Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 10
10 Bændabloðið Þriðjudagur 28. október 2003 Kálfafóstrur eru til í mismunandi útgáfum, en hægt er að skipta þeim gróflega upp í fóstrur með óheftum aðgangi og í tölvustýrðar fóstrur með takmörkuðu aðgengi að mjólk. Hægt er að takmarka aðgang að mjólk með því að setja merki í eyru og/eða hálsband sem gerir það að verkum að fóstran getur þekkt hvem einstakling og gefið honum mjólk í fyrirfram ákveðnum skömmtum. Ef fóstran á að virka vel ætti ekki að hafa meira en fjögurra vikna aldursmun á elsta og yngsta kálfi í hverjum hópi og venja ætti kálfana af ekki seinna en við 8-10 vikna aldur. i Tölvusfyrðar fóstrur eru til í fleiri útgáfum: Fyrir mjólkur- og súrmjólkurgjöf. Fyrir þurrmjólkurgjöf. Fóstrur sem geta gcfið allar ofantaldar tegundir af mjóik. Nokkrar tegundir fóstra á markaðnum geta I skammtað út mjólk í nokkra spena. Þetta gerir það að j verkum að einfaldara er að skipta kálfúnum í fleiri og | smærri hópa (mest 8-10 kálfar í hóp) á stærri búum. A einstaka búum eru vandamál vegna kálfa sem fá ekki næði til að drekka mjólkina úr fóstrunni. Þetta getur leitt til óeðlilegs sogs, s.s. á eyrum annarra kálfa. Til að koma í veg fyrir þetta er hægt að koma fyrir þar til gerðri stíu, með kálfafóstrunni innst inni í enda og grindum sitt hvoru megin þannig að kálfurinn fái frið til að drekka. Einnig er hægt að útfæra þetta þannig að tvö hólf geti notað sömu fóstruna. Hreyfanleg grind er sett upp þannig að ef að kálfur er að drekka öðru megin, þá lokar hann fyrir aðgang kálfa úr hinu hólfinu. Þannig er hægt að nota sömu fóstruna fyrir allt upp í 3-4 stíur, sem gerir það að verkum að hægt er að minnka aldursmun kálfanna í hverri stíu og nota bara eina fóstru. Minnkun mjólkurgjafar er hægt að stjóma með tölvunni og þannig fara kálfamir að éta meira kjamfóður (sem er væntanlega hjá þeim) sem hjálpar til við þroska líffæranna sem sjá um jórtmnina og gefúr það jafnframt möguleika á því að venja kálfana fyrr af mjólkinni. Hægt er að hafa tölvusfyrðu fóstmmar með vigt fyrir kálfana. Þannig er hægt að stilla fóstmna þannig að mjólkurmagnið minnki í takt við þunga kálfsins og taki þannig mið af vaxtarhraða kálfsins, byggt á inntöku mjólkur, kjamfóðurs og heys. Óheft aðgengi að súrmjólk getur virkað vel í hlýjum fjósum og er mælt með þeim þar sem að þrif em góð og rétt sýrð mjólk notuð. Þannig "fóstmr" er oft hægt að búa til heima með því að nota til dæmis tunnu og leiða slöngu ofan í tunnuna með spena á hinum endanum. Þetta hentar einungis þegar gefin er köld (um það bil 15°C) sýrð mjólk. Mikilvægt er að speninn og fóstran séu þrifin vel til að draga úr hættu á útbreiðslu smits. Allt gjafakerfi kálfanna ætti að ræsta daglega, en þrífa svo mjög vel einu sinni í viku. Einnig þarf að stilla fóstmmar reglulega til að fullvissa sig um gæði mjólkurinnar og að þær skammti ömgglega rétt. Kerfi sem gefa mjólk í gegnum spena virka vel og er frekar mælt með þeim en að gefa kálfum mjólk úr hefðbundnum fötum. Landssamband kúabænda, september 2003 Þýtt úr BUSKAP 06/03 Fylgist með lyrshi ævidögnm kallsins Með því að hugsa almennilega um hinn nýfædda kálf, leggur maður góðan grunn að heilsu hans aila ævi. Ef kálfurinn veikist minnkar vaxtarhraði, fóðrið nýtist verr og hann verður lélegri framleiðsluvara. Þetta á við hvort sem kálfurinn er alinn upp til að verða úrvals sláturdýr eða kvíga sem er á réttum aldri og nógu þung við fyrsta burð. Fyrir utan að sjá til þess að kálfurinn fæðist í hreinu og hlýju umhverfi verður að sjá til þess að hann fái nógu snemma góðan brodd. Fyrirsögnin er þessi, vegna þess að talið er að nautgriparæktendur hafi mikið að sækja á þessu sviði. Ónæmi 746 kálfa á aldrinum 1-15 daga, frá 88 mjólkurbúum og 17 holdabúum í Noregi var mælt. Blóðprufur voru teknar á tímabilinu frá október 2001 til og með júní 2002. Rannsókninni var sfyrt