starfsnefnd flokksins, sem fer með æðstu völd innan hans. Afsögnin hefur kynt undir vangaveltum um að Gandhi, sem nú er sextug að aldri, hafi í hyggju að kljúfa flokkinn, en Kongressflokkurinn var við völd í Indlandi frá því að landið varð sjálfstætt 1947 þar til að hann beið ósigur í kosningunum í mars síðastliðnum og Janataflokkur núverandi forsætisráðherra, Moraji Desai, tók við stjórninni. Stjórnarandstöðuflokkurinn hefur nú um nokkurra mánaða skeið samanstaðið af tveim fylk- ingum — annars vegar þeim sem styðja núverandi þingforseta, Brahamanda Reddy, og hins veg- ar þeim, er krefjast þess að Reddy viki fyrir Gandhi. Hefur tvískipt- ing þessi ekki farið leynt og er ákvörðun Gandhi því ekki með öllu óvænt. Er taiið að hún muni knýja flokksieiðtoga til að taka alvarlega kröfur fylgismanna Indiru Gandhi um að hún hafi áhrifavald f málefnum flokksins. komu á Aþenuflugvelli á leið sinni til annars lands. Akillesi syni Kýpurforseta var sleppt lausum úr haldi á sunnu- dagsmorgun, en hann hafði þá verið fjóra daga í haldi hjá öfga- mönnum neðanjarðarhreyfingar- innar Eoka-B. Hreyfing sú berst fyrir sameiningu Grikklands og Kýpur og krafðist að fangelsaðir félagar sínir yrðu látnir lausir i stað Akillesar. Féllu þeir á endan- um frá kröfum sínum og létu Akilles lausan er þeim var lofað að þeir yrðu ekki sóttir til saka fyrir mannránið. A milli 40—50 þúsund manns vottuðu fjölskyldu Kyprianousar forseta virðingu sína í dag er þeir söfnuðust saman á Frelsistorginu í miðbæ Nikósíu. Skólum, verzlunum og skrifstofum var lok- að í þrjár klukkustundir í virð- ingarskyni við fjölskylduna. Þegar Akilles var færður til heimils foreldra sinna í gærmorg- un höfðu þar safnast saman ugi 3 þúsund manns til að fagna heim- komu hans. Er foreldrar Akilles- ar föðmuðu hann að sér mátti sjá að hann var fölur og þreytulegur, Forseti Kýpur Spiros Kyprianou og kona hans fagna hér Akillesi syni sínum eftir að hann hafði verið le.vstur úr haldi mannræningja í Nikosíu um helgina. en virtist að öðru leyti vera við góða heilsu. „Faðir minn breytti rétt gagn- vart ræningjunum. Það er ekki hægt að brjóta reglur ríkisins vegna eins manns“, sagði Akilles Þetta gerðist AP, þriójudagur 20. des. 1976 — Forsætisráðherra tsra- els, Yitzhak Rabin, segir af sér eftir að hafa tapað naumum meirihluta stjórnar sinnar á þingi. 1973 — Forsætisráðherra Spánar, Luis Carrero Blanco, lætur lífið, er bifreið hans er sprengd i loft upp. 1972 — Skyttur drepa átta karlmenn og fimm aðrir eru særðir í einum af blóðugustu átökum, sem átt hafa sér stað í N-írlandi. 1971 — Forseti Bandarikj- anna, Richard Nixon, flýgur til Bermúda til að ræða við Ed- ward Heath, forsætisráðherra Bretlands. 1954 — Frakkar senda 20.000 hermenn til Alsír. 1922 — Fjórtán lýðveldi í Rússlandi mynda sósíalísku ráðstjórnarlýðveldin. 1916 — Forseti Bandaríkj- anna, Woodrow Wilson, sendir friðarboð til allra aðila í heims- styrjöldinni fyrri. 1852 — Brezkar hersveitir leggja undir sig Pegu í neðan- verðri Burma í stríði við þar- lenda. 1712 — Svíar sigra -Dani við Gadesbusch í Póllandi. 1699 — Pétur mikli skýrir frá þvi að nýja árið skuli hefjast hinn 1. janúar. Fæddir þennan mánaðardag eru: Þýzki sagn- fræðingurinn Leopold von Ranke (1795 — 1886), Irena Dunne, fyrrverandi bandarísk leikkona (1904 — ) Hugleiðing dagsins: „Hvað á jarðrfki mundi maðurinn gera af sjálfum sér ef ekki stæði eitthvað í veginum fyrir hon- um?