Morgunblaðið - 20.12.1977, Page 33

Morgunblaðið - 20.12.1977, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 37 — Samhljóða niðurstaða dómendanna þriggja Framhald af bls. 32. framburður ákærðu Erlu um ..rauða húsið" Hélt hún burt af vettvangi á meðan á átökunum stóð eða i þann mund er þeim var að Ijúka Fór hún i umrætt hús, sem stóð mannlaust og hún hefur bent á og dvaldist þar til morguns. Um þær mundir, sem Geir- finnur hvarf skýrði hún vitni frá dvöl sinni i mannlausu húsi í Keflavik Ákærða Erla fékk far með tveimur ökumönnum á leiðinni frá Keflavík að morgni 20 nóvember 1974, öðrum frá Keflavik að mótum Reykjanesbraut- ar og vegarins til Grindavikur, en hin- um þaðan til Hafnarfjarðar Hefur verið hægt að staðreyna, að ökumenn þessir voru þarna á ferð umræddan morgun Annar ökumannanna þekkti ákærðu úr hópu stúlkna við sakbendingu Gat hann síðar rakið efni samtals, er þeim fór á milli, og ákærða hefur staðfest Er það álit dómsins, að sannað sé, þótt ekki sé litið til framburða meðákærðu. að ákærða Erla hafi verið að koma frá Keflavik þennan morgun Ákærða Kristjáni Viðari gafst kostur á að sjá ákærða Guðjón i fangelsinu við Siðumúla, er ákærði Guðjón kom til yfirheyrslu 15. mai 1976. Taldi hann sig þekkja þar „Útlendingslega manninn”, sem hefði farið með þeim til Keflavíkur 19. nóvember 1974 Ákærði Sævar Marinó gaf fyrst upplýs- ingar 28 október 1 976 um að ákærði Guðjón væri viðriðinn mál þetta Ákærði Guðjón neitaði fyrst i stað allri vitneskju um málið og kom játning hans stig af stigi á löngum tima um þátt hans í átökunum við Geirfinn Mjög erfitt hefur verið að fá ákærða til að tjá sig um sakarefni Hefur hann borið við minnisleysi og haft alls konar fyrirvara í framburðum sinum Við húsleit hjá ákærða Guðjóni, er hann var handtekinn, fannst minnis- bók. þar sem ákærði hefur skráð ýmis- legt úr dagblöðum um rannsókn Geir- finnsmálsins Þá virðist náið samband hafa verið milli ákærða Guðjóns og ákærða Sævars Marinós bæði fyrir og eftir hvarf Geirfinns. Ákærða Erla greinir og frá grunsamlegum samtölum þeirra og símtölum Otvíræðir framburðir Framburðir ákærðu Sævars Marinós og Kristjáns Viðars eru ótvíræðir um þátt þeirra i átökunum við Geirfinn, svo sem lýst hefur verið hér að framan. Varhugavert þykir að leggja alveg til grundvallar framburði þeirra um þátt ákærða Guðjóns i átökunum, en þar kemur fram m a að hann hafi tekið verulegan þátt i þeim og hvatt til að Geirfinnur væri tekinn i gegn Ákærði Guðjón hefur skýrt frá þvi. að hann hafi tekið i öxl Geirfinns og hindrað hann i að fara á brott og auk þess tekið Geirfinn hálstaki og haldið honum föstum Verið geti að ákætði hafi skellt honum til jarðar og að hann hafi dasast Ákærði sagði og: „Mér er Ijóst, að hann (Geirfinnur) lét lífið i átökum við okkur þrjá” Ákærðu og Sigurður Óttar voru fengin hvert í sinu lagi til að segja til um stöðu bifreiðanna í Dráttarbraut- inni, hvar þau og Geirfinnur hefðu verið á meðan á átökunum stóð og hvernig Geirfinnur hefði legið að þeim loknum Nokkurt misræmi kom fram um smáatriði. en framburðir ákærðu, einkum ákærðu Kristjáns Viðars. Sæv- ars Marmós og Guðjóns. voru þó áþekkir um