Bændablaðið - 28.10.2003, Qupperneq 17

Bændablaðið - 28.10.2003, Qupperneq 17
Þriðjudagur 28. október 2003 BændaUaðið 17 4 Þann 15. okt. síðastliðinn var haldinn hátíðlegur alþjóðadagur kvenna í dreifbýli. Lifandi landbúnaður og Kvenfélagasamband íslands stóðu fyrir mikilli dagskrá í verslunarmiðstöðinni í Smáralind þar sem þessar myndir eru teknar. Aðsókn var góð og það var mál manna að dagurinn hefði hlotið mikla athygli. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á ýmsum málefnum sem snerta dreifbýlið, jafnt hérlendis sem erlendis. Deginum er einkum ætlað að beina athygli að framlagi dreifbýliskvenna til samfélagsins og efla samstöðu þeirra og samtakamátt. Þá er dagurinn notaður til að minna á fjölda kvenna í þróunarlöndunum sem yrkja þar jörðina við óviðunandi skijyrði og án allra réttinda. Um kvöldið bauð forseti Islands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, til móttöku á Bessastöðum þar sem gestir hlýddu á hvatningarorð forsetans og fræddust um staðinn. Þessar myndarlegu konur mættu á Bessastaði í sínu fínasta pússi. Þetta eru bændurnir Birna Hauksdóttir á Skáney, Halldóra Ingimundardóttir í Brautartungu og Kristin Gunnarsdóttir á Lundi. Anna Margrét Jónsdóttir, ráðunautur hjá Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda, ásamt Lindu Björk Ævarsdóttur, bónda á Steinnýjarstöðum. Glaðbeittar og merktar í bak og fyrir. Hr. Ólafur Ragnar Grimsson, forseti íslands, sagði í ræðu á hátíö sem haldin var af þessu tilefni að dreifbýliskonur gætu orðið afgerandi í sam- félagsflóru nýrrar aldar, þær gætu vakið athygli á mörgum málum og hvatt til nýbreytni og þarfra verka. F.v. Anna M. Stefánsdóttir, verk- efnisstjóri LL, Sigríður Bragadóttir, formaður LL, hr. Ólafur Ragnar Gríms- son og Helga Guðmundsdóttir, forseti Kvenfélagasambands íslands. Þessi unga sveitastúlka heitir Andrea Björk Kristjánsdóttir og er frá Steinnýjarstöðum á Skaga- strönd. Hún stendur fyrir framan sölubás þar sem ýmiss konar varningur tengdur Lifandi land- búnaði var á boðstólum. u NDSTOLPI •m I Fjós eru okkar fag • Weelink - fóðrunarkerfi • Ametrac - innréttingar í fjós • Promat og AgriProm - dýnur • Zeus Beton - steinbitar • Dairypower - flórsköfukerfi • PropyDos - súrdoðabrjóturinn • Urban - kjarnf.básar, kálfafóstrur • Skipulag fjósa, hönnun og ráðgjöf - Nýbyggingar, viðbyggingar, breytingar - Hafið samband - við mætum á staðinn Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: 4370023 / 8694275 s: 4865656 / 8989190 (M = HÉÐINN = Stórás 6 • IS-210 Garöabæ • Sími: 569 2100 • Fax: 569 2101 • www.hedinn.is Léttar, sterkar og þéttar Héðins iðnaðarhurðir - fyrir þá sem eru opnir fyrir gæðum Hönnun / smlði / viðgerðir / þjónusta ifc V ,V

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.