af Tore Malmo dýralækni. I þessari grein munum við líta á helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Ónæmi kálfa Andstætt við það sem gerist hjá mannskepnunni og mörgum öðrum dýrategundum eru mótefni ekki yfirfærð frá móður til afkvæmis á meðgöngu. Eftir nokkrar vikur fer kálfurinn að geta framleitt sitt eigið mótefni (virkt ónæmi), en nær ekki endanlegu ónæmisstigi fyrr en um 18 vikna aldur. Fyrir þann tíma er kálfurinn alveg háður mótefnum sem hann fær úr broddinum til að verja sig gegn sýkingum. Ef kálfurinn fær ekki þessa vörn úr mjólkinni er meiri hætta á því að hann verði veikur eða drepist, að það komi upp vandamál með flutning og/eða frávenjur og minni framleiðslugeta síðar á æviskeiðinu. Uppsafnað magn mótefna er yfirleitt lægst um 4ra-6 vikna aldurinn. Ef kálfurinn hefur fengið lítið af broddinum er hann viðkvæmur fyrir sýkingum alveg frá fæðingu. Eins og áður var talað um er kálfur með lítið af mótefnum viðkvæmari fyrir sýkingum. Þetta hefur ekki bara neikvæðar afleiðingar fyrir þennan einstaka kálf, heldur stuðlar þetta að aukinni smithættu fyrir önnur dýr á búinu. Ef fleiri kálfar í hópnum eru með lélegt ónæmiskerfi verður fljótlega mikil smithætta. Hversu sterkt ónæmiskerfið þarf að vera fer eftir aðstæðum, svo sem aðstöðu, umhverfi, ástandi kálfanna og smithættum í umhverfinu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að kálfur sem hefur minna en 10 grömm af mótefni í hverjum lítra blóðs er í fjórum sinnum meiri hættu á að veikjast og er í tvisvar sinnum meiri hættu á að drepast. Þetta kom fram við samanburð á kálfum sem eru yfir þessum mótefnamörkum. Ónæmi Tafla 1 sýnir að næstum 62% þeirra kálfa sem tóku þátt í rannsókninni höfðu mótefnamagn undir viðmiðunarmörkum. Af þeim voru 26% kálfanna undir 6 g/l. Þessir kálfar hafa fengið mjög iítið af broddi. Til samanburðar má nefna að í nýlegri sænskri rannsókn (Liberg) var sýnt fram á að einungis 14% kálfanna voru undir 10 g/1. Venjulega má búast við að 10 - 30% kálfanna séu undir mörkum. Með öðrum orðum, þá eru miklir möguleikar á að gera betur. A bak við tölurnar í töflu 1 eru miklar sveiflur. ■Meðal mjólkurbúa var fundið meðaltal fyrir alla kálfana á bæjunum, sem voru frá um það bil 4 g/l, til yfir 16 g/l. Á meðal holdanautabýla var munurinn frá um það bil 7 g/l til 15 g/l. Þetta sýnir að mikill munur er á vinnubrögðum við broddmjólkurgjöf ■Innan búa er mesti munurinn hjá kálfum á holdanautabýlum. Um það bil 50% af kálfum á spena hafa mörkin yfir 10 g/l. Að baki meðaltalsins á þessum bæjum finnast kálfar með mjög há og mjög lág mótefnagildi. Það segir sig sjálft að kálfar, sem finna fljótt spenann og fá að sjúga, fá mikinn brodd. Kálfar sem ekki fá að sjúga verða fyrr sljóir, þeir drekka minna magn af broddi og þegar broddurinn er loks kominn í þarmana er það á þeim tíma þegar upptaka efna í broddinum er minnkuð. Annað sem kom í Ijós í rannsókninni var að: ■Kálfar sem fæddust á tímabilinu frá október til desember höfðu lægra mótefnasvar (7,1 g/1) samanborið við kálfa sem fæddust á tímabilinu janúar til mars (8,1 g/l) og apríl til júní (8,6 g/l). Ekki fannst nein ástæða fyrir þessu en talið er að aðrar rannsóknir hafi sýnt sömu niðurstöður. Það er hins vegar vitað að upptaka mótefna í þörmum minnkar ef kálfinum hefur orðið kalt við burð. Þetta gæti verið ein af ástæðunum. •Þá var greinilegt að kálfar, sem áttu mæður á fyrsta eða öðru mjaltaskeiði, voru með lægra mótefnagildi en kálfar eldri kúa. Sama gilti um kálfa undan ungum holdakúm. Margar aðrar vísindalegar rannsóknir sýna einnig fram á þetta, að kálfar fyrstakálfskúa hafa lægra mótefnagildi. Lægri mótefnagildi Rannsóknin sýnir að kálfarnir hafa mun lægra mótefnagildi en nægir til að fá nógu gott mótefnasvar. Mótefnasvar kálfa er í fullu samhengi við þær umönnunarvenjur sem viðhafðar eru fyrstu ævidaga kálfsins og gæði broddsins sem kálfinum