margt Fulkomin vissa er fyrir því. að Geir- finnur Einarsson var í veitingahúsinu Klúbbnum að kvöldi sunnudagsins 1 7 nóvember 1 974, en þar kveðst ákærði Sævar Marinó hafa hitt hann og rætt við hann og ákærði Kristján Viðar kveðst hafa rætt um áfengisviðskipti við mann, sem hann telur að geti hafa verið Geirfinnur Einarsson Er vera ákærðu í Klúbbnum um þessar mundir studd framburði eins vitnis Ákærði Sævar Marinó kveður Geir- finn hafa gefið sér upp i Klúbbnum, nafn og heimilisfang, en ekki sima- númer. Geirfinnur hafði fengið sima nokkru áður, en var ekki i simaskrá og var símanúmer Geirfinns 3157 Ákærði Sævar Marinó kveðst hafa afl- að sé upplýsinga um simanúmerið hjá simanum í yfirheyrslu 28 október 1976 var ákærði spurður um. hvort hann myndi simanúmerið, sem ákærði Guðjón skrifaði á miða, er ákærði Kristján Viðar fékk við Hafnarbúðina Ákærði Sævar Marinó mundi ekki al- veg númerið, en taldi að i þvi hefði verið talan 3 1 Sævar frumkvöðull ferðarinnar Ákærði Sævar Marinó, sem var frumkvöðull ferðarinnar til Keflavíkur, virðist hafa fengið þá hugmynd af viðtalinu við Geirfinn, að Geirfinnur vissi um geymslustað á smygluðum spíritus í Keflavik Taldi ákærði Geir- finn vera „Geira í Keflavik”, er fengist hefði við smygl eða sölu á smygluðum spíntus, en um mann þennan er ekkert nánar vitað Einhverja hugmynd virðist ákærði hafa haft um Dráttarbrautina i Keflavik. því að þangað var ferðinni heitið Átti að fá Geirfinn með illu eða góðu til að gefa upp geymslustaðinn og bjóða honum peninga fyrir, en síðan var ætlunin að taka spiritusinn ófrjálsri hendi Ákærði Sævar Marinó virðist hafa verið svo viss i sinni sök um þetta og að um mikið magn af spiritus væri að ræða. að hann fékk ákærða Kristján Viðar til að útvega sendibifreið til að flytja spíritusinn. Ákærða Kristjáni Viðari virðist þvi hafa verið Ijóst í hvaða tilgangi ferðin var farin og hafði hann orð á þessari fyrirhuguðu ferð við tvö vitni, er að framan greinir, að þau telja um líkt leyti og Geirfinnur hvarf Vitnin hafa og borið í þessu sambandi að komið hafi verið að kvöldlagi um þetta leyti að sækja ákærða Kristján Viðar að Laugavegi 32. þar sem hann bjó um þessar mundir og annað vitnið sá ákærða halda út á Vatnsstíg og fara þar upp i bifreið, en ákærðu kveðast hafa lagt af stað frá Vatnsstíg til Keflavikur Ákærði Guðjón kveður ákærða Sævar Marinó hafa sagt sér, að hann ætlaði að eiga einhvers konar viðskipti við mann í Keflavik, að því er næst verður komist af framburði ákærða með spiritus. Hefur ákærði látið að þvi liggja, að hann hafi farið ferðina til Keflavikur af forvitni. Fram er komið í málinu, að ákærðu Sævar Marinó og Erla voru að Kjar- valsstöðum að kvöldi 19 nóvember 1974 ásamt móður ákærða Sævars Marinós. Kemur dvöl þeirra þar að áliti dómsins ekki í veg fyrir, að þau geti hafa verið i Keflavik síðar sama kvöld og vitni. er kveðst hafa hitt þau þarna minnir, að ákærði Sævar Marinó hafi sagt við það annað hvort þarna eða um 'þessar mundir, að hann væri að fara til Keflavikur Hi8 dularfulla stefnumót Samkvæmt framburði vinnufélaga Geirfinns, er ók honum, er hann fór i Hafnarbúðina i fyrra skiptið, sagðist