Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 28.10.2003, Blaðsíða 14
14 Bændobkiðið Þriðjudagur 28. október 2003 ar. Meirihluti framleiðslugetu Norð- lenska á Húsavík er nú nýttur vegna útflutningsins og aukist útflutning- urinn enn frá því sem nú er þá iiggur fyrir að bæta við nýrri vakt. Vand- inn er hins vegar sá að ekki er hægt að manna hana að óbreyttu. "Við fáum ekki fólk til að starfa í kjöt- iðnaði og þetta á jafht við um Akur- eyri og Húsavík. Við höfum reynt að bregðast við þessu með því að taka upp bónuskerfi í skurðinum en líklega verður endirinn sá að við þuríum að flytja inn fólk í einhveij- um mæli til að annast þessi verk." Tœkifœri og hættur Sigmundur sagði að auðvitað væri hægt að líta á útflutninginn sem "kvöð" á sláturleyfishöfum. Engu að síður vinnur Norðlenska að þessu útflutningi af heilum hug með megináherslu á útflutning til Banda- ríkjanna, því hefiir Norðlenska tekið upp samstarf við aðra sláturleyfis- hafa til að sinna innanlands- markaðnum og halda þannig stöðu sinni þar. Innanlandsmarkaðurinn væri vissulega dýrmætari en markaðir ytra, en í ljósi þess að Bandaríkjamarkaður gæfi best verð af útflutningsmörkuðum hefði verið mörkuð sú stefna að leggja rækt við hann. "Hér eru tækifærin en hættumar eru líka á hveiju homi. Það er hins vegar ákveðinn gæðastimpill að hafa komið vöm inn á þennan maikað og því megum við ekki gleyma." Aukin samvinna? Nú flytja sláturleyfishafar út kjöt á ýmsa markaði og Sigmundur var inntur eflir því hvort hann sæi ffam á aukna samvinnu þeirra m.a. til að koma í veg fyrir undirboð á viðkvæmum mörkuðum ytra. Sig- mundur sagði að undirboð væru þekkt staðreynd - jafnt á innan- landsmarkaði sem og á erlendum mörkuðum- og mætti nefha Færeyjar í því sambandi. Nú flytti Norðlenska eitt út kjöt á Banda- ríkjamarkað og WH hefði haft á orði að fyrirtækið. vildi sitja eitt að íslensku lambakjöti þannig að nýr aðili gæti auðveldlega skaðað markaðinn fyrir Norðlenska og þar með verð til bænda. Hið sama gæti eflaust gerst í Danmörku þar sem SS ræður ríkjum og án efa á Ítalíu þar sem Kjötffamleiðendur hafa helgað sér svæði. Sigmundur sagði að án efa gætu útflytjendur haft með sér samstarf í útflutningi til að halda uppi verði en í hvemig formi það ætti að vera væri önnur saga. Það er erfitt að skipu- leggja samstarf í útflutningi þegar hörð og grimm samkeppni er meðal þessa aðila á innanlandsmarkaði, auk þess væri útflutningsskylda upp á 36% erfið sláturleyfishöfum og setti svo há prósenta enn meiri þiýsting á sláturleyfishafa að selja út, í raun á hvaða verði, bara losa út kjöt. Tveggja ára IréB í forystugrein Bændablaðsins 14. október 2003 er því haldið fram að daginn eftir, hinn 15. október, verði i fyrsta sinn haldið upp á dag dreifbýliskvenna hér á landi. En það er alls ekki rétt. Um 250 konur úr uppsveitum Árnessýslu héldu dag dreifbýliskvenna hátiðlegan með kvöldvöku og listahátíö í Aratungu að kvöldi 15. október árið 2001. í tiletni dagsins var opnuð sýning myndverka og annarra listmuna í Aratungu, félagsheimili Tungnamanna. Þar sýndu 26 konur verk sín. Sýning þessi var glæsileg í alla staði og var opin almenningi alla vikuna. Óhætt er að segja að aðsókn að kvöldvökunni hafi verið frábær, konur á öllum aldri fylltu félagsheimilið Aratungu, stemmningin ógleymanleg og samkoman öll með gleðibragði. Hins vegar naut þetta framtak