Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. október 2003 5 HutningskostnaOur á landsbyggðinni Ríkisstjóm hefur samþykkt til- lögu mína um að hugmyndir um framkvæmd endurgreiðslu flutningskostnaðar verði útfærðar nánar á næstu mánuðum og kannað hjá Eftirlitsstofnun EFTA hvort endurgreiðslan standist áður en tekin verður ákvörðun um ffamhald þessa máls. í kjölfar umfjöllunar ríkis- stjómarinnar um flutningskostnað haustið 2001 skipaði sam- gönguráðherra starfshóp er skyldi fjalla um almennan flumingskosmað miðað við þarfir atvinnulífsins. Starfshópinn skipuðu fúlltrúar samgöngu-, iðnaðar- og fjármálaráðuneytis. Hópnum var m.a. ætlað að gera yfirlit um flumingskosmað fyrir- tækja og hvemig hann hefði þróast, fjalla um leiðir til að lækka flutningskostnað og skila tillögum um aðgerðir sem smðluðu að sem mestri samkeppni og lágum flutningskostnaði á landsbyggðinni. Starfshópurinn skilaði skýrslu um niðurstöður sínar í janúar 2003. Þar kemur m.a. ffrun að gjaldskrár flumingsaðila hafa hækkað verulega umffarn þróun neyslu- vöruvísitölu. Nefiidin telur ráðlegast, sé vilji til staðar til að styrkja flutninga, að taka upp ein- hvers konar beina flumingsstyrki til atvinnugreina sem talið er að eigi undir högg að sækja staðsetningar sinnar vegna. Iðnaðarráðuneytið fól Byggðastofhun að fara yfir til- lögur nefndarinnar og skoða hag- kvæmni flutningssfyrkjakerfis í samhengi við aðrar aðgerðir sem líklegar væm til að ná ffam sömu byggðamarkmiðum, meta umfang fluminga atvinnugreina sem talið væri að ættu undir högg að sækja vegna staðsetningar og meta hver styrkþörfin gæti verið. Stofnunin hefiir nú skilað af sér og kemst að þeirri niðurstöðu að endurgreiðsla hluta kosmaðar til ffam- leiðslufyrirtækja á landsbyggðinni vegna innanlands land-, sjó- og lofffluminga væri auðveldasta leiðin til þess að jafha samkeppnisstöðu fyrirtækjanna. Með þessu yrði stigið ákveðið skref í þá átt að koma í veg fyrir að fyrirtæki á landsbyggðinni neyðist til að flytja starfsemi sína á brott af landsvæðum þar sem rekstrarskilyrði em erfið vegna fjarlægðar ffá stærsta markaðssvæði landsins og aðalútflumingshöfh. Byggða- stofhun telur eðlilegt að undanskilja landbúnað, sjávarút- veg og fiskeldi, enda eðli þeirra atvinngreina að staðseming á landsbyggðinni sé hagkvæm. Einnig eigi að undanskilja olíu- og sementsfluminga sem þegar búa við jöftiun. Ekki er heldur gert ráð fyrir endurgreiðslu flumings- kosmaðar til verslunar og stóriðju. Valgerður Sverrisdóttir iónaðar- og viðskiptaráóherra Tæpir 3,5 milljarðar í fimningsjöfnuð á síðustu fimm árum í svari viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jón Bjarnasonar sem hann bar fram á Alþingi um nokkur atriði varðandi flutningsjöfnunarsjóð kemur fram að á sl. 5 árum var rétt tæpum 3,5 milljörðum króna varið til flutningsjöfnunar á oliu og sementi. I svarinu kemur fram að á árunum 1998 til og með 2002 hafa greiðslur til flutn- ingsjöfnunar numið frá 684 milljónum upp í 722 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaða sjóflutninga versnar Það kom líka ffam í svari ráð- herra að á síðustu árum hafi flutningatæki á landi orðið æ stærri og hagkvæmari um leið og vegakerfí landsins hefur batnað og vegir á milli landshluta hafa sfyst. Fyrir þær sakir er stöðugt orðið hagkvæmara að flytja vörur á landi miðað við það sem áður var á sjó. Stjómir flutningsjöfhunarsjóðs olíuvara og sements hafa tekið mið af þessu við ákvörðun flutningstaxta ffá framleiðslustað eða innflutningshöfh til viðkom- andi