“ H.G.Wells, enskur sagn- fræðingur og rithöfundur (1866 — 1946). er hann var spurður um afstöðu föður síns í samningunum við mannræningjana. Akilles sagði að fremur illa hefði. verið búið að honum í fylgsnum mannræningj- anna. Allan tímann var bundið fyrir augu hans og varð hann að liggja allan tímann i byrgi sem var um tveir fermetrar og aðeins 50 sentimetrar á hæð. Sagðist hann i fyrstu hafa talið öruggt að' hann yrði líflátinn. „Og þar sem ég var hermaður bað ég um að vera tekinn sómasamlega af lífi“, sagði Akilles. A-í»ýzkaland: VEÐUR víða um heim Amsterdam 9 skýjað Aþena 7 rigning Beirut 19 sól Berlin 7 skýjað Brussel 10 bjart Kairó 16 bjart Chicago 4 skýjað Kaupmannah. 8 skýjað Frankfurt 3 bjart Genf O þoka Helsinki 3 skýjað Jóhannesarb. 26 sól Lissabon 16 rigning London 11 þoka Los Angeles 17 bjart Madrid 14 rigning Miami 27 bjart Montreal -3 skýjað Moskva 2 skýjað New York 2 skýjað Ósló -5 skýjað Paris 7 bjart Rómaborg 4 bjart San Fransisco 13 bjart Stokkh. 1 sól Tel Aviv 18 sól Vancouver 4 skýjað Vinarborg 0 þoka Rithöfundurinn Becker á braut Veslur-Berlfn, 19. des. Reuter. JUREK BECKER einn af þekkt- ustu rithöfundum Austur- Þýzkalands hefur flutt frá Aust- ur-Þýzkalandi og býr nú í Vestur- Berlín, að því er vinir höfundar- ins skýrðu frá í dag. Becker er fertugur að aldri og er þekktastur á Vesturlöndum fyrir kvikm.vnd sem gerð var eftir skáldsögu hans „Jakob Iygalaupur“ en sú saga fjallar um lífið í ghettóinu í Var- sjá. Becker fékk vegabréfsáritun f s.l. mánuði þar sem honum var leyft að fara frjálsum ferða sinna milli austurs og vesturs. Becker hefur fengið ýmsar við- urkenningar fyrir verk sín í Aust- ur-Þýzkalandi. Hann hefur í hyggju áð flytjast til Bandarikj- anna, en mun ætla sér að halda austur-þýzkum ríkisborgararétti sínum, svo fremi hann verði ekki sviptur honum. Becker tók þátt í því s.l. haust að gagnrýna stjórn- völd fyrir þá ákvörðun að reka Wolf Biermann úr landi. Lífeyrissjóðirnir mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar MORGUNBLAÐINU hafa bor- izt yfirlýsingar tveggja lands- samtaka lífeyrissjóða vegna ákvæða í frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um lánsfjáráætlun fyr- ir næsta ár, þar sem kveðið er á um skyldu Kfeyrissjóða til að verja 40% af ráðstöfunarfjár- magni til kaupa á verðtryggð- um skuldabréfum fram- kvæmdalánasjóða. Bæði sam- tökin, Landssamband lífeyris- sjóða og Samband almennra líf- eyrissjóða gagnrýna þessi ákvæði harðlega en afrit af bréfum stjórna þeirra til fjár- hags- og yiðskiptanefndar neðri dcildar Alþingis fer hér á eftir: „Stjórn Landssambands líf- eyrissjóða mótmælir eindregið þeim ákvæðum í frumvarpi til laga vegna lánsfjáráætlunar 1978, þar sem gert er ráð fyrir aö skylda lífeyrissjóði til að verja a.m.k. 40% af ráðstöfun- arfé þeirra til kaupa á verð- tryggðum skuldabréfum fjár- festingarlánasjóða. Akvæði þessi marka þáttaskil í samskiptum ríkisvaldsins við lífeyrissjóðina, en um alllangt skeið eða allt frá árinu 1970 hafa ríkisstjórnir haft samráð við samtök lífeyrissjóða um málefni þeirra, en tilgangur Landssambands lífeyrissjóða er m.a. „að gæta hagsmuna líf- eyrissjóða á sviði löggjafar og vinna að því að ríkisvaldið taki réttmætt tillit til starfsemi og þarfa lífeyrissjóðanna". — Landssamband lifeyrissjóða var stofnáð 1964 og þá gagngert vegna fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda svipaðs eðlis og nú er um að ræða. Innan vébanda landssambandsins eru nú 49 líf- éyrissjóðir. Frumvarp það sem hér um ræðir var iágt fram án þess að léitað væri álits samtaka líf- eyrissjóða á efni þess og telur stjórn landssambandsins það mjög misráðið. Undanfarin ár hefur fjáröfl- un rikisstjórna til