er gefinn. Reynslan eftir þessa rannsókn er sú að gefa ætti kálfum, sem eru slappir eftir fæðingu, brodd úr túttuflösku. Gott hreinlæti í umhverfinu er nauðsynlegt til að forðast sýkingu í naflastreng. Sótthreinsa ætti naflann hjá kálfum þar sem naflastrengurinn hefur slitnað stutt frá nafla. Hinn mikli munur á milli búa sem kom fram í rannsókninni sýnir að verulega þarf að bæta vinnureglur varðandi eldi smákálfa. Þýtt og endursagt úr BUSKAP 6/2003 Mótefnagildi hjá kálfum skipt eftir tegund búa: Tegund bús gr.mótefni /líter Meðal- frávik meðaltal Mjólkurbú - bás 8,07 0,23 Mjólkurbú - lausaganga 9,13 0,34 Holdabú 9,51 0,48 Kálfaldstrup og snit Þegar notaðar eru kálfafóstrur getur stærð kálfahópsins og aldurssamsetning haft mikil áhrif á heilsufar kálfanna. Með því að taka tillit til þessara þátta og gera einfaldar breytingar á umhverfinu er mögulegt að hafa betri stjóm á vægum öndunarfærasýkingum og sogvandamálum. Kálfafóstrur gera kálfmum kleift að viðhalda náttúrulegum drykkjuvenjum og hafa marga góða kosti, bæði fyrir kálfinn og ræktandann. Samt sem áður ber nokkuð á því að nokkur bú geta átt við vandamál að stríða varðandi skitu og sogerfiðleika. Það getur jafhframt verið mjög erfitt að hafa marga kálfa á mismunandi aldri í hóp sem drekkur úr sömu fóstru. Krefst eftirlits Það er auðvelt að kenna tækninni um en það sem er jafn mikilvægt í þessu samhengi er hvemig búnaðurinn er notaður. Kálfar þurfa jafn mikið, ef ekki meira eftirlit, þegar kálfafóstmr em notaðar miðað við þegar maður gefúr þeim handvirkt. Það getur verið erfitt að uppgötva væga skitu nógu snemma til að fjarlægja sýkta kálfinn. Gera má ráð fyrir að kálfar með viðvarandi skitu hafi 30- 40 kg minni sláturþyngd. Kálfafóstmr, sem gefa kálfum mjólk hvenær sem er, gætu verið ágætis lausn en gera það að verkum að engin takmörk em fyrir því hversu oft kálfamir drekka (t.d. súrmjólkurgjafir). Kálfamir vaxa yfirleitt hratt og með góðu hreinlæti er hægt að koma í veg fyrir skitu. Hins vegar gæti óheftur aðgangur að mjólk haft neikvæð áhrif á neyslu á fóðurbæti og heyi og þar með hægt á þroska vambarinnar. Norskar rannsóknir líkt og aðrar erlendar rannsóknir sýna fram á að kálfar sem fá litla mjólk en nógu mikið magn af kjamfóðri og heyi vaxa jafn hratt. Mismunandi styrkur ónœmiskerfts Tölvustýrt kerfi er hagkvæmara fyrir stærri bú og þar sem er stýrður burður. Einmitt í þessum tilfellum gætu smitvandamál komið upp. Þegar kálfar með tveggja mánaða aldursmun em settir saman í stærri hópa er það í raun viss áskomn að hafa stjóm á smithættunni á milli aldurshópanna. Ónæmiskerfi þeirra og mótstöðukraftur er mismunandi, sumir geta verið heilbrigðir smitberar á meðan aðrir em sérstaklega viðkvæmir fyrir smiti. í hópum þar sem aldursmunurinn er mikill og margir einstaklingar verður meira álag á þeim sem er í sjálfsalanum. Eldri og stærri kálfar sem em nær því að venjast af drykkjunni munu eiga auðveldara með að ýta ffá yngri kálfúm og þeim sem em neðar í goggunarröðinni. Þeir hafa ennþá mikla sogþörf eftir að þeim hefúr verið ýtt frá og gætu byrjað að sjúga aðra kálfa í staðinn. Þurrt og gott legusvæði verður til þess að kálfamir liggja meira og það verður minni óróleiki og pústrar í hópnum. Þýtt og endursagt úr BUSKAP 06/2003 Fyrirbyggjandi aðgerðir við notkun káifafóstra 1. Ekki hala lleiri en 8-10 kálfa í hóp. 2. Ekkl hafa kálfa með meira en eins mánaðar aldursmun í hverjum hópi. 3. Hafa kerfi með fleiri spenum eða nota grind þannig að hægt sá að nota kálfafóstruna í fleiri en einni stíu. 4. Hafa legusvæðið þurrt og laust við gegnumtrekk. 5. Hafa góða loftræstingu og gott loft í fjósinu. 6. Halda tækjunum hreinum (sérstaklega túttu, slöngum, pakkningum og mjólkurgeymi). 7. Þrífa vel á milli hópa (þegar að stíur eru tæmdar) og sótthreinsa ef um smitvandamál hefur verið að ræða.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.