ekki mikillar athygli fjölmiðla, kannski eins og vænta má þegar einkaframtak sveitakvenna er annars vegar. Enginn fjölmiðill lagðist niður við að senda fréttakonu á staðinn, þrátt fyrir kynningu. Konur í uppsveitum Árnessýslu fagna því að dagurinn 15. október er nú opinberlega tileinkaöur dreifbýliskonum. Við væntum þess að i framtíðinni verði hátið haldin í hinum dreifðu byggðum landsins hinn 15. október sérhvert haust. ISDN og bændur Internetið (Netið) getur tétt dreifbýlinu mjög ýmsa vinnu. Þar hafa bændur einnig nýtt sér þessa tækni í mismunandi mæli. En betur má ef duga skal.. Allt bendir til þess að skráning og geymsla gagna verði í stórauknum mæli miðlæg í þjóðfélaginu. Þessi þróun er komin til með að vera hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við megum ekki standa hjá og skerða þar með möguleika okkar og barnanna okkar í framtíðinni. Það má segja að góð tenging við Netið sé orðin að sumu leyti jafn nauðsynleg og vegurinn heim til okkar. Við notum veginn fyrir flutning á nauðsynjum okkar og fólki, en Netið gefur okkur margháttaða möguleika til fróðleiks, skemmtunar og ekki síst til vinnu og öflunar menntunar í fjarnámi. Bœndasamtökin smída tölvukerfi jyrir Netið Eitt af markmiðum Bænda- samtakanna er að gæta hagsmuna bænda á sem flestum sviðum til framtíðar og stuðla að faglegri þekkingu í stéttinni. Því er orðin meginstefna í þróun nýrra forrita Bændasamtakanna að færa skýrsluhaldskerfin yfir á á Netið. Nú hefur landbúnaðaráðherra með reglugerð um merkingu bú- Qár nr. 463/2003 gert bændum i nautgripa-, svína- og alifuglarækt að einstaklingsmerkja bústofn sinn.Landbúnaðarráðuneytið fól Bændasamtökum Íslands að gera miðlægan gagnagrunn sem yrði aðgengilegur bændum þar sem þeir geta á Netinu skráð og skoðað fyrir sitt bú alla gripi, pantað merki o.fl. Á næsta ári er áætlað að komi á markað frá Bændasamtökunum nýtt skýrsluhaldskerfi fyrir sauð- fjárræktina sem einnig verður byggt á miðlægum gagnagrunni, miðlægri skráningu og miðlægri úrvinnslu. Þá má nefna að WorldFengur, upprunaættbók íslenska hestsins, hefur verið á netinu firá árinu 2001 með rétt um þúsund áskrifendur um allan heim. Tenging við Netið Þá kemur að einum af stóra þáttinum { þessu: hvemig er teng- ingum bænda háttað við Netið? Tengingar / línur em víða slæmar og bjóða ekki upp á notkun eins hér lýst að framan. Um árabil hafa Bændasamtök íslands þrýst á og reynt að fá aðgengilegri tengingar og ódýrari fyrir bæi í sveitum landsins. Þessi vinna hefur m.a. borið þann árangur að að 1. ágúst tók ný gjaldskrá gildi fyrir ISDN Plús. Uppkallsgjöld (upphafs- skref) eru felld niður og breyt- ingagjald úr venjulegum heimilis- síma í ISDN einnig. ISDN Plús er í eðli sínu lína sem getur borið þrjú sambönd. Fyrsta sambandið er D rás á hraðanum 9.6 kbs. Síðan koma tvær B rásir sem hvor um sig er á hraðanum 64 kbs. Þannig getur ISDN Plús skilað allt að 128 kb/s. D rásar hraðinn bætist ekki við í hraða Ferjaldið FRITZ' í ágúst tók Síminn einnig að selja nýtt ferjald sem er frá AVM Þýskalandi og ber heitið FRITZIX USB. Þetta ferjald, ólíkt þeim eldri, styður við ISDN Plús not- endastýrihugbúnað sem er þýskur eins og FRITZ en er með íslensku í valmyndum. Ferjaldið er einnig innanhússímstöð og má setja allt að fjögur venjuleg (analog) sím- tæki við hana og hringja á milli þeirra, flytja samtöl á milli