fjárfestingar- lánasjóða hjá lífeyrissjóðum grundvallast á frjálsu sam- komulagi inilli þessara aðila. Stjórn landssambandsins telur, að þetta fyrirkomulag hafi tekist með ágætum og því engin ástæða til að fara inn á þá braut að lögskylda lífeyrissjóði til slíkra skuldabréfakaupa. Þá vekur stjórnin athygli á því, að ekki er raunhæft að gera ráð fyrir, að sjóðirnir geti varið 40% af ráðstöfunarfé þeirra í þessu skyni án þess að um stórfellda röskun á veitingu íbúðalána til sjóðfélaga þeirra verði að ræða. Stjórn landssambandsins dregur jafnframt í éía rétt stjórnvalda til að svipta meö þessum hætti líféyrissjóðina ráðstöfunarréttinum yfir fjár- magni þeirra, sem ótvírætt er eign sjóðfélaganna. Stjórn Landssambands lífeyrissjóða skorar á stjórn- völd að endurskoöa fyrirætlan- ir sínar í þessu efni og hafa um þær fullt samráð við samtök Iífeyrissjóða." Þá hefur Morgunblaðinu einnig borizt eftirfarandi bréf SAL til fjárhags- og viðskipta- nefndar: Framkvæmdastjórn Sam- bands almennra lífeyrissjóða hefur á fundi sínum í dag, föstudag 16. desember, fjallað um ráðagerðir ríkisstjórnarinn- ar að skylda éérhvern lífeyris- sjóð með lögum að verja á ári hverju a.m.k. 40% af ráöstöfun- arfé sínu til kaupa á verð- tryggðum skuldabréfum fjár- festingalánasjóða. Ef framan- greindar ráðagerir verða að lög- um, er gert ráð fyrir að lífeyris- sjóðunum verði skylt að verja á næsta ári a.m.k. 6,8 milljörðum kr. til fjárfestingalánasjóða. Af þessu tilefni vill fram- kvæmdastjórn Sambands almennra lífeyrissjóða taka fram eftirfarandi: Framkvæmdastjórnin mót- mælir harðlega allri lögbind- ingu á meðferð fjármagns líf- eyrissjóðanna. Jafnframt telur framkvæmdastjórnin að líf- eyrissjóðunum sé ofviða að kaupa verðtryggð skuldabréf af fjárfestingasjóðunum fyrir a.m.k. 40% af ráðstöfunarfénu og bendir á að biðtími eftir íbúðalánum hjá þeim, sem öðl- ast hafa full lánsréttindi, er frá nokkrum mánuðum í allt að einu og hálfu ári. Framkvæmdastjórnin vekur sérstaka athygli á því, að frum- varp þetta er lagt fram án nokkurs samráðs við lífeyris- sjóðina eða aðila * vinnu- markaðarins. Lífeyrissjóðir innan Sam- bands almennra lífeyrissjóða hafa fram að þessu staðið viö skuldbindingar sínar um verð- tryggð skuldabréfakaup af Byggingarsjóði rikisins og munu hér eftir sem hingað til standa við gefin loforð þar um. Hinir almennu lífeyrissjóðir voru settir á stofn í ársbyrjun 1970 samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum aðila vinnu- markaðarins frá árinu 1969. Við það verður ekki unað að stjórnvöld geti einhliða ráðsk- ast með fjármuni lífeyrissjóð- anna og gripið þannig inn í gerða kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Framkvæmdastjórn Sam- bands almennra lífeyrissjóða er að sjálfsögðu Ijós sá mikli vandi, sem sjóðirnir eiga við að etja á verðbólgutimum. Fram- kvæmdastjórnin er og hefur ávallt veriö reiöubúin að ræða ávöxtunarmál lífeyrissjóðanna og leita lausnar á þeim málum í samvinnu við stjórnvöld. Ilins vegar munu stjórnir lífeyris- sjóðanna sem skipaðar eru að jöfnu fulltrúum aðila vinnu- markaðárins, ekki ijá máls á þvi, að hægt verði með einhliða lagasetningu að ráðskast með fjármuni þeirra. Framkvæmdastjórn Sam- bands almennra lífeyrissjóða lýsir yfir fyllstu andstöðu sinni við slíkum vinnubrögðum, og skorar jafnframt á stjórnvöld að falla nú þegar frá ráðagerð- um sinum um lagasetningu vegna skuldabréfakaupa líf- eyrissjóðanna af fjárféstingar- lánasjóðum. Um slík kaup, skal nú sem áður semja á jafnréttis- grundvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.