Geirfinnur ætla að hitta einhverja menn honum ókunnuga við Hafnar- búðina og að stefnumót þetta væri dularfullt. Hefði hann verið boðaður með simtali og ætti hann að koma einn og gangandi Þá hafi hann látið að þvi liggja að ef til vill ætti hann að hafa með sér barefli Loks hafi hann talað um. að kona sin mætti ekki vita af þessu og skildist vitninu, að það væri krafa þeirra manna, er hann ætlaði að hitta Geirfinnur Einarsson fór i siðara skiptið heiman frá sér samkvæmt upp- lýsingum konu hans skömmu fyrir kl 22.30 og hefur ekkert spurst til hans síðan Bifreið Geirfinns fannst i nánd við Hafnarbúðina i Keflavik eftir hvarf hans og má telja öruggt samkvæmt framburðum vitna, að hún hafi verið komin þangað kl. 22.34 Ákærðu ber öllum saman um. að þau hafi verið þarna í bifreið á þessum tima Telja þau sig hafa verið komin til Keflavíkur er hlé var á sýningu i kvik- myndahúsi, er þau óku fram hjá, en það hófst kl 22.00 eða kl. 22.02 og ’stóð i um 1 0 minútur Ákærðu telja sig þekkja Geirfinn af myndum. er þau sáu af honum og eins hafa þau lýst nokkuð klæðnaði hans, þóft sú lýsing sé ófull- komin Fram er komið i málinu, að ákærði Kristján Viðar var undir áhrifum lyfja, en ekkert liggur fyrir um, að önnur ákærðu hafi verið það eða undir áhrif- um áfengis. Af samtali Geirfinns við áðurgreind- an vinnufélaga sinn mætti ætla, að Geirfinnur hafi jafnvel átt von á. að til átaka gæti komið við menn þá, er hann ætlaði að hitta Ummæli ákærða Sæ- vars Marinós i bifreiðinni á leið til Keflavíkur m a. um, að ef til vill þyrfti að láta mann hverfa, geta bent til þess, að ráðagerðir hafi verið uppi um að svipta Geirfinn lifi Þrátt fyrir þetta er ekki nægilega sannað að svo hafi ver- ið Átökin við Geirfinn Framburðir ákærðu Kristjáns Viðars. Sævars Marninós og Guðjóns um átökin við Geirfinn eru ekki á einn veg, en þó er Ijóst að ákærðu allir réðust á hann. er hann ætlaði burt Virðist af framburðum ákærðu, að árásin á hann i Dráttarbrautinni hafi stafað af gremju Framhald á bls. 46. LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155 Bogmaður: 22 nóv — 21 des. Litir: Allir bláir litir. Steinn: Topas Lykilorð: Hraði, heiðarleiki Vanti þig að vita sannleikann eða rétta skoðun á einhverju máli, þá spurðu bogamann. hann dregur ekkert undan. Bogamaðurinn setur mark sitt hátt og hræðist fátt. Hann sér lifið og tilveruna i skemmtilega réttu Ijósi en á það til. að stuða fólk, eins og t.d. með þvi að segja „þessi rúllukragapeysa fer þér mjög vel. hún felur alveg undirhökuna." hann meinar ekkert illt. Þetta er aðeins sannleikur. Bogamaðurinn er mikill unnandi iþrótta og útivista. Sem dæmi um fræga menn fædda i þessu merki, má nefna: Beethoven, Churchill. Noel Coward, Sammy Davis, Walt Disney, John Lindsay, Frank Sinatra, Mark Twain og Colin Porter. Hafi bogamaður áhuga á fatnaði. þá klæðist hann óaðfinnanlega eftir sinu eigin Þyggjuviti. En hann gæti lika látið konunni eftir fatakaup, fyrir sig, af þeirri einföldu ástæðu. að hann hefur ekki tima og eryfirhlaðinn af öðrum störfum og áhugamálum. Hvenær ert þú fæddur Stjörnurnar ráða klæðnaði þínum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.