símtækja. Þannig nýtast velflest gömlu símtækin áfram. Þó er þarna einn þáttur sem þarf að huga að en hann er sá ef rafmagnið fer af ferjaldinu þá verða allir símarnir óvirkir. Þar sem þetta getur verið öryggisatriði þarf að huga að því að fá ISDN símtæki sem er tengt beint við ISDN línuna við hliðina á ferjaldinu í svokallað NT box sem Síminn lætur í té. Þetta er sett þannig upp að ferjaldið er tengt við NT boxið. Síðan er feijaldið tengt við USB tengi tölvunnar og settur inn hug- búnaður í tölvuna til að stýra öllum tengingum og þar af leið- andi kostnaði af notkun. Eins er þessi hugbúnaður notaður til að stilla hvemig símtækin eru notuð sem eru tengd við ferjaldið. Þó þarf tölvan ekki að vera í gangi til að ferjaldið virki eins það var stillt í tölvunni. Raunar er mögulegt að stilla ferjaldið fyrir símtækin í gegnum símtækin sjálf. Það er þannig í ISDN kerfinu að ein Gmnntenging, en það er heiti ISDN tengingar, getur borið allt að tíu símanúmer þar sem níu af þeim em þá skilgreind sem aukanúmer Gmnntengingar.Um hvert aukanúmer þarf að biðja sérstaklega og er ekkert mál að sjá notkun þeirra eins og um venjuleg símanúmer væri að ræða á sundur- liðuðum símareikingum en sundurliðun þarf einnig að panta sérstaklega og kostar einhverjar krónur. Einnig er síminn með inn á sínum vef http://www.simi.is "Þínar síður" þar sem notendur geta skoðað sína símareikninga sundurliðaða án þess að greiða fyrir sundurliðun. Aukanúmer Því geta Guðrún og Jón haft hvort sitt símanúmerið og greiða um 90 kr. fyrir hvert aukanúmer og em þessi aukanúmer birt í símaskrá ef þau em skráð þannig. Þessum aukanúmerum ásamt aðalnúmeri gmnntengingar má stýra inn á hvaða símtæki sem er tengt við feijaldið. Er það gert í þeim hugbúnaði sem fylgir ferjaldinu. Einnig má þannig skil- greina aukanúmer fyrir faxtæki sem er þá tengt og skilgreint við ferjaldið og hringir þá einungis í faxtækið svo dæmi sé tekið. í öðm dæmi mætti hugsa sér að sími væri í útihúsi eða vélaskemmu og er þannig hægt að hringja á milli síma og inn í íbúð án þess að símakostnaður hljótist af. Lagnir fyrir síma þarf alltaf að leggja frá ferjaldi að símtækjum hvort sem þau em innanhúss eða í öðmm byggingum. Þangað sem bóndi vill leggja síma ffá ferjaldi á milli húsa þarf að setja jarðkapal sem er td. hægt að fá hjá síma- mönnum. Bændur hafa flestir að- gang að plóg og má nota hann til að fletta upp jörð og leggja kapalinn síðan í plógfarið og leggja plógstrenginn aftur yfir. Mikil munur á ISDN og ISDN Plús Ef við hugum aftur að ISDN og Símanum þá hefur það komið fram að Síminn setur upp ISDN hjá þeim sem þess óska og hef ég ekki spumir enn þá af neinni höfnun. Þó getur verið í undan- tekningartilfellum að línulengd frá býli að símstöð sé of löng og þarf þá grípa til annarra ráðstafanna sem em þá teknar fyrir í hverju einstöku tilfelli. Nú er það svo að mikill munur er á venjuegri ISDN tengingu og ISDN Plús tengingu á þann máta að þegar haft er samband við intemetið með venjulegri ISDN tengingu koma alltaf áðumefnd uppkallsgjöld fyrir hverja B rás sem er notuð hverju sinni. Engin D rás er virk í þessu formi áskriftar. í ISDN Plús hagar þessu öðmvísi til því að eins og áður segir em engin uppkallsgjöld tekin eða öllu heldur er reikn- ingslega séð veittur jafh mikill af- sláttur og uppkallskostnaður er. I hugbúnaði fyrir ISDN Piús sem stýrir hvemig tengingin er notuð er það þannig að fyrst er D rás tengd. Þessi tenging kostar ekki neitt, er inni í áskriftinni. Ef notandi vill meiri hraða þá er ýtt á fyrri B rásina og hún bætist við án uppkallsgjalds en er tímamæld í sekúndum. Ef notandi vill enn meiri hraða er ýtt á seinni B rásina og gildir það sama og um hina fyrri um gjöld og mælingu. Þá er tengingin komin upp í 128kbs. Opinber hámarkshraði ISDN er 128 kb/s, oft kallað bandvídd. D-rásin Nú kemur til sögunnar aftur D rásin, ég sagði áður að hún væri inni í áskriftinni. Þannig er að hluti áskriftargjaldsins hjá Inter- netveitunni er svokölluð útlanda- notkun. Þama er innifalið 100 mb. "download'Vniðurhal erlendis frá og kemur þetta líklega ISDN notendum flestum á óvart. Þetta er hugsað þannig að þótt hraðinn sé ekki mikill á D rásinni getur hann náð miklu magni í gegn á löngum tíma og er þessi gjaldtaka hugsuð fyrir erlent niðurhal eingöngu og þá vegna þess að D rásin er að öðm leyti frí. Ef notandi fer fram úr þessum 100 mb. kemur það ffarn á símareikningi sem mælt erlent niðurhal og kostar þar hvert mb. um 2,50. D rásin nýtist til margra hluta þótt hún sé á litlum hraða. Má þar nefna Irc., MSN, tölvupóst og jafhvel hafa prófanir á léttum vef- síðum eins og t.d. í nýja sauð- fjárræktarkerfmu gefíð vonir um að unnt sé að vinna hreinlega í vefsíðum sem em hannaðar með D rásina í huga. í næsta útgáfu af ISDN+ hugbúnaðinum fylgir WAP möguleiki með og notast hann líkt og WAP í GSM. Bara til að árétta, þá kostar ekkert að nota D rásina innanlands fyrir utan fastagjaldið. Munur á venjulegri símalinu og ISDN í samnburði við venjuleg mó- dem (Analog) þá er mikill munur á hraða og gæðum tengingarinnar. Þar sem ég hef séð til hefur verið algengast að módem hafl verið að skila í raun um 11 kbs. upp í um 28 kbs. í innan við fímm tilfellum hef ég séð módem vera að skila yfir 45 kbs. Módem hafa einnig mikla tilhneigingu til að slíta þegar minnst varir nema um mjög góða línu sé að ræða enda er það þekkt staðreynd að módem eru að keyra á fjölsímalínum í sveitum á hraða sem þau valda ekki og slíta þar af Ieiðandi oft. Með ISDN væðingunni er þessum fjölsíma- þætti kippt út og á kemst samband sem er af mun meiri gæðum. Það er þannig með ISDN ef allt er í lagi að annaðhvort er fullt sam- band eða ekki neitt og tengitími er innan við eina sekúndu en notendaskilgreining hjá Intemet- veitu tekur tvær til þrjár sekúndur. Þetta gildir einungis um þá fyrstu rás sem tengt er með við Intemetveitu en hinar sem bætt er við koma strax inn. ADSL? Nú kann einhver eðlilega að spyrja sig að því af hverju geta sveitabæir ekki fengið tengingar svipaðar og í þéttbýli, þ.e. ADSL , breiðband eða jafhvel með raf- magnslínunum. Ástæðan er líklega af sama toga og að ekki em lagðir malbikaðir vegir heim á öll sveitabýli. Komið hefur ffarn að um milljarður sé kominn í ISDN væðinguna yfir landið en ef ætti að setja háhraðatengingu eins og ADSL inn á alla sveitabæi myndi það kosta margfalt meira. Það er því nokkuð ljóst, þó erfitt sé að kyngja því, að við í hinum dreifðu byggðum fáum ekki betri tengingu í náinni fram- tíð nema með einhverjum undan- tekningum vegna nálægðar við byggðakjama. Hjálmar Ólafsson, hjalmar@bondi.is forritari og þjónustufulltrúi i tölvudeild Bœndasamtaka Islands Sigrífiur Jónsdóttir, Arnarholti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.