Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 1
18. tölublað 9. árgangur Þriðjudagur 28. október 2003 ISSN 1025-5621 Upplag: 9.500 eintök Eyða ol mikln í áburð, véla- rekstur og aðkeypta bjónustu "Ekki er víst að allir hafi þolinmæði til að liggja yfir miklu talnasafni sem gjarnan fylgir bókhaldi og rekstrargreiningu. Hjá BsA er búið að skoða ýmis gögn um rekstur i gegnum árin og m.a. hefur rekstrargrein- ingin sýnt okkur að austfirskir bændur eyða undantekningarlítið miklu í áburð, véla- rekstur og aðkeypta þjónustu samanborið við best reknu búin. í fáum orðum sagt - fóðuröflun hér virðist vera dýr - þó að vissu- lega eigi það ekki við um öll bú," segir Jón Atii Gunnlaugsson, ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Austurlands. Jón segir ástæður eflaust breytilegar eftir búum. „Að vísu þarf að hafa í huga að tekjur af búskap verða yfirleitt ekki til nema að lagt sé í kostnað, en góður rekstur miðar að því að nýta aðfong sem best til öflunar tekna.“ Líklega hefúr mikil heyöflun í sumar valdið einhverjum kostnaðarauka, segir Jón og hvetur til þess að skoða vandlega hversu vel er hægt að nýta umffamhey og einnig hvort hægt sé að nýta búfjáráburð betur - og þar með að lág- marka áburðarkaup. „Er ekki möguleiki að lækka „rekstur búvéla“ að einhverju marki á næsta ári og áfram? Dæmi eru um að sameign véla og jafnvel verktakavinna hafi lækkað kostnað bænda við fóðuröflun umtalsvert og hvers vegna ekki líka í þessum landshluta,“ spyr Jón Atli og hvetur bændur einnig til að nota tölvur og þau forrit sem geta komið þeim að notum varðandi rekstur búanna. Þar mætti nefna áburðar- og fóðurforrit auk forrita til áætlunargerðar. „Yfirleitt standa einhver námskeið til boða í meðferð þessara forrita og þess utan geta ráðunautar oft komið mönnum á sporið. Sé tölvan fyrir hendi á bænum - ekki láta hana standa atvinnulausa - hún á að vera til hagsbóta," segir Jón Atli. Sjá grein eftir Jón Atla á vefnum www.bondi.is og í fréttabréfi Búnaðarsambands Austurlands. Stutl í þúsundasta áskrifandann Áskrifendum WorldFengs hefur fjölgað um 110 frá því 23. júní sl. og eru þeir nú alls 914. ís- lendingar eru fjölmennastir sem fyrr eða 514. Svíar eru næst fjöl- mennastir eða 91 og fast á hæla þeim koma Þjóðverjar með 90 áskriftir. Danir eru ekki langt að baki en 87 áskrifendur eru í Danmörku. Norðmenn eru í fimmta sæti með 43 áskrif- endur. Fjöldi áskrifenda í öðrum löndum er sem hér segir: Bandaríkin 25, Holland 18, Sviss 12, Austurríki og Finniand 9 og önnur lönd 16. LakasO kosttirinn er að urða rúlluplasfið Heildarnotkun á plasti 01 heyverkunar var 1600 011800 tonn á síOasta ári í samræmi við lög sem sett voru í lok árs 2002 ber að greiða úr- vinnslugjald af ýmsum vöru- flokkum þar á meðal af plast- filmu til heyverkunar. Gjald- skyldan af plastinu tekur gildi um áramót 2003-2004 og verður kr. 25 á kg sem innheimt er af innflutnings- eða söluaðila. Áætlað er að heildarnotkun á plasti til heyverkunar hafi árið 2002 verið 1600-1800 tonn. Gjaldið rennur til Úrvinnslusjóðs sem starfar samkvæmt áður- greindum lögum. Honum er ætlað að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu á úrgangi. Grétar Einarsson, bútæknideild RALA, segir í grein sem birtist á vefnum www.landbunadur.is að í verðlagsgrundvelli við mjólkur- framleiðslu (1. nóvember 2002) sé gert ráð fyrir að kostnaður við kaup á rúlluplasti sé kr. 214.362. "Frá sjónarhóli hins ein- staka bónda er um þónokkrar upphæðir að ræða sem verða greiddar til Úr- vinnslusjóðs. Af þessum tölum má ætla að keypt séu um 900 kg afplastfilmu á umrætt bú. Miðað við þær upplýsingar er nú liggja fyrir í viðaukalögum varðandi umsýslugjald er gert ráð fyrir 25 kr./kg eða um kr. 22.500 á bú. Að frádregnu umsýslugjaldi má Svona má ekki sjást f sveitum landsins. í fljótu bragði ætla að ríflegt svigrúm sé fjárhagslega til að flytja umbúðimar frá notendum á móttökustöð. Til að fá hvata í úrvinnslukerfið þyrfti því við endurskoðun laganna að kanna hvort ekki er grundvöllur fyrir í skilagjaldi. Það yrði ‘ fyrst og fremst til þeirra aðila sem skila umbúðunum í flytjanlegum og vel frágengnum einingum á mót- " tökustöð." Ýmsir valkostir hafa verið til skoðunar á endumýtingu á hey- verkunarplasti á undanfomum árum og skoðanir nokkuð skiptar. Að mati Grétars er lakasti valkosturinn yfirleitt valinn - eða að urða plastið með óskipulegum hætti. Ef plastinu væri komið til brennslu í þar til búnum ofnum má ætla að brúttó orkuverðmæti plastsins sé miðað við árssölu um 60-70 milljónir króna. Samkvæmt mengunarvamar- reglugerð er sorpurðun og sorp- brennsla háð starfsleyfi. Því er óheimilt að urða ffamleiðsluúrgang nema á viðurkenndum urðunarstöð- um en úrgangsplast í landbúnaði fellur undir þann flokk. Einnig er brennsla framleiðsluúrgangs óheimil nema í viðurkenndri brennslustöð með starfsleyfi. Urðun eða brennsla plasts hjá hveijum not- anda er því með öllu óheimil. Þetta fallega jjall heitir Hatta og blasir við í austurátt úr Reynishverfi í Vestur-Skaftafellssýslu, lengst til hœgri á myndinni er Hrafnatindur. Það var Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal, sem tók mynd- ina. Hann segir að uppi á fjallinu sé varða sem talið er að hafi á sínum tíma verið reist sem mið fyrir sjómenn. Sömuleiðis er á fiallinu endurvarpsstöð fyrir talstöðvarsamband. Baendablaðið kemur næst út 11. nóvember. Auglýsendur eru hvattir til að hafa samband sem fyrst til að tryggja sér gott pláss á góðum stað. Síminn er 563 0300.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.