útsölu- eða verslunarstaða. Samkeppnisstaða sjóflutninga hefur því versnað á kostnað Iand- flutninga af ástæðum sem að ffaman greinir og hafa viðkomandi flumingstaxtar sjóðanna tekið mið afþví. Spurt var hvort flumingsjöfhun sements muni taka til flutnings á sementi til virkjana, svo sem Kára- hnjúkavirkjunar og sagði ráðherra svo ekki vera. Breytingar i vœndunt Þá spurði Jón hvort ráðherra ætli beita sér fyrir endurskoðun á hlutverki og reglum þessara flutn- ingsjöfnunarsjóða? Sé svo, hvaða markmið verða þar höfð að leiðarljósi? Ráðherra sagði stjómir sjóð- anna fylgjast stöðugt með breytt- um flutningsháttum og öðm sem tengist rekstri sjóðanna. Stjóm flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara vinnur nú að breyttu fyrirkomulagi á endurgreiðslu á flutningskostn- aði á olíuvömm. Það er m.a. til- komið af því að beinn innflutn- ingur og umskipun á olíu á sér nú stað á Akureyri en var áður ein- ungis á höfuðborgarsvæðinu. Þess ber og að geta að minni olíuskip em notuð við beinan innflutning á ströndina og losa þau farminn nú á nokkmm stöðum fyrir utan Reykjavík og Akureyri. Aðrar hafriir á ströndinni, fyrir utan Akureyri og Reykjavík, em því nú orðnar í reynd að blönduðum inn- flutnings- og olíuhöfnum. Þar með minnkar það magn olíu sem áður var flutt ffá einu innflutningshöfn landsins, Reykjavík, út á land. Um leið dregur úr þeim kostnaði sem flutningsjöfhunarsjóður hefur af flutningi á ströndina. Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða fyrirkomulag jöfhunar flutnings á sementi. Í áliti meirihluta iðnaðamefndar um frumvarp iðnaðarráðherra um breytingu á lögum um stofnun hlutafélags um Sementsverk- smiðju ríkisins á 128. lögg- jafarþingi var mælt með því að ákvæði laga nr. 62/1973, um jöfnun flutningskostnaðar á sementi, yrðu tekin til endur- skoðunar. Með ffamangreint álit meirihluta iðnaðamefndar í huga og í tengslum við almenna skoðun jöfhunar flutningskostnaðar á landsbyggðinni, sem unnin hefúr verið að undanfömu, var hinn 19. september sl. skipuð nefnd er falið var að taka til endurskoðunar lög nr. 62/1973. Nefhd þessi hefúr hafið störf og skal skila niðurstöðum sínum eigi síðar en um næstkomandi áramót. SANNKALLAÐ HÖRKUTÓL LT-F300F "MINKURINN" Árið 1986 byrjaði Suzuki umboðið að fiytja inn SUZUKI Minkinn, traust og endingargóð fjórhjól sem hafa nú 17 árum seinna löngu sannað sig í sveitum landsins sem traust vinnutæki með afburða endingu og lága bilanatíðni. Við erum ennþá að þjónusta hjól sem komu með fyrstu sendingnunni. Geri aðrir betur. Engin furða að þau eru sannkölluð hörkutól. Fjórhjóladrif, hágt og lágt drif ásamt skriðdrifi sem gefa 15 gíra áfram og 3 afturábak, 12v tengi hjá stýri, sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum auk spar- neytinnar og togmikillar vélar gera SUZUKI Minkinn að góðum kosti handa þeim sem vantar traust og gott fjórhjól og hugsa til framtíðar. Nú er rétti tíminn til að panta sér fjórhjól fyrir næsta vor. I samvinnu við SUZUKI í Japan getum við nú boðið þeim sem panta SUZUKI Minkinn fyrir 20. nóvember þetta einstaka fjórhjól á sérstöku tilboðsverði. Aðeins kr. 554.217 - án vsk. eða kr. 690.000- með vsk. Betra getur það nú varla orðið - alvöru fjórhjól á frábæru verði. Hátt & lágt drif auk skriðgírs = 18 gírar. $ SUZUKI SUZUKI UMBOÐIÐ EHF KAPLAHRAUN 1, 220 HAFNAFJÖRÐUR SÍMI: 565 1725, WWW.SUZUKI.IS •Tilboðið stendur til 20. nóvember 2003. SUZUKI umboðið áskilur sér rétt til verðbreytinga án